Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is O kkur fannst vera komið fullmikið af krimmum, stríði og ofbeldi í bóka- útgáfu. Í sjónvarps- þáttum og kvikmynd- um almennt eru dráp, limlestingar og grimmd, svo okkur langaði í eitt- hvað mannlegra og mýkra. Krimmar geta verið alveg ágætir en mín til- finning er að fólk vilji stundum geta gefið einhverjum bók án þess að eiga á hættu að viðtakandanum fari að líða illa vegna innihaldsins,“ segir Herdís Hallvarðsdóttir, annar eig- andi nýrrar bókaútgáfu sem heitir Lesbók ehf., en þar verður áhersla á rómantískar bækur. „Eftir að hafa skoðað íslenska bókamarkaðinn fannst okkur vanta fleiri róm- antískar bækur í háum gæðaflokki og við erum sannfærð um að þetta hafi verið rétt athugað. Hljóðbækurnar verða áfram Það er alltaf gaman að gera eitthvað nýtt, en við Gísli Helgason maðurinn minn höfum rekið hljóð- bókaútgáfu í áraraðir. Núna viljum við víkka út starfsemina og nýta þá Okkur langaði í mannlegra og mýkra Þeim fannst vanta fleiri rómantískar bækur í háum gæðaflokki á íslenska bóka- markaðinum og ákváðu að gera sjálf eitthvað í því. Þau stofnuðu því bókaútgáf- una Lesbók sem gefur einvörðungu út bækur um ástir, rómantík og erótík. Morgunblaðið/RAX Stolt Herdís segist vera afar stolt af útgáfu rómantískra bóka. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Á morgun sunnudag sýnir Möguleik- húsið barnaleikritið Prumpuhólinn í Gerðubergi kl 14. Prumpuhóllinn er eftir Þorvald Þorsteinsson og segir þar frá Hulda sem er nýflutt úr borg- inni og upp í sveit. Þegar hún fer í feluleik með Halla bróður sínum vill ekki betur til en svo að hún villist og ratar ekki heim. Henni líst ekkert á þetta umhverfi þar sem allt er fram- andi; lyktin er náttúrufýla, grasið stingur og það eru pöddur út um allt. Við sérkennilegan hól sem gefur frá sér dularfull hljóð hittir hún Steina. Hann er kátur tröllastrákur í skrítnum fötum sem segir Huldu að hóllinn sé í raun pabbi sinn. Hann hafi lent í sólargeisla og orðið að steini eftir að hafa borðað rosalega mikinn hundasúrugraut. En hunda- súrugrauturinn varð ekki að steini. Ónei, hann ólgar enn svo drynur í hólnum. Og fýlan … maður lifandi! Leikarar eru Pétur Eggerz og Anna Brynja Baldursdóttir og tónlistin er eftir Guðna Franzson. Sýningin er ætluð áhorfendum á aldrinum 2ja til 10 ára og tekur 45 mínútur í flutningi. Tekið er á móti miðapöntunum í s. 8971813 og á moguleikhusid@moguleikhusid.is Leiksýning fyrir börnin Hundasúru- grautur í Prumpuhól Það er ævinlega gaman að koma við í Gamla bænum Laufási, sérstaklega þegar eitthvað er þar um að vera. Í dag verður annasamt í Laufási á svo- kölluðum hauststarfsdegi. Frá kl. 13.30-16 munu félagar úr Þjóðhátta- félagi Handraðans klæða sig upp, sýna og vinna ýmis störf sem unnin voru á tímum torfbæjanna, t.d. tóvinnu og sláturgerð ásamt mörgu öðru for- vitnilegu. Í tilkynningu segir að með þessum hætti sé verið að viðhalda þekkingu sem tilheyrði gamla sveita- samfélaginu áður fyrr. Forvitnilegur viðburður fyrir fjölskyldur þar sem auðvelt er að brúa bil kynslóða. Vert er að benda á að veitingasalan í Kaffi Laufási er opin í tilefni dagsins. Gangnamannadrápa Í kvöld verður svo Gangnavaka kl. 20.30 í þjónustuhúsi Laufáss, Kaffi Laufási. Svipmyndir verða sýndar úr göngum og réttum, lýst verður göng- um í hinu fallega landsvæði Fjörðum og Látraströnd, fjárglæfrasögur af svæðinu verða sagðar og söngur gangnamanna ásamt gangna- mannadrápu mun óma um sveitir. Forvitnileg málverk af bæjunum sem eitt sinn prýddu Fjörðurnar og Látraströndina mynda umgjörðina um þann fríða flokk manna sem stíga á svið í kvöld sem og áheyrendur þeirra. Fyrir þá sem ekki vita hvað göngur og réttir eru eða þekkja ekki orðatiltækin og réttu hugtökin sem tengd eru göngum og réttum, er þetta kjörið tækifæri til að bæta úr því. Gangnamannakaffi að hætti Kaffi Laufáss og fjöldasöngur verða svo í lok þessarar skemmtilegu dagskrár í Laufási. Allir hjartanlega velkomnir og enginn aðgangseyrir. Haustannir í gamla bænum Laufási Laufás Gamli bærinn er einstaklega fallegur bæði að utan og innan. Söngur gangnamanna, fjár- glæfrasögur og sláturgerð Í dag, laugardag, verður efnt til mál- þings um barnaheimspeki í Verzl- unarskóla Íslands, en þar munu reyndir heimspekikennarar leggja fram hugleiðingar um heimspeki og heimspekikennslu sem þátttakendur geta síðan tekið til umræðu. Hver er heimspekin í barnaheim- spekinni? er yfirskrift þingsins og meðal þess sem velt verður upp er lýðræði í leikskólum, hlutverk heim- spekinnar í lýðræðis-, mannréttinda- og fordómafræðslu, örlítið af góðu hugferði, mikilvægi heimspekilegs rýmis innan skólanna, ábyrgð kenn- ara í heimspekilegri samræðu með börnum og hvort við getum treyst innsæinu. Málþingið er í Græna salnum í Verzlunarskólanum og verður frá kl. 10-15. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Þeir sem ætla að mæta eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig í gegnum netfangið heimspekikenn- arar@gmail.com svo hægt sé að áætla þær léttu veitingar sem boðið verður upp á í matarhléinu. Málþing um barnaheimspeki í dag Hver er heimspekin í barnaheimspekinni? Margir hér á landi æfa kóresku bar- dagalistina taekwondo en hún er þjóð- aríþrótt Suður-Kóreu og byggist á alda gamalli sjálfsvarnarlist sem Kóreubúar fundu upp fyrir um tvö þúsund árum. Nú er þetta íþrótt þar sem keppt er í formi, bardaga og broti. Á heimasíðu Taekwondosambands Íslands, www.tki.is, má sjá að fjöl- margt er í boði fyrir þá sem hafa áhuga á þessari íþrótt. Þar kemur m.a. fram að nú um helgina verður haldið sjálfs- varnarnámskeið með Henrik Frost, en hann er med 6. dan í taekwondo og er kennari dönsku lífvarðanna. Hann er með áratuga reynslu í sjálfsvörn. Þetta er opinn viðburður fyrir börn og full- orðna, konur og karla. Námskeiðið verður hjá taekwondodeild Ármanns í Laugardal. Áhugasamir geta nálgast nánari upplýsingar á vefsíðunni. Vefsíðan www.tki.is Morgunblaðið/Kristinn Taekwondo Frábær íþrótt fyrir alla. Danskur kenn- ari um helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.