Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Ómar 43. þing BSRB Elín Björg Jóns- dóttir er formaður bandalagsins. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Elín Björg Jónsdóttir var endur- kjörin formaður BSRB á 43. þingi bandalagsins sem lauk í gær. „Það standa upp úr ályktun um kjaramál og ályktun um jafnrétti og launamun kynjanna,“ sagði Elín um hvað henni þætti bera hæst eftir þingið. Í ályktun um kjaramál segir m.a. að nýleg launakönnun BSRB sýni að mikill munur sé á launum BSRB- fólks og á almennum vinnumarkaði. Eins mælist talsverður munur á launum á milli landshluta og kynja. Þingið krafðist þess að þessum mun yrði tafarlaust eytt. Einnig ítrekaði BSRB kröfur 42. þings bandalagsins og krafðist þess að stjórnvöld settu þegar fram raunhæfar tillögur um afnám verðtryggingar. Kynbundinn launamunur Í ályktun um jafnréttismál krefst 43. þing BSRB þess „að kynbundn- um launamun verði útrýmt með auknu fjármagni og aðgerðum nú þegar. Það er algert forgangsverk- efni stjórnvalda, atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar. Óút- skýrður kynbundinn launamunur mælist 13% og allt að 19% innan ákveðinna landshluta“. Þá krefst þing BSRB þess „að sett verði af stað sérstakt átak til að upp- ræta kynbundna og kynferðislega áreitni á vinnustöðum“. Einnig er þess krafist að vinnuvikan verði stytt í 36 stundir. „Þannig má jafna mögu- leika kynjanna til að taka virkan þátt í uppeldi barna sinna og til að verja tíma með fjölskyldunni.“ Elín sagði að á þinginu hefðu í fyrsta sinn verið haldnar fjórar mál- stofur. Þær voru um almannaþjón- ustu, heimilin, jafnréttismál og um- hverfismál. Allir þingfulltrúar tóku þátt í umræðuhópum um málefnin. „Þetta vakti mjög mikla ánægju,“ sagði Elín. Hún tók sjálf þátt í mál- stofu um jafnréttismál sem Þorgerð- ur Einarsdóttir, prófessor í kynja- fræði, stýrði. „Það var alveg glimrandi umræða,“ sagði Elín. Minnispunktar frá málstofunum verða síðan nýttir í starfi BSRB. Framkvæmdanefnd BSRB var kosin á þinginu. Árni Stefán Jónsson var endurkjörinn fyrsti varaformað- ur og Garðar Hilmarsson annar varaformaður. Kristín Á. Guð- mundsdóttir var endurkjörin ritari BSRB. Þá var Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglu- manna, kosinn gjaldkeri. Launamun verði þegar eytt  Elín Björg Jónsdóttir var endurkjörin formaður BSRB  Launakönnun sýnir mikinn mun á launum BSRB-fólks og launum á almennum vinnumarkaði 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012 A N T O N & B E R G U R Almenni lífeyrissjóðurinn býður sjóðfélögum á fund í hádeginu 17. október. • Hver hefur ávöxtun sjóðsins verið á árinu? • Hvar eiga sjóðfélagar að ávaxta séreignarsparnaðinn sinn? Fundurinn verður haldinn í húsnæði sjóðsins í Borgartúni 25, 5. hæð. Skráðu þig á www.almenni.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Eitt af þremur hjartaþræðingartækjum Landspítalans við Hringbraut bilaði í vikunni. Vilhelmína Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs sjúkrahússins, segir að það hægist á því að sjúklingar séu kallaðir inn í að- gerðir á meðan ekki sé hægt að nota það. Tækið er tæplega fimmtán ára gamalt en það bilaði þegar lampi fór í því. Vilhelmína segir að búið sé að gera ráðstafanir og panta varahluti. Ekki sé búist við því að það taki langan tíma að koma tækinu aftur í gang. „Það er alltaf óþægilegt þegar svona tæki bilar. Við þurfum að hafa þau í góðu lagi. Þetta er það tæki sem við vitum að er komið á endurnýjun og við vonumst til að geta endurnýjað. Það hefur ekki ennþá orðið,“ segir hún. Vilhelmína segir að það sé fyrst og fremst út af skorti á fjármagni sem ekki hafi verið hægt að endurnýja tækin hingað til. Nýtt hjartaþræðingartæki kosti 140-150 millj- ónir króna. Hin hjartaþræðingartækin tvö eru tíu og fjögurra ára gömul. Á þriðja þúsund aðgerða á hverju ári Vilhelmína segir að bilunin hafi ekki mikil áhrif á starf- semi hjartadeildarinnar til skamms tíma litið. „Þegar eitt af þremur tækjum bilar kemur það meira niður á innköllunarþjónustunni en bráðaþjónustunni, hún gengur alltaf fyrir. Innköllunin gengur auðvitað hægar þegar svona tæki bilar. Það truflar okkur þannig,“ segir hún. Alls eru gerðar um 1.800 hjartaþræðingar á hjarta- deild spítalans á ári en þegar taldar eru með kransæða- víkkanir, gangráðsísetningar og ýmsar rannsóknir eru aðgerðirnar sem gerðar eru í tækjunum á þriðja þúsund að sögn Gests Þorgeirssonar, yfirlæknis á hjartadeild- inni. Kalla inn færri í hjarta- þræðingu út af biluðu tæki  Tvö af tækjum hjartadeild- ar spítalans yfir 10 ára gömul Ásdís Kristjáns- dóttir verður meðal 1.800 þátt- takenda í heims- meistarakeppn- inni í Járnkarli á Kona á Hawaii í dag. Hún er ann- ar Íslendingurinn sem nær þátt- tökulágmarkinu en Karen Axels- dóttir, sem tók þátt í fyrra, varð að hætta keppni þegar hún varð sjóveik í sundinu. Í viðtali við Smartland síð- asta haust sagðist Ásdís harð- ákveðin í því að ljúka keppni. „Ég óttast ekki sjóinn, ég elska sjóinn og verð ekkert sjóveik. En á Hawaii er vissulega mjög heitt og því er mesta áskorunin fyrir mig að komast í gegnum þennan hita,“ sagði Ásdís. Hægt er að fylgjast með Ásdísi á heimasíðu keppninnar, ironman- worldchampionship.com, en rás- númer hennar er 966. Ásdís á HM í Járnkarli á Hawaii í dag Ásdís Kristjánsdóttir Lögreglan á Suðurnesjum bar í gær kennsl á lík sem fannst sjórekið í Keflavík. Það var af manni af erlend- um uppruna sem var búsettur í Reykjanesbæ. Von er á tilkynningu frá lögreglunni um málið í dag. Erlendur ferðamaður sem var á göngu með sjónum í Keflavík í gær hafði samband við Neyðarlínuna og kvaðst hafa séð lík. Neyðarlínan hafði samband við lögregluna á Suð- urnesjum klukkan 11.55 í gær. Þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn reyndist líkið vera í klett- óttri og stórgrýttri fjörunni neðan við gömlu sundhöllina í Keflavík. Það var af fullorðnum karlmanni. Ekki var vitað hver hann var. Slökkviliðsmenn notuðu lyftubíl við að ná líkinu úr fjörunni. Lögreglan á Suðurnesjum óskaði í gær eftir upplýsingum um manna- ferðir á svæðinu frá því í fyrrakvöld. Lögreglan sagði ekki unnt að veita frekari upplýsingar um málið en hvatti alla sem hefðu einhverjar upplýsingar um mannaferðir á svæðinu að hafa samband. gudni@mbl.is Borin kennsl á sjórekið lík  Bjó í Reykjanesbæ Bleiku LED-ljósin í glerhjúp Hörpu voru tendr- uð í gærkvöldi og verður tónlistar- og ráðstefnu- húsið baðað bleiku ljósi um helgina, til stuðnings Krabbameinsfélagi Íslands í átakinu Bleiku slaufunni. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, sagði að Harpa vildi með táknrænum hætti sýna sam- stöðu með átakinu en samráð var haft við Ólaf Elíasson, hönnuð glerhjúpsins, um lýsinguna. Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum og voru landsmenn hvattir til að skrýðast bleiku á árleg- um bleikum degi í gær. Þá höfðu 40.300 bleikar slaufur verið seldar til styrktar átakinu en sölu- markmiðið er 50 þúsund slaufur. Sýna samstöðu með táknrænum hætti Morgunblaðið/Eggert Harpa í rósbleikum bjarma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.