Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 14
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Við bjuggumst við því að þetta færi
niður en ekki svona mikið,“ segir
Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur
á Veiðimálastofn-
un, um laxveiðina
í sumar. Hann
hefur verið að
rýna í veiðitöl-
urnar og þá
miklu niður-
sveiflu sem veiði-
menn upplifðu.
„Það gera sér
ekki allir grein
fyrir því að það
var fjórðungs
samdráttur í veiði á milli áranna
2010 og 2011, en samt var veiðin svo
góð að menn sáu það ekki. Þegar
síðan bætist við 39% niðursveifla til
viðbótar milli ára eru menn komnir í
sársaukamörkin,“ segir hann.
Miðað við þessa tölu, 39% niður-
sveiflu í sumar, er ljóst að niður-
sveiflan frá hinu firnagóða laxveiði-
sumri 2010 er yfir sextíu prósent.
Guðni mun fjalla um veiðisumarið á
málþingi sem Landssamband stang-
veiðifélaga stendur fyrir á Grand
hóteli í Reykjavík í dag klukkan 16.
Félagi hans á Veiðimálastofnun,
Sigurður Már Einarsson, reynir að
svara spurningunni hvort sjá mátti
niðursveifluna fyrir, og einnig taka
til máls Bjarni Júlíusson, formaður
SVFR, Óðinn Sigþórsson, formaður
Landssambands veiðifélaga, Þröstur
Elliðason, forstjóri Strengja, og
veiðimaðurinn Steinar J. Lúðvíksson.
Rýnir í tölurnar
„Ég kem til með að gera grein fyr-
ir því hvernig þær bráðabirgðatölur
yfir laxveiðina sem nú liggja fyrir líta
út. Hvernig þetta sumar kemur út í
samanburði við fyrri ár,“ segir Guðni.
„Ég ætla líka að reyna að taka út haf-
beitarlaxana og skoða hvernig töl-
urnar gætu hafa litið út ef menn
hefðu ekki verið að veiða og sleppa.“
Guðni segir að í kjölfar þokka-
legrar fiskgengdar á undanförnum
árin hafi seiðavísitalan verið um og
yfir meðaltali í ánum í fyrra. „Þess
vegna kom það okkur á óvart hve
mikil þessi niðursveifla var.
Við bjuggumst við því að þetta
færi niður en ekki svona mikið.“
Hann segir að samanburður á
talningartölum úr ánum og veiðitöl-
um gefi raunsanna mynd af fisk-
gengdinni í árnar.
„Laxinn í sumar var líka smár;
þegar þeir eru fáir eru þeir smáir.
Þegar þeir hafa mikið að éta drep-
ast færri og öfugt.“ Guðni segir að
vísindamennirnir viti ekki alltaf
svörin en þegar eitthvað breytist í
umhverfinu þurfi fiskstofnarnir að
bregðast við því. „Við erum alltaf að
reyna að bregðast við breytingunum
og skýra þær í sögulegu ljósi eftir á,
en svo væri enn betra að geta sagt
til um eitthvað af þessu fyrirfram.
En vissulega er það þrautin þyngri.“
Eitt af því sem kom á óvart í nið-
ursveiflu sumarsins er slök veiði í
Borgarfjarðaránum. „Þessar ár á
Vesturlandi hafa verið þær stöðug-
ustu gegnum tíðina en nú er sam-
drátturinn mestur þar,“ segir Guðni.
Kaupa ódýrari leyfi
Um 800 veiðimenn tóku þátt í
netkönnun vefritins Flugur.is um
það hvernig þeir hygðust veiða á
komandi sumri. Nær 54% segjast
ætla að verja lægri upphæð í veiði-
leyfi en í ár, 37% svipuðu en 6%
ætla að eyða meiru í leyfi. Sam-
kvæmt könnuninni hyggjast 67,5%
veiðimanna sækja í ódýrari ár og
vötn en á síðasta ári og fæstir ætla
að kaupa sér veiðileyfi þar sem
stangardagurinn kostar meira en
50.000 krónur.
Niðursveiflan í laxveiðinni var 39%
Þegar niðursveiflan í sumar bætist við fjórðungs niðursveiflu í fyrra „eru menn komnir í sársauka-
mörkin“, segir Guðni Guðbergsson Kemur á óvart að mesti samdrátturinn er í ám á Vesturlandi
Haustlax Óli Sigmarsson landaði þessum 90 cm langa 18 punda hæng í Laxá í Kjós. Var honum síðan sleppt.
