Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 26
FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is L andsmenn standa frammi fyrir sex spurningum á kjörseðlinum sem þeir fá í hendur þegar þeir taka þátt í þjóð- aratkvæðagreiðslu um tillögur stjórn- lagaráðs um nýja stjórnarskrá sem fer fram eftir viku. Ein spurningin snýr að afstöðu til sjálfra tillagna ráðsins en hinar fimm varða efnisleg atriði í nýrri stjórnarskrá. Lagastofnun Háskóla Íslands gaf út prentaðan kynningarbækling sem var sendur inn á hvert heimili í byrjun þessa mánaðar og þá er haldið úti vef þar sem hægt er að finna umfjöllun um spurningarnar, upplýsingar um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og forsögu málsins. Ekki hægt að ógilda með valinu Engu að síður virðist sem að í um- ræðum um atkvæðagreiðsluna sé á reiki hvað niðurstöður hennar og hvernig kjósendur svari hverri spurn- ingu fyrir sig þýði fyrir frumvarp um nýja stjórnarskrá. „Ef þú svarar já við fyrstu spurn- ingunni þýðir það að tillögur stjórn- lagaráðs verða notaðar til grundvallar að frumvarpi sem verður lagt fram á Alþingi, væntanlega fyrir jól. Þá verð- ur það frumvarp efnislega samhljóða þessum tillögum. Það geta orðið orða- lagsbreytingar en efnislega verða þær samhljóða tillögunum,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunarnefndar Alþingis. Þótt fólk samþykki tillögur stjórn- lagaráðs getur það samt sýnt hug sinn til ákveðinna efnisatriða þeirra í hinum spurningunum fimm. Valgerður segir að kjósendur geti valið að svara öllum spurningunum, hvort sem þeir segi já eða nei við til- lögum stjórnlagaráðsins, og engin blanda af krossum geti ógilt kjörseð- ilinn. Þá geti þeir kosið að svara að- eins hluta af spurningunum. Segi fólk já við fyrstu spurningunni og svo já við öllum hinum nema spurningunni um hvort ákvæði um þjóðkirkju eigi að vera í stjórn- arskránni sé það í raun að undirstrika að það velji tillögu stjórnlagaráðs. „Ef meirihlutinn segir svo, til dæm- is, að hann vilji ekki jafnt vægi at- kvæða [eins og kveðið er á um í til- lögum stjórnlagaráðs] þá lít ég svo á að það sé niðurstaðan. Þá má segja að Alþingi hafi umboð til þess að breyta því ákvæði,“ segir hún. Vinnan ekki í súginn Valgerður segir að þó að meirihluti kjósenda hafni tillögum stjórnlaga- ráðs með því að segja nei við fyrstu spurningunni þá þýði það ekki að ekki verði lagt fram frumvarp um breytingar á stjórnarskránni. „Þá er hins vegar alveg ljóst að frumvarp verður ekki byggt á tillög- unum en ég hef orðað það sem svo að þá hafi Alþingi mun frjálsari hendur um frumvarpið,“ segir hún. Það geti þá verið byggt á nið- urstöðum þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar um efnisatriðin fimm. Val- gerður hefur ekki áhyggjur af því að ef meirihluti hafni tillögum stjórnlag- aráðs að starf þess fari forgörðum. „Vinna þess væri ekki ónýt en sam- komulagið um þessar tillögur væri náttúrlega farið,“ segir hún. Greidd atkvæði utan kjörfundar Um miðjan dag í gær höfðu 2.410 greitt atkvæði utan kjörfundar á öllu landinu. Þar af höfðu 1.328 kosið í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá embætti sýslumannsins í Reykja- vík höfðu um tvöfalt fleiri greitt at- kvæði við lok dags á fimmtudag en á sama tíma fyrir kosningarnar til stjórnlagaþings í fyrra. Þá hafði 1.141 greitt atkvæði í borginni en í fyrra var fjöldi atkvæðanna 588. Höfnun veiti Alþingi frjálsari hendur Morgunblaðið/Sigurgeir S. Samþykkt Fulltrúar í stjórnlagaráði fagna eftir að það samþykkti tillögur sínar. Þjóðin fær að segja hug sinn um þær í atkvæðagreiðslu eftir viku. 26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íslendingumtókst á síð-ustu öld að brjótast út úr fá- tækt og í hóp rík- ustu þjóða heims. Þrátt fyrir efna- hagsáfall hefur þetta ekki breyst og þjóðin er vel stödd í alþjóðlegum samanburði. Undirstaða