Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 37
umþykja. Þeirra aðaláhugamál
var að dansa. Ég vil trúa því að
þau fái nú að dansa saman á ný.
Hún amma mín var trúuð og
treysti ávallt Guð fyrir sér og sín-
um. Fyrirgefningin var einn
sterkasti þáttur trúarinnar og
hún sá ekki ástæðu til þess að
reiðast út í einn eða neinn. Hún
varð svekkt en ég minnist þess
aldrei nokkurn tímann að hún
hafi dvalið í reiði. Orðin úr fað-
irvorinu voru tekin alvarlega:
„Og fyrirgef oss vorar skuldir svo
sem vér og fyrirgefum vorum
skuldunautum.“ Heimurinn væri
nú talsvert betur settur ef allir
hugsuðu eins og hún amma mín.
Elsku hjartans amma mín. Ég
mun elska þig allt mitt líf og þú
ert fyrirmynd í mínu lífi. Í lokin
ætla ég að setja hér bæn sem þú
kenndir mér einhvern tímann
þegar ég fékk að gista hjá þér
þegar ég var lítil stelpa og er hún
viðeigandi á þessari stundu.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Minning lifir um fallega, góða
og kærleiksríka konu sem var
elskuð af mörgum. Samúðar-
kveðjur sendi ég öllum þeim sem
fengu að kynnast henni ömmu
minni.
Þín ömmustelpa,
Fríða Hrönn.
Elsku amma, það streymdu
fram minningar þegar pabbi
hringdi til að segja mér að þú
værir dáin, ég ætla að deila
nokkrum hér.
Það var alltaf svo gaman að
koma til þín og afa á Brimhóla-
brautina sem krakki, að sjá þig á
bryggjunni að taka á móti mér og
Særúnu systir ég man það eins og
það hafði síðast gerst í gær. Það
var alltaf svo gott að borða hjá
þér, alltaf var ís og ávextir í dós í
eftirmat um helgar og alltaf
kvöldkaffi. Stundum fékk ég að
fara upp á loft en það var ekki oft
því að stiginn var svo brattur og
sleipur. Það var mikið gull þar
uppi.
Það kom fyrir að ég sat og
horfði á þig klæða þig í upphlut-
inn þinn, það tók nú dágóða stund
og þú varst aldrei fallegri en í
honum og svo var það ilmvatnið
sem alls ekki mátti gleyma og þú
spreyjaðir í hárið þitt og háls.
Svefnherbergið ykkar var svo
fallegt, allar Jesúmyndirnar á
veggjunum, fallegi kringlótti
spegillinn. Alltaf þegar ég var að
fara að sofa fórstu með svo marg-
ar fallegar bænir fyrir mig eins
og þessar.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Kristur minn, ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu.
Gjörðu svo vel og geymdu mig,
Guð, í skjóli þínu.
(Höf. ók.)
Ég fór oft með þér á kóræfingu
í kirkjunni, þú söngst í kirkju-
kórnum í mörg ár. Stundum
hjálpaði ég afa að hnýta band á
öngla niðri í kjallara inni á baði
sem var þar, mikið fannst mér
það gaman. Ég man ennþá eftir
sápunni sem var þar við vaskinn,
mér fannst hún svo sniðug ég hef
aldrei séð svona sápufestingu
annars staðar.
Fyrir 6 eða 7 árum komst þú
svo til mín og varst hjá okkur í 3
daga, minnir mig, og það var al-
veg yndislegt að geta gert fyrir
þig hluti sem þú gerðir fyrir mig.
Gefa þér góðan mat og fara með
þig í heimsókn til fólks sem var
góðir vinir þínir. Þá áttum við svo
gott spjall um vandamál sem son-
ur minn og sonur þinn höfðu átt
sameiginlegt hvort á sínum tím-
anum en það var svo gott að tala
við þig um það því að þú vissir
hvað ég var að ganga í gegnum.
Elsku amma, hér kveð ég þig
með minningum, ég veit að þú ert
komin á góðan stað með góðu
fólki sem hefur kvatt þennan
heim. Ég mun sakna faðmlags,
hlýju og kossa þinna. Hvíl í friði,
elsku amma.
Sandra Sævarsdóttir.
Elsku Mæja amma.
