Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Tjón sauðfjárbænda eftir óveðrið á Norðurlandi í byrjun september er enn að koma í ljós og talið mun meira en flestir gerðu sér grein fyrir í fyrstu. Í Þingeyjarsýslum og Eyja- firði er talið að um 3.000 fjár hafi drepist en tölur fyrir Skagafjörð og Húnavatnssýslur liggja ekki endan- lega fyrir þar sem enn er verið að leita og meta tjón- ið. Það er þó síst minna vestan Tröllaskagans en austan og ljóst að bændur á Norður- landi hafa tapað þúsundum fjár. Eru dæmi um að bændur hafi misst allt að þriðjungi stofnsins og algengt hlutfall 10-20%. „Þetta er gríðarlegt tjón og tekju- hliðin alveg farin þetta árið,“ segir Guðmundur Jónsson, sauðfjárbóndi í Fagraneskoti í Aðaldal, en hann vant- ar enn um 120 fjár, bæði ær og lömb. Alls var hann með um 1.000 fjár á fjalli. „Verst er að mikið af þessu sem við höfum fundið er svo lélegt og ekki sláturtækt. Því verður ekki lógað í haust, maður er með féð í hálfgerðri gjörgæslu og það þarf mikið fóður,“ segir Guðmundur og bætir við að tjónið felist ekki eingöngu í sauðfénu heldur einnig vegna girðinga og kostnaðar við leitina. Olíukostnaður vegur þar þungt sem og tapaðar vinnustundir, þar sem bændur hafa ekki getað sinnt annarri vinnu und- anfarnar vikur. „Þetta hefur verið gríðarleg vinna hvern einasta dag, við höfum verið keyrandi um á bílum, fjórhjólum og sleðum við slæmar aðstæður og mörg ökutækin hafa skemmst. Menn eru að bögglast við að gera við bílana á nótt- unni til að geta komist áfram á þeim daginn eftir. Það hefur ekki verið mikið um svefn hjá manni,“ segir Guðmundur. Rætt var við hann í gær og átti hann von á að mannskapur fengist um helgina til að kemba Þeistareykja- svæðið og Reykjaheiði enn betur. „Vonin um að finna féð lifandi fer dvínandi en á meðan menn vita af fé á lífi eru þeir órólegir.“ Guðmundur fagnar því framtaki að setja af stað landssöfnun því ljóst væri að bjargráðasjóður myndi ekki dekka tjón bænda að öllu leyti. „Elstu menn muna ekki svona áhlaup eins og gekk hérna yfir. Það eru sögur um svipað veður hér á þess- um árstíma árið 1878 en þá fórst ekki eins mikið af fé. Vonandi þurfum við aldrei að upplifa þetta aftur,“ segir Guðmundur í Fagraneskoti. Aldrei formlegt útkall Sem fyrr segir urðu bændur um nær allt Norðurland fyrir tjóni. Mest- ur var viðbúnaðurinn í Þingeyjar- sýslum í fyrstu en almannavarnakerf- ið fór mun seinna í gang í Skagafirði og Húnavatnssýslum. Fundur var haldinn í vikunni hjá almannavarna- nefnd Skagafjarðar með fjallskila- stjórum þar sem farið var yfir stöðu mála. Atli Már Traustason, bóndi á Syðri- Hofdölum í Skagafirði, segir fundinn hafa verið gagnlegan og vonandi verði kerfið fljótvirkara og skilvirkara næst þegar svona hamfarir verða. Að hans sögn var ekki hringt í bændur á svæðinu fyrr en 16 dögum eftir að óveðrið gekk yfir og spurt hvort þeir þyrftu á aðstoð að halda. „Við vissum ekki almennilega í fyrstu hvert við áttum að snúa okkur eða hverjir væru í almannavarnanefnd. Við gerðum okkur heldur ekki grein fyrir að rétta boðleiðin væri að hringja í 112 þegar leita þyrfti að roll- um. Við hringdum í nokkra björgun- arsveitarmenn sem komu og hjálpuðu okkur en það kom aldrei neitt form- legt útkall,“ segir Atli Már. Sjálfur hefur hann tapað um 170 fjár, þar af eru um 140 lömb. Er þetta um 10% af öllu fénu. Hlutfallslega hafa nokkrir bændur í Lýtingsstaða- hreppi orðið fyrir enn meira tjóni. Atli Már segir mikið um að ær vanti í hóp- inn og því sé hætt við að bændur missi dampinn í fjárbúskapnum næstu tvö árin eða svo. Hann segir fjártjónið ekki aðeins hafa verið á afréttum, fé hafi einnig fundist í skurðum í heimalöndum bænda, illa á sig komið eða dautt. Tjón sauðfjárbænda gríðarlegt Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjártjón Guðmundur Jónsson, sauðfjárbóndi í Fagraneskoti í Aðaldal, hefur síðasta mánuðinn unnið dag og nótt við að endurheimta fé sitt. Hann hefur líklega misst um 120 fjár af um 1.000. Tjón bænda nyrðra er enn að koma í ljós.  Sauðfjárbændur á Norðurlandi hafa misst nokkur þúsund fjár  Tjónið meira en flestir reiknuðu með í fyrstu  Mikill kostnaður vegna leitarstarfs  Ökutæki skemmst og gert við þau á nóttunni Eftirmál óveðursins » Óveðrið sem gekk yfir Norð- urland í byrjun september sl. hefur tekið sinn toll. » Snjó kyngdi niður á skömm- um tíma og elstu menn muna varla annað eins fannfergi á þessum árstíma. » Sauðfjárbændur á Norður- landi, allt frá Húnavatnssýslum austur í Kelduhverfi, misstu þúsundir fjár. » Landssöfnun til styrkar sauðfjárbændum var hleypt af stokkunum á Sauðárkróki á fimmtudag í tengslum við Bændadaga í Skagafirði. » Reikningsnúmer söfnunar- innar er 0161-15-380370, kt. 630885-1409. Atli Már Traustason Lífeyrissparnaður með góða ávöxtun Landsbankinn býður fjölbreyttar leiðir í lífeyrissparnaði og er traustur bakhjarl. Íslenski lífeyrissjóðurinn og Lífeyrisbók Landsbankans hafa skilað góðri ávöxtun undanfarin ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.