þessarar vel- megunar er öflugt atvinnulíf, einkum sjávarútvegurinn. Hann er helsta undirstaða lífskjaranna og hefur verið um langt skeið þó að tekist hafi að skjóta fleiri mikil- vægum stoðum undir efna- haginn. Flestar ríkisstjórnir sem hér hafa setið hafa haft ríkan skilning á mikilvægi sjáv- arútvegsins og seint á liðinni öld var honum skapað hagfellt umhverfi sem orðið hefur til þess að hann er með þeim allra best reknu í heimi. Af- leiðing þess er að sjávar- útvegurinn er burðarás í ís- lensku atvinnu- og efnahags- lífi, ólíkt því sem víða þekkist þar sem hann fær stuðning hins opinbera. Núverandi ríkisstjórn fer að ýmsu leyti aðrar leiðir en fyrri ríkisstjórnir og hafa þau frávik ekki verið til bóta. Einna verst er þó breytingin þegar kemur að sjávarútveg- inum, en ríkisstjórnin hefur staðið fyrir tvöfaldri atlögu að honum og þegar tekist að veita honum þung högg. Önnur atlagan er aðildar- umsókn að Evrópusamband- inu. Varla er hægt að hugsa sér aðra leið til að gera ís- lenskum sjávarútvegi meiri óleik en að setja hann undir stjórn Brussel, sem væri óhjá- kvæmileg afleiðing aðildar að Evrópusambandinu. Eins og fjallað var um í Morgun- blaðinu í gær telur sjáv- arútvegsstjóri sambandsins að meira en 9⁄10 allra fiski- stofna þess geti hrunið innan áratugar vegna óstjórnar. Harðar deilur eru innan Evrópusambandsins um sjáv- arútvegsstefnuna og engin leið að vita í hvaða átt verður farið. Augljóst er þó að fyrir Íslendinga væri gífurlega áhættusamt að færa vel rek- inn sjávarútveg landsins og öfluga fiskistofna þess undir stjórn Brussel. Að ríkisstjórn Íslands skuli detta slíkt í hug er í sjálfu sér stórkostlega al- varlegt mál. Hina atlöguna ber einnig að taka alvarlega, en hún felst í ýmsum lagabreytingum og hótunum um enn frekari laga- breytingar sem allar draga úr hagkvæmni sjávarútvegsins og leggja um leið á hann óbærilegar byrðar. Þessi síðari at- laga var til um- ræðu á ráðstefnu Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt sem haldin var um liðna helgi. Þar voru meðal annars saman komnir ýmsir af helstu sér- fræðingum landsins um sjáv- arútvegsmál til að ræða fisk- veiðar út frá sjónarhóli sjálfbærni og arðsemi. Allir voru þeir afar gagnrýnir á að- gerðir ríkisstjórnarinnar gegn sjávarútveginum og Þráinn Eggertsson, prófessor í hagfræði við Háskóla Ís- lands, sem á ráðstefnunni tal- aði, lýsti skoðunum sínum með þessum orðum í samtali við Morgunblaðið: „Við erum sennilega með besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi og mestu afköstin. Verðmætasköpun íslenskra sjómanna er að meðaltali 50% meiri en þeirra norsku til dæmis. Fiskveiðar standa undir lífskjörum okkar og því er illskiljanlegt að við séum að hverfa aftur til baka í smáum skrefum í átt að óhagkvæmu miðstjórnarkerfi, einmitt þeg- ar við þurfum á hagvexti að halda til þess að geta staðið í skilum með erlend lán. Okkar hagkvæma og vel skipulagða fiskveiðikerfi er í bráðri hættu.“ Þráinn benti einnig á að þó að áformaðar séu stórfelldar breytingar á grunngrein þjóð- arbúsins hafi ekki verið at- hugað hvaða áhrif þær hafi á þjóðarhag og hagvöxt, en fjöl- margir sérfræðingar hafi þó varað við þeim og þær séu skólabókardæmi í hagfræði um hvað eigi ekki að gera. „Hvernig stendur á því, að við förum út á þessa braut, að rífa niður sjávarútveginn sem við eigum nánast allt undir? Frumvörpin um breytingar á kerfinu snúast ekki aðeins um að láta ríkissjóð fá stærri hluta af fiskveiðirentunni heldur er tækifærið notað til að setja upp fáránlegt mið- stjórnar- og haftakerfi,“ segir Þráinn Eggertsson. Fullyrða má að aldrei fyrr hafi verið sótt af þvílíkum krafti gegn tiltekinni atvinnu- grein og nú er sótt gegn sjáv- arútveginum. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðina að atlögunni verði hrundið og þeim óheillaskref- um sem þegar hafa verið stig- in verði snúið við. Takist það ekki er ljóst að lífskjör þjóð- arinnar á komandi árum verða mun lakari en ella hefði orðið. Engin atvinnugrein hefur mátt sæta samskonar árás og sjávarútvegurinn nú} Tvöföld atlaga M argt einkennilegt hefur verið í umræðunni hér heima upp á síðkastið, allt frá kínverskum golfvöllum á hálendinu og barnum á Hrafnistu til niður- greiðslu lyfja eða ekki og málefna Orkuveitu Reykjavíkur. Flest stórskemmtilegt. Það er satt að segja ákaflega gott að vera kominn aftur til starfa eftir langt frí. Að mörgu að hyggja og hægt að snúa sér að öðru en að mála gluggana og grilla. Aðeins að vinna og svo er leyfilegt að eyða tíma í að velta því fyrir sér hvort og þá hvað á að kjósa um næstu helgi, hvort skynsamlegt sé að veðja við vinina um að fleiri ráðherraskipti verði áður en kjör- tímabilið er á enda eða hvort skamma eigi vinstrimenn eða hægrimenn fyrir þróun mála hjá Orkuveitunni ellegar embættismennina. Eða jafnvel, eins og gjarnan er talið auðveldast, að skjóta einfaldlega sendiboðann. Eitt af framangreindu staldraði ég sérstaklega við í fríinu. Það var sú bráðsnjalla hugmynd að ríkið hætti greiðsluþátttöku, eins og það heitir, hjá fullorðnum á lyfjum við ADHD, ofvirkni og athyglisbresti. Erfitt var reyndar að átta sig á því hvort um grín var að ræða eður ei, en í ljós kom að svo var ekki. Í greinargerð með fjárlagafrumvarpinu var vísað til klínískra leiðbeininga um að lyfin séu bara ætluð börnum og unglingum. Þrátt fyrir það hafa læknar ávísað þeim til fullorðinna, enda gera þau sannanlega gagn í þeim til- fellum einnig. Fjárlaganefnd er vissulega vandi á höndum í hvert skipti sem hún leggur fram tillögur og skiljanlega þarf að halda fast um pyngjuna en ekki er sama hvernig það er gert. Ekki bætir úr skák að mjög virðist hafa færst í vöxt að umrædd lyf séu misnotuð og seld á svörtum markaði. Slíkt dugar þó ekki sem rök fyrir svo harkalegri leið sem til stóð að fara, heldur ber að herða reglur og auka eftirlit, eins og niðurstaðan virðist hafa orðið. Þeir sem nauðsynlega þurfa á lyfjunum að halda verða að hafa efni á því en sortera verð- ur svindlarana burt með einhverjum ráðum. Fjöldinn vill sem betur fer, í gegnum sam- eiginlega sjóði, koma fólki til aðstoðar, sem sjáanlega er veikt eða slasað. Ósýnileg fötlun eða hvers kyns ósýnileg veikindi geta verið jafnerfið viðureignar eða erfiðari og í ofanálag getur ver- ið kvöl og pína að sitja undir fordómum af ýmsu tagi. Það vita þeir sem reynt hafa og aðstandendur þeirra. Eina ráðið í baráttu gegn niðurskurði er líklega að hafa nógu hátt, með aðstoð lækna og annars fagfólks, og vit fyrir þeim sem ráða. Vegspotti einhvers staðar má frekar bíða þar til meira verður til í ríkiskassanum. Það kostar töluvert að taka þátt í kostnaði við lyfja- gjöfina en hætt er við því að það yrði þungbærara, bæði fjárhagslega og að öðru leyti, ef stuðningi yrði hætt. Það skilja ef til vil ekki aðrir en þeir sem aðstoðarinnar njóta en hinir verða einfaldlega að trúa því. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Skynsemin við völd STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Spurningarnar á kjörseðlinum eru eftirfarandi: » 1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá? » 2. Vilt þú að í nýrri stjórn- arskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign? » 3. Vilt þú að í nýrri stjórn- arskrá verði ákvæði um þjóð- kirkju á Íslandi? » 4. Vilt þú að í nýrri stjórn- arskrá verði persónukjör í kosn- ingum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er? » 5. Vilt þú að í nýrri stjórn- arskrá verði ákvæði um að at- kvæði kjósenda alls staðar af landinu vegi jafnt? » 6. Vilt þú að í nýrri stjórn- arskrá verði ákvæði um að til- tekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu? Vilt þú að …? SPURNINGARNAR SEX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.