Nú er ég viss um að þú t komin
á góðan stað. Komin í faðm drott-
ins sem fylgdi þér um aldur og
ævi og var þér alltaf svo kær. Það
eru margar góðar og hlýjar minn-
ingar sem koma upp í hugann
þegar ég hugsa til baka og allt of
erfitt að draga einhver atriði þar
út en ég á ótrúlega margar góðar
minningar um samveru okkar og
Svenna afa á Brimhólabrautinni
og sótti ég mikið til ykkar þegar
ég var lítill pjakkur. Alltaf var
gott að koma í gistingu hjá ykkur
og láta stjana við sig eins og á
fimm stjörnu hóteli. Þú varst ein-
staklega ljúf og góð og börnunum
okkar Hrefnu fannst alltaf gott
að koma til Mæju ömmu, þú
straukst þeim um vangann og
knúsaðir. Við eigum eftir að
sakna þín mikið og komum við til
með að minnast þín sem einstak-
lega góðhjartaðrar og hlýlegrar
ömmu með einstakt hjartalag. En
það er gott til þess að vita að þú
sért komin aftur í faðm Svenna
afa því þið áttuð svo einstaklega
vel saman. Ég veit líka að það
verða fagnaðarfundir þegar þú
hittir Svenna bróður því honum
þótti svo einstaklega vænt um
ömmu sína og ég veit að allir
nafnarnir koma til með að taka
vel á móti þér. Við kveðjum þig
með söknuði og ég læt hér fylgja
litla morgunbæn sem ég man að
þú fórst ávallt með með mér eftir
góðan nætursvefn á Brimhóla-
brautinni.
Nú er ég klæddur og kominn á ról,
Kristur Jesús veri mitt skjól,
í guðsóttanum gefðu mér,
að ganga í dag, svo líki þér.
(Höf. ók.)
Björn Matthíasson
og fjölskylda.
Elsku Mæja mín, við viljum
kveðja þig með nokkrum orðum
og þakka þér fyrir allt sem þú
gerðir fyrir okkur. Þú varst ein-
stök kona, svo blíð og góð og vild-
ir allt fyrir alla gera og gerðir það
með góðu hjarta ef þú gast það.
Voru það ófáir sem fengu að njóta
góðvildar ykkar hjóna, allir svo
velkomnir til ykkar hvort sem
það voru skyldir eða vandalausir.
Eftir að Svenni þinn dó bjóstu
áfram í Eyjahrauninu þangað til
þú fórst á dvalarheimilið en þá
var heilsan farin að bresta enda
búin að vera sjúklingur frá barns-
aldri, en þú kvartaðir aldrei. Og
ef þú varst spurð: Hvernig hefur
þú það, Mæja mín, var svarið oft-
ast: Ég hef það bara fínt, er bara
orðin gömul kona.
Síðasta áfallið í fjölskyldunni
fékk mikið á þig enda sjálf orðin
mjög lasburða, en þú kláraðir það
með sóma eins og alltaf, elsku
Mæja mín. Og við vitum að þú ert
nú farin að stjana við alla Svenn-
ana þína, ef við þekkjum þig rétt.
Það væri hægt að skrifa heila
bók um öll góðverkin þín en við
geymum það hjá okkur. Hafðu
þökk fyrir allt, Mæja mín og Guð
veri með þér.
Kristjana Björnsdóttir
og Matthías Sveinsson.
Fleiri minningargreinar
um María Pétursdóttir bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012
✝ Reynir Jónssonfæddist á
Jörva í Víðidal 3.
febrúar 1924. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Vest-
urlands á Akranesi
4. október 2012.
Hann var sonur
hjónanna Jóns
Markúsar Tóm-
assonar bónda á
Jörva, f. 3.12. 1877,
d. 26.6. 1955 og Ingiríðar Vig-
fúsdóttur, f. 14.3. 1887, d. 7.12.
1950. Systkini hans voru: Ingi-
björg, f. 1913, Vigfús Sigurður,
f. 1916, Haraldur, f. 1918,
Hólmfríður, f. 1920 og Guðrún,
f. 1928. Þau eru öll látin.
Reynir kvæntist Ingibjörgu
Guðmundsdóttur frá Nípukoti,
f. 3.5. 1932, þann 10.5. 1958,
dóttur hjónanna Guðmundar
Helga Jósefssonar, f. 1898, d.
1966 og Guðríðar Hrefnu Hin-
riksdóttur, f. 1901, d. 1979.
Börn þeirra eru:
1) Ingiríður Kristín, f. 1954,
búsett á Laugarbakka. Dóttir
hennar er: Hrefna, f. 1980.
Börn hennar eru: Arnar Freyr,
f. 1997, Fanney María, f. 2005,
Óðinn Logi, f. 2007 og Baltasar
Bogi, f. 2010. 2) Halla Jónína, f.
ansdóttur eru: a) Atli Freyr, f.
