Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012 Evrópusambandið hlýtur friðarverð- laun Nóbels í ár. Þetta var tilkynnt formlega klukkan níu í gærmorgun að íslenskum tíma. Thorbjørn Jag- land, formaður verðlaunanefndar norska Stórþingsins, segir að ESB og forverar þess hafi í yfir sex ára- tugi unnið að friði og samkomulagi, lýðræði og mannréttindum. Þetta kom fram í máli hans þegar valið var formlega tilkynnt. Herman Van Rompuy, forseti leið- togaráðs Evrópusambandsins, og Jose Manuel Barroso, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, fögnuðu því í gær að Evrópusambandið hefði fengið friðarverðlaun Nóbels í ár. Segir í yfirlýsingu þeirra að um gríðarlegan heiður sé að ræða. Verð- launin renni ekki bara til stofnana ESB eða sambandsins sjálfs heldur til allra þeirra 500 milljóna íbúa ríkja sem eru innan sambandsins. Í umfjöllun sinni um ákvörðun verðlaunanefndarinnar nefndi Jag- land m.a. aðkomu Evrópusambands- ins að sameiningu Þýskalands eftir fall Berlínarmúrsins og sagði að ESB hefði stuðlað að stöðugleika í Austur-Evrópu eftir fall Sovétríkj- anna. Verðlaunin verða afhent í Ósló 10. desember en ekki er ljóst hver tekur við þeim fyrir hönd sambands- ins. vilhjalmur@mbl.is Friðarverðlaun Nóbels til ESB AFP Nóbel Friðarverðlaunin fara í ár til Evrópusambandsins.  Sambandið hefur stuðlað að friði milli gömlu stórveldanna í Evrópu í rúm 60 ár Nóbelsverðlaunin » Verðlaunin eiga rætur að rekja til Alfreds Nóbels sem fann upp dínamítið. Hann dó árið 1896. » Svíar veita flest nób- elsverðlaun en norska Stór- þingið kýs nefnd sem velur friðarverðlaunahafa Nóbels. » Sumar útnefningar hafa ver- ið umdeildar, s.s. Yassers Ara- fats árið 1994, Als Gore 2007 og Baracks Obama 2009. » ESB er fyrsta ríkja- sambandið sem fær friðar- verðlaunin. Líklegt er að danskri þrí- bytnu, sem fannst mannlaus við vesturströnd Frakklands, hafi hvolft í stormi, samkvæmt niðurstöðu rann- sóknarnefndar sjóslysa. Þrír Danir voru um borð en enginn þeirra hef- ur fundist. Báturinn þeirra hafði legið við festar í Moulin Blanc-höfn í Brest. Danirnir þrír, sem eru á aldrinum 30-50 ára, voru sjálfir þrjá daga í Brest áður en þeir lögðu úr höfn 23. september án þess að segja nokkrum í bænum hvert þeir ætluðu að sigla. FRAKKLAND Þrír Danir ófundnir eftir sjóslys Tyrkir hafa beint öllu almennu flugi frá lofthelgi Sýrlands en töluverð spenna ríkir milli landanna eftir að nokkrir tyrkneskir borgarar létu líf- ið þegar sprengjuhríð frá Sýrlandi endaði innan landamæra Tyrklands í síðustu viku. Fyrr í haust skutu Sýrlendingar niður tyrkneska herþotu á al- þjóðlegu hafsvæði fyrir utan Sýr- land. Tyrkir kölluðu þá saman NATO-ríkin á fund vegna ástands- ins. Nýlega neyddu Tyrkir farþega- þotu frá Sýrlandi til þess að lenda í Ankara og gerðu tyrknesk yfirvöld vopn og annan búnað upptækan úr vélinni. Vopnin voru frá Rússlandi en Rússar hafa selt Sýrlendingum töluvert magn vopna í gegnum tíð- ina. Þá hafa Tyrkir einnig gert upp- tæk vopn frá Íran á leið til Sýrlands. TYRKLAND Flugi beint frá loft- helgi Sýrlands Seðlabanki Íslands gjaldeyrisútboð Seðlabanki Íslands mun halda þrjú gjaldeyrisútboð 7. nóvember 2012. Útboðin þrjú eru liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011 (http://sedlabanki.is/afnam) og skilmála Seðlabanka Ís- lands um gjaldeyrisviðskipti samkvæmt fjárfestingarleið að losun gjaldeyrishafta frá 18. nóvember 2011 með síðari breytingum. (http://sedlabanki.is/fjarfesting) Útboð í fjárfestingarleið Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi. Fjármálafyrirtæki sem gert hafa samstarfssamning við Seðlabanka Íslands um milligöngu munu annast framlagningu umsókna um fyrirhugaða þátttöku fjárfesta í útboðinu samkvæmt fjárfestingarleiðinni. Það útboð er opið fjárfestum sem hafa fengið samþykkta umsókn um þátttöku í fjárfestingarleið. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út í dagslok 19. október n.k. Útboð í ríkisverðbréfaleið Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa evrur gegn greiðslu í ríkisverðbréfum í flokknum RIKS 33 0321. Tilteknir aðalmiðlarar á skuldabréfamarkaði hafa milligöngu um viðskipti í útboðinu gegn greiðslu í ríkisverðbréfum. Útboð um kaup á krónum gegn greiðslu í erlendum gjaldeyri Seðlabanki Íslands kallar eftir tilboðum frá aðilum sem vilja selja íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. Við- skiptabönkum er boðið að hafa milligöngu um viðskiptin um kaup á íslenskum krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri. Seðlabankinn áskilur sér rétt til að takmarka heildar viðskiptamagn með hliðsjón af áhrifum útboðanna á lausafjárstöðu fjármálafyrir- tækja. Endanleg útboðsfjárhæð ræðst af þátttöku. Útboðsfyrirkomulag er með þeim hætti að öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á sama verði (e. single price). Uppgjör viðskipta í útboðunum þremur verður 3 dögum eftir að útboði lýkur. Tilboðum skal skilað eigi síðar en 7. nóvember 2012. Nánari lýsingu á framkvæmd útboðanna þriggja er að finna í útboðsskilmálum. Útboðsskilmála og yfirlit um milligönguaðila, aðalmiðlara og viðskiptabanka má finna á heimasíðu Seðlabankans http://sedlabanki.is/utbod. Samkvæmt útboðsáætlun Seðlabankans er stefnt að næsta útboði 19. desember 2012. Nánari upplýsingar veita milligönguaðilar, aðalmiðlarar og viðskiptabankar. STOFNAÐ 1987 M ál ve rk : Ú lf ar Ö rn Úrva l e ins takra málverka og l i s tmuna ef t i r í s lenska l i s tamenn | S k i pho l t 50a | S ím i 581 4020 | www.ga l l e r i l i s t . i s einstakt eitthvað alveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.