Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár ● Í næstu viku mun Verkfræðistofan Vista sækja alþjóðlega veðursýningu, Meteorological World Expo í Brussel. Á sýningunni verða stærstu fyrirtækin á sviði veðurfræða hvort sem það eru veðurspár, loftgæðismælingar, eld- ingavarnir, sólargeislun eða tækjabún- aður til að mæla öll veðurafbrigði. Verkfræðistofan Vista mun annað ár- ið í röð sýna hugbúnaðinn sinn Vista Data Vision sem notaður er til að geyma hverslags mæligögn og gerir notendum kleift að rannsaka alla mæli- söguna á vefnum. Stórar viðbætur verða sýndar sem verða í næstu útgáfu Vista Data Vision sem væntanleg er í nóvember n.k., samkvæmt fréttatil- kynningu. Vista á alþjóðlega veðursýningu í Brussel Skuldir þjóðabúsins eru mun meiri en áður hefur verið haldið fram af Seðlabankanum og öll áform um af- nám gjaldeyrishaftanna verða ótrú- verðug uns heildstætt mat hefur ver- ið gert á skuldastöðunni, samkvæmt markaðspunktum greiningardeildar Arion banka í gær. Segir þar að inn- lánsstofnanir í slitameðferð hafi í september tekið út 262 milljarða af reikningum SÍ. Þar sem upphæðirn- ar hafi verið flokkaðar sem innlend eign þýði þetta að hrein staða þjóð- arbúsins verði mun lakari en áður var talið. Í tölum Seðlabankans um hreina stöðu við útlönd án innlánsstofnana í slitameðferð fyrir 2. ársfjórðung 2012 kemur fram að hún sé neikvæð um 1.056 milljarða, eða 65% af lands- framleiðslunni. Það sést þó ekki að í tölunum sé um 328 milljarða gjald- eyrisinnlán gömlu bankanna sem flokkast ekki sem erlend skuldbind- ing þar sem innlánsstofnanirnar eru flokkaðar sem innlendir lögaðilar. Með úttektum gömlu bankanna nema heildarinnlán þeirra nú 21 milljarði króna og hafa því í heildina lækkað um 300 milljarða frá lokum 2. ársfjórðungs. Þar sem innlánsstofnanirnar eru flokkaðar sem innlendur aðili hafa innlagnir þeirra á gjaldeyri í Seðla- bankann ekki talist til erlendra eigna þeirra (þ.e. til erlendra skuldbind- inga Seðlabankans). Þær koma því ekki fram þegar hrein staða við út- lönd án innlánsstofnana er sýnd í op- inberum hagtölum. Á skuldahliðinni dragast innlán innlánsstofnananna saman, en þær eru flokkaðar sem innlend skuld Seðlabankans. Þar með verða nettó- áhrifin á erlenda stöðu þjóðarbúsins neikvæð. Greiningardeildin segir að inn- stæður innlánsstofnana á gjaldeyri í Seðlabankanum séu því fyrst nú að koma í bakið á okkur þar sem þær hafa um nokkurt skeið fegrað hreina stöðu við útlönd án innlánsstofnana í slitameðferð. Nú þegar þessir fjár- munir hafa verið teknir út úr Seðla- bankanum mun hrein staða við út- lönd án innlánsstofnana í slita- meðferð væntanlega versna um ríflega 300 milljarða við næstu birt- ingu og verða um 84% af landsfram- leiðslu ársins 2011, í stað 65 eins og áður hafði verið talið. Samkvæmt útreikningum grein- ingardeildarinnar mun hrein erlend staða þjóðarbúsins fara úr 65% af landsframleiðslu upp í 123% ef mat Seðlabankans á áhrifum uppgjörs innlánsstofnananna er lagt til grund- vallar eða úr 1.060 milljörðum króna í ríflega 2.000 milljarða þegar greitt hefur verið til erlendra kröfuhafa úr þrotabúum gömlu bankanna. Segir þar jafnframt: „Skuldastað- an er umtalsvert verri en áður var talið, og þar með greiðsluhæfi þjóð- arinnar.“ agnes@mbl.is Hvað skulda Íslendingar?  Arion banki leiðir líkur að því að erlendar skuldir þjóðarbúsins séu mun meiri en gefið hefur verið í skyn  Aðstoðarseðlabankastjóri segir að ekkert hafi breyst Skuldir þjóðarbúsins Hrein staða án gömlu bankanna Hlutfall af landsframleiðslu 0 -10 -20 -30 -40 -50 -60 -70 2010 2011 2012 2013 2014 Hvað skuldar þjóðin? PM II/2012 0 -20 -40 -60 -80 -100 -120 -140 Hrein staða með gömlu bönkunum Hlutfall af landsframleiðslu Hvað skuldar þjóðin? PM II/2012 2010 2011 2012 2013 2014 ● Þátttaka var góð í ríkisvíxlaútboði Lánamála á fimmtudag. Alls bárust til- boð að fjárhæð 12,2 ma.kr. í 3ja mán- aða flokkinn og var tilboðum fyrir 5,8 ma.kr. tekið á 3,10% flötum vöxtum. Í 6 mánaða flokkinn bárust tilboð að fjár- hæð 2,7 ma.kr. og var tilboðum fyrir 1,2 ma.kr. tekið á 3,39% flötum vöxtum. Útboðskjör beggja flokkanna voru hag- stæðari fyrir ríkissjóð en í síðasta út- boði sem haldið var í september, sam- kvæmt Morgunkorni Íslandsbanka. Góð þátttaka í útboði                                          !"