1991. b) Sindri Geir, f. 1993. 6)
Ingimar Hinrik, f. 1961, búsett-
ur í Grundarfirði, kvæntur
Hrund Hjartardóttur. Börn
þeirra eru: a) Hjörtur Reynir, f.
1992. b) Ingibjörg Anna, f.
1994. c) Halldór Hrafn, f. 1995.
7) Kolbrún, f. 1964, búsett í
Grundarfirði, gift Jóhannesi
Þorvarðarsyni. Synir þeirra
eru: a) Lýður Valgeir, f. 1988.
b) Hinrik, f. 1992. c) Sæþór, f.
1996.
Reynir og Ingibjörg hófu bú-
skap í Árnesi í Víðidal, þau
fluttu þaðan í Múla í Línakradal
og síðan að Jörva í Víðidal. Ár-
ið 1958 keyptu þau jörðina Úti-
bleiksstaði í Miðfirði. Árið 1972
fluttu þau á Laugarbakka í Mið-
firði. Reynir var alla tíð mikill
hestamaður. Hann var stofn-
félagi hestamannafélagsins
Þyts í V-Húnavatnssýslu. Hann
var duglegur til vinnu og byrj-
aði snemma að vinna sem
vinnumaður til sveita. Eftir að
hann varð bóndi sjálfur aðstoð-
aði hann bændur víða við ýmis
bústörf í Húnavatnssýslum.
Reynir var sérlega glöggur á
bæði hross og fé og þekkti auk
þess flest mörk í Húnavatns-
sýslum. Síðustu mánuði dvaldi
Reynir á hjúkrunardeild Heil-
brigðisstofnunar Vesturlands á
Hvammstanga.
Útför Reynis fer fram frá
Melstaðarkirkju í dag, 13. októ-
ber 2012, og hefst athöfnin kl.
14.
1956, búsett í Mið-
húsum í Vatnsdal,
sambýlismaður
Magnús Pétursson.
Synir hennar og
Guðmundar Ey-
þórssonar eru: a)
Eyþór, f. 1975.
Börn hans eru:
Þröstur Bjarni, f.
1996, Natan Breki,
f. 2005 og Júlía
Kristín, f. 2009. b)
Reynir Ingi, f. 1976. Börn hans
eru: Ástríður Halla, f. 1999 og
Jóhann Smári, f. 2003. c) Bjarni
Ragnar, f. 1977. d) Rögnvaldur
Helgi, f. 1978. Dóttir hans er:
Sigurbjörg Helga, f. 2007. 3)
Hrefna, f. 1957, búsett í Reykja-
vík, gift Sölva Jóhannssyni.
Börn þeirra eru: a) Kristbjörg,
f. 1982. Synir hennar eru: Sig-
urbjörn Andri, f. 2007 og Krist-
ófer Sölvi, f. 2010. b) Jóhann, f.
1985. c) Ingibjörg, f. 1988. 4)
Þuríður Guðrún, f. 1958, búsett
á Húsavík, gift Gunnari Bald-
urssyni. Börn þeirra eru: a)
Ingibjörg, f. 1979. Sonur henn-
ar er: Viktor Bjarki, f. 2003. b)
Baldur, f. 1982. c) Sigurveig, f.
1994. 5) Guðmundur, f. 1959,
búsettur í Grundarfirði. Synir
hans og Gunnhildar Kjart-
Fyrsta minningin mín um afa
Reyni var á Útibleiksstöðum
þar sem hann var innan um
hrossin sín. Afa þótti mjög vænt
um hrossin og sást það alla tíð á
honum. Ég hef eflaust erft þetta
frá honum því fyrsta hljóðið sem
ég lærði var að hneggja, af því
að hann var að leika við mig og
notaði hesta í leiknum. Í stóð-
réttum í Miðfirði haustið sem ég
var tveggja ára sá ég nýfætt
leirljóst folald koma hlaupandi
með móður sinni. Þá hélt ég að
Þokki úr teiknimynd sem ég
horfði mikið á í sjónvarpinu,
væri kominn. Þegar afi áttaði
sig á því að hann ætti folaldið og
sá hvað ég var hrifin af því, gaf
hann mér það strax. Þokki er 16
vetra í dag og án efa uppáhalds
hesturinn minn enda ein besta
gjöf sem ég hef fengið. Þegar ég
var þriggja ára hringdi afi og
sagði mömmu að ein af uppá-
halds hryssunum væri köstuð,
jarpri hryssu. Þegar ég heyrði
að það var hryssa hrópaði ég:
„Randalín er búin að eignast
stelpu“ og þá ákvað afi að folald-
ið héti Stelpa. Seinna um vorið
þegar hann sýndi mér Stelpu
spurði hann mig hvort mér
þætti hún ekki falleg og hvort ég
vildi ekki eiga hana með sér.
