Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 11
krafta sem eru hér innanhúss. Út- gáfa rómantísku bókanna er hrein viðbót við hljóðbækurnar, en útgáfa hljóðbóka verður öflug áfram því markaðurinn fer stækkandi. Við höf- um líka gefið út tónlist meðfram hljóðbókunum og ljósmyndabækur fyrir ferðamenn. Núna ætlum við á innlendan markað með prentaðar bækur.“ Gáski, léttlyndi og ást Allar fyrstu bækur Lesbókar eru þýddar erlendar skáldsögur. „Það er einskær tilviljun að allar bækurnar sem búið er að semja um eru skrifaðar af konum sem flestar hafa náð fótfestu í hinum stóra heimi og verið gefnar út í tuttugu til þrjá- tíu löndum. Fyrsta bókin okkar, Ég fremur en þú, eftir Jojo Moyes, segir frá manni í hjólastól sem fær aðstoð- arkonu sem breytir lífi hans með gáska, frumleika, léttlyndi og ást. Þetta er bók sem skilur mikið eftir sig. Ellen Feldman er bandarískur verðlaunahöfundur sem hefur verið tilnefnd til Orange-verðlaunanna. Bókin hennar heitir Næstum eins og ástin, og kemur út á þriðjudaginn. Þetta er vel skrifuð ástarsaga sem gerist á árunum 1941 til 1964 í smábæ í Bandaríkjunum og fjallar um ungu konurnar sem urðu eftir heima þegar mennirnir voru sendir í stríð, um erfiðleikana og raunirnar, ástina og vonina.“ Líka fyrir karlmenn Herdís segir að bækurnar þeirra séu ekki svokallaðar skvísu- bækur þótt þær séu vissulega mið- aðar aðeins meira við kvenpening- inn. „Ég trúi því að þessar bækur geti líka höfðað til karlmanna, því rómantík er fyrir allt fólk og þetta er mjög mannlegt efni sem fjallað er um í þessum bókum. Til dæmis er bókin sem kemur frá Spáni, Beðið eftir Robert Capa, byggð á sann- sögulegum atburðum og gerist í borgarastríðinu. Hún segir frá ung- um manni, ljósmyndara, og ungri konu sem er algjör nagli og fer inn á yfirráðasvæði karlanna. Þau lifa og hrærast í hættum stríðsins og þetta er því spennusaga með innfléttaðri rómantík.“ Bókin Þú afhjúpar mig, eftir Sylviu Day, er fyrsta bókin í Cross- fire-trílógíunni en hún er erótísk ást- arsaga sem er ofarlega á metsölu- listum um víða veröld. „Sylvia er mest seldi rómantíski höfundurinn í Bandaríkjunum. Í gagnrýni um þessa bók má sjá að hún fær mun betri umsögn en Fifty Shades of Gray. Okkur voru að berast þær fréttir að önnur bókin í ritröðinni, sem heitir á ensku Reflected by You, er núna í efsta sæti metsölulista New York Times yfir rafbækur. Við hlökkum svo sannarlega til að gefa þessar bækur út á íslensku. Við höf- um lagt metnað okkar í að ná í höf- unda sem eru virkilega vel skrif- andi,“ segir Herdís og bætir við að þau hafi vandað til þýðinganna. „Til dæmis hafa leikkonurnar og vinkon- urnar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Þóra Karitas Árnadóttir séð um að þýða þessa erótísku ástarsögu. Við völdum þær af því þær hafa það sem þarf til að gera svona þýðingu trú- verðuga og vandaða. Það skiptir máli hvernig tilfinningu þýðendur hafa fyrir tungumálinu. Róman- tískar bækur eiga ekki að þurfa að vera illa skrifaðar eða lélegar. En því miður er oft snúið út úr þeim. Þetta geta sannarlega verið góðar bókmenntir og fallega skrifaðar bækur, enda er rómantík og erótík falleg.“ 30 titlar á næsta ári Herdís segir að Lesbók sé rétt að byrja og þau séu búin að ná út- gáfusamningum fyrir fjölda bóka. „Við erum fjögur sem rekum þetta fyrirtæki og erum að byggja það upp. Við gerum ráð fyrir að gefa út um þrjátíu nýja titla á næsta ári. Þar á meðal er til dæmis bókin Söngur Akkílesar eftir Madeline Miller sem fékk hin virtu Orange-verðlaun núna í ár. Einnig höfum við tryggt okkur útgáfuréttinn að framhaldi bók- arinnar The Devil Wears Prada, sem heitir The Revenge Wears Prada eða Hefndin gengur í Prada, eftir hina heimsþekktu Lauren Weis- berger. Hljóðbókin Dalalíf eftir Guð- rúnu frá Lundi kemur fljótlega út og það er sko alvörurómantík. Þetta eru yndislegar bækur, ég hefði ekki trúað því. Ég nennti aldrei að lesa þær en núna þegar ég hlusta á hljóð- bókina heyri ég hvílík gersemi þetta er.“ Höfundar Sylvia Day, Jojo Moyes og Medeline Miller eru meðal höfunda fyrstu bókanna sem Lesbók gefur út. Krimmar geta verið al- veg ágætir en mín til- finning er að fólk vilji stundum geta gefið einhverjum bók án þess að eiga á hættu að viðtakandanum fari að líða illa vegna innihaldsins. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012 Kolabrautin er á 4. hæð Hörpu Borðapantanir í síma 519 9700 info@kolabrautin.is www.kolabrautin.is MEISTARINN FRÁ TOSCANA frá 24. okt. til 28. okt. Kolabrautin fagnar haustkomu og býður einn fremsta matreiðslumeistara Chianti Classico velkominn í heimsókn. Matia Barciulli er yfirmatreiðslumeistari á hinum þekkta veitingastað Osteria Passignano. Það er óhætt að segja að heimsókn Barciulli sé heimsviðburður og nú þegar eru flest borð bókuð þá daga sem hann sýnir listir sínar á Kolabrautinni. Við hvetjum því áhugafólk um ítalska matargerð í hæsta gæðaflokki til að hafa samband við okkur fyrr en síðar til að eiga möguleika á að njóta eins þess besta sem Toscana hefur upp á að bjóða. Samtök Lífrænna neytenda standa fyrir viðburði á morgun sunnudag kl. 14 í Norræna húsinu. Yfirskriftin er lífrænt Ísland - framboð, fræðsla, smakk. Þar verður leitast við að gefa sem gleggsta mynd af stöðu hins líf- ræna Íslands eins og það er í dag. Líf- rænir framleiðendur kynna vörur sín- ar og leyfa gestum að smakka af framleiðslu sinni. Stuttir og fræðandi fyrirlestrar verða á dagskrá á mál- stofu allan daginn og umræða á milli dagskrárliða. M.a. ætlar Hildur Há- konardóttir að segja frá matjurta- garðinum sínum, Hafsteinn Hafliða- son garðyrkjugúrú segir frá garðinum sínum sem er án eiturefna, Ingólfur Guðnason, Engi, talar um hvað við getum ræktað á Íslandi, Ólafur R. Dýrmundsson fjallar um dýravelferð í lífrænum búskap, Arn- heiður Hjörleifsdóttir, Bjarteyj- arsandi, segir frá reynslu af vist- vænni svínarækt, og ótal margt fleira. Endilega… Morgunblaðið/Valdís Thor …smakkið ís- lenskt lífrænt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.