# $% " &'( )* '$* +,,-./ +/0-12 +,3-,. ,+-,41 ,+-./0 +4-22+ +2+-22 +-3052 +44-00 +34-4 +,,-14 +/1-,+ +,3-0+ ,+-2./ ,+-33/ +4-243 +2+-1 +-30./ +4/-,, +3/-,. ,+/-3544 +,2-51 +/1-0/ +,3-/4 ,+-.++ ,+-0,, +4-.2/ +2,-51 +-30/3 +4/-14 +3/-04 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is „Nú er rétti tíminn til að ráðast í byggingu álvers Norðuráls í Helgu- vík enda er slaki í hagkerfinu. Það er ekki öruggt að álverið verði reist. Ef framkvæmdirnar frestast eða eru slegnar út af borðinu dregur það úr því hversu hratt hagkerfið mun vaxa á næstunni, hversu hratt mun draga úr atvinnuleysi og ný störf skapast,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumað- ur greiningardeildar Íslandsbanka. „Við spáum 3,4% hagvexti á næsta ári og erum þar að reikna með því að Helguvík komi inn af fullum þunga. En ef Helguvík hverfur úr myndinni má búast við að hagvöxturinn verði umtalsvert minni eða um 2,5%,“ seg- ir Ingólfur Bender í samtali við Morgunblaðið. Slaki í hagkerfi þýðir að hjól at- vinnulífsins snúast ekki jafn hratt og þau geta og að framleiðsluþættirnir eru ekki að fullu nýttir þ.m.t. vinnu- aflið. Ingólfur segir að álverið í Helguvík, en búist er við að fram- kvæmdir hefjist á næsta ári, geti haft góð áhrif á ýmsa þætti hagkerf- isins: t.d. ráðstöfunartekjur heimil- anna, atvinnuleysi, einkaneyslu og útflutning litið til lengri tíma. „Aftur á móti er það svo að ef ekki verður af framkvæmdum í Helguvík þýðir það ekki að hag- kerfið fari í bak- lás og við þurfum að horfast í augu við samdrátt. Þetta er ekki jafn stór framkvæmd og þegar Alcoa reisti álver á Reyð- arfirði á árunum 2005-2008. Fram- kvæmdirnar þá höfðu mikil ruðn- ingsáhrif í hagkerfinu á tímum þegar hér var mikil þensla og eignabóla. Nú er því miklu betri tími til að fara í stóriðjuframkvæmdir,“ segir Ingólf- ur. Það eru nokkrir óvissuþættir í hagspá greiningardeildar Íslands. Hann segir að það séu meiri líkur á að hagvöxtur verði minni en 3,4% á næsta ári en meiri. Til þess að hag- vöxtur yrði meiri, þyrfti t.d. að ráð- ast í frekari fjárfestingar eða upp- sveiflan í ferðaþjónustu yrði hraðari en reiknað var með. Og honum þykir það ekki líklegt. Auk þess sem þró- unin á alþjóðamörkuðum skipti miklu máli en þar ríkir mikil óvissa um framvinduna. Rétti tíminn fyrir álver í Helguvík  Segir að annars dragi úr hagvexti Ingólfur Bender Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segir að ekk- ert nýtt hafi komið fram í markaðspunktum Arion banka í gær. „Útgreiðslurnar breyta engu um undirliggjandi skuldastöðu þjóðarbúsins. Alltaf hefur verið gert ráð fyrir þeim í mati á undirliggjandi hreinni stöðu. Í uppgjörsferlinu eiga sér stað hreyfingar á flokkun eigna og skuldbindinga sem teljast til fjármálafyrirtækja í slitameðferð annars vegar og annarra eigna og skuldbind- inga hins vegar (án fjármálafyrirtækja í slitameðferð). Stærðin hrein staða án fjármálafyrirtækja í slitameðferð er því ekki föst stærð heldur síbreytileg eftir því hvernig uppgjörum fallinna fjármálafyrirtækja vindur fram, og að endingu verður öll hrein skuld þjóðarbúsins skráð þar. Sú stærð er því aðeins til hliðsjónar en felur ekki í sér mat á undirliggjandi stöðu. Undirliggjandi hrein staða er hrein staða þegar búið er að leggja mat á hreina skuld sem stafar af upp- gjöri fjármálafyrirtækja í slitameðferð, leggja þá stærð við það sem á þeim tíma er flokkað sem hrein staða án fjármálafyrirtækja í slitameðferð og draga frá skuld Actavis. Ástæða þess að skráð skuld Actavis er dregin frá er sú að hún hefur hverfandi áhrif á gjaldeyrisviðskipti.“ Útgreiðslurnar breyta engu ARNÓR SIGHVATSSON AÐSTOÐARSEÐLABANKASTJÓRI Arnór Sighvatsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.