ÚR BÆJARLÍFINU
Gunnar Kristjánsson
Grundarfjörður
Haustlitirnir í gróðri jafnt í húsa-
görðum sem í náttúrunni gleðja
augu flestra þótt allir viti að þeir lit-
ir séu tákn um komandi vetur og
kulda. Í görðum í Grundarfirði var
óvenjumikið um litadýrð þetta
haustið en það helgast af þeirri
staðreynd að stillur hafa verið með
meira móti þetta haustið. En sunn-
anáttin í vikunni sá til þess að
hreinsa lituð lauf af trjánum og þá
er allt orðið eins og það á að vera
segja sumir.
Víkingar hafa tekið sér bólfestu
í Grundarfirði og stofnað með sér
félagið Glæsi og er það félag systra-
félag við Rimmugýg í Hafnarfirði.
Framan af sumri sátu væntanlegir
víkingar við öll kvöld og smíðuðu
sér ýmsa nytsamlega hluti ásamt
því að safna skeggi og varð þar úr
hin besta félagsmiðstöð. Hugmynd
víkinganna er að fá úthlutað land-
spildu til að byggja sér langhús til
aðseturs og athafna á víkingahátíð-
um framtíðarinnar.
Íbúum Grundarfjarðar hefur
ekki fækkað mikið undanfarin ár en
aldurssamsetning samfélagsins hef-
ur hinsvegar mikið verið að breyt-
ast. Á árunum í kringum 1995 voru
börn á grunnskólaaldri og yngri um
þriðjungur íbúanna og þegar flest
var voru nemendur í Grunnskól-
anum liðlega 200. Þar er nem-
endafjöldinn í dag kominn niður fyr-
ir 100 og sambærileg hlutfallstala
barna komin niður í um 16%. Ljós í
myrkrinu er þó að barnsfæðingum
hefur verið að fjölga undanfarin ár
og þakka margir það Rökkurdögum
sem haldnir hafa verið árlega nokk-
ur undanfarin ár en verra er að
horfur eru á þeir verði ekki haldnir
þetta árið og jafnvel ekki nema ann-
að hvert ár úr þessu.
Eldri borgurum fjölgar jafnt og
þétt og Eldriborgarafélag Grund-
arfjarðar fagnar á þessu ári 20 ára
afmæli sínu. Þeirra tímamóta verð-
ur minnst með sérstöku afmælisriti
sem kemur út þessa dagana, enn-
fremur verður afmælishátíð félags-
ins í Samkomuhúsi Grundarfjarðar
sunnudaginn 14. október. Þangað
hefur verið boðið sérstaklega öllum
þeim sem orðnir eru 60 ára því við
það aldursmark miðast fé-
lagsþátttakan. Fæstir eru þó til-
búnir til þess að hasla sér völl á
þeim vettvangi svo ungir svo með-
alaldur félagsmanna er töluvert yfir
þeim aldursmörkum.
Síldin er komin enn eitt haust-
ið, Jóna Eðvalds SF var við síld-
arleit á Grundarfirði sl. miðvikudag
og náði sér í 500 tonn, en smábátar
sem veiða í reknet á Breiðafirði hafa
verið að landa þetta frá tveimur upp
í sex tonn síðustu daga. Það að gefa
heimabátum möguleika á því að
hirða nokkra brauðmola af því
nægtaborði síldartorfanna er góð
búbót fyrir margan smábátinn. En
fljótt flýgur fiskisagan því í gær-
morgun var fjölveiði- og vinnslu-
skipið Vilhelm Þorsteinsson mætt á
fjörðinn í síldarleit.
Síldin komin í Breiðafjörð
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Leit Fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson við síldarleit á Grundarfirði.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012
LEGO® STAR WARS
BRICKMASTER
Bók sem inniheldur kubba, karla
og leiðbeiningar til að byggja
átta spennandi farartæki
www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu
YFIR 240 LEGO® KUBBAR
OG 2 MINIFIGURES KARLAR!
Landssamband Stangaveiði-
félaga heldur opið málþing um
stöðu stangaveiði á Íslandi á
Grand Hótel í Reykjavík í dag,
laugardag, milli kl. 14 og 17.
Frummælendur koma frá
helstu hagsmunaaðilum í
stangaveiði á Íslandi, en
stangaveiðin stendur á
ákveðnum tímamótum eftir síð-
asta veiðisumar. Fiskifræðing-
arnir Guðni Guðbergsson og
Sigurður Einarsson rýna í hvað
er að gerast í ánum og hvort
sveifluna hafi mátt sjá fyrir.
Rætt um nið-
ursveifluna
MÁLÞING UM STANGVEIÐI
Guðni
Guðbergsson