Eftir það höfum við alltaf átt
Stelpu saman. Hann var alltaf
að ýta undir áhuga minn á
hrossum og var afar stoltur af
áhuganum sem ég sýndi strax
sem ungt barn.
Vorin voru eflaust skemmti-
legasti tími ársins hjá afa þegar
folöldin voru að fæðast. Hann
hafði yndi af því að sýna mér
þau og við vorum að velja nöfn á
þau saman. Afi var mjög stoltur
af jörðinni sinni og var duglegur
að labba um hana, sérstaklega
fannst honum gaman að labba
eftir fjörunni og tína þar upp
hluti sem var hægt að nota og
leita að rekaviði í girðinga-
staura.
Afi átti fallega hestastyttu
sem hann lánaði mér stundum
þegar ég var lítil til að leika
með. Einu sinni kallaði hann á
mig inn til sín og sagðist vilja
gefa mér styttuna. Hann sagði
að ég skyldi eiga styttuna eftir
sinn dag til minningar um sig og
ég gæti gefið afkomendum mín-
um styttuna síðar. Það ætla ég
að gera til að heiðra minningu
afa míns.
Sigurveig Gunnarsdóttir.
Í dag kveðjum við afa Reyni,
bónda frá Útibleiksstöðum í
Miðfirði.
Afi Reynir var sérlega stoltur
maður og var afar ánægður með
sitt fólk. Hann talaði oft á tíðum
um ríkidæmi sitt og átti þá ekki
við veraldlegan auð heldur fjöl-
skylduna sína, börn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Afi var hæglátur maður og
fór gjarnan sínar eigin leiðir.
Hann hafði afar gaman af
mannamótum og naut sín vel í
góðum félagsskap. Hann hafði
sérstaklega gaman af rímna-
kveðskap og kunni þá list vel
sjálfur.
Afi Reynir var bóndi af Guðs
náð og mikill hestamaður. Hann
tamdi sinn fyrsta hest ungur að
árum og fannst gaman að segja
okkur barnabörnunum sögur af
því. Hann átti alla tíð fjölda
hrossa í stóru stóði á Útibleiks-
stöðum. Við fjölskyldan eigum
dýrmætar minningar um árleg-
an stóðrekstur á Arnarvatns-
heiði og eins um stóðréttirnar á
haustin, þar sem afi átti yfirleitt
stærsta hrossahópinn. Ein
fyrsta minning mín um afa
Reyni er þegar ég sat fyrir
framan hann á Skjóna gamla 2-3
ára gömul. En það var mjög vin-
sælt hjá barnabörnunum að
skiptast á að sitja fyrir framan
hann á hestbaki þegar verið var
að reka hrossin á heiði. Afi
stundaði gjarnan hestakaup og
hafði mjög gaman af því og taldi
sig iðulega græða verulega á
slíkum kaupum, hvað svo sem
öðrum fannst um það. Hann
hafði sín síðustu hestakaup nú í
september en þá var hann kom-
inn á hjúkrunardeild Sjúkra-
hússins á Hvammstanga.
Afi var mjög nýtinn maður
enda var hann alinn upp við
þannig aðstæður að nauðsynlegt
var að fara sparlega með hlut-
ina. Við fjölskyldan gátum oft
haft gaman af sparseminni í
honum og má þá sérstaklega
nefna hvernig hann nýtti litla
pappírsmiða til þess að halda
bókhald yfir öll hrossin sín í stað
þess að nota stílabækurnar sem
við gáfum honum. Þær þóttu
honum of fínar og geymdi hann
þær vandlega inni í skáp.
Afi Reynir var hraustur og af-
ar sterkur á sínum yngri árum.
Hann hafði mikið þol og gat
hlaupið og gengið ótrúlega lang-
ar vegalengdir ef hann þurfti á
að halda. Ég man vel eftir því
hvernig hann gat snúið niður
fullorðna hesta sem vildu ekki
hlýða honum og hvernig hann
gat tekið folöld undir hendina ef
því var að skipta.
Afi fór með okkur fjölskyld-
unni í stóðréttir í Miðfirði nú í
haust í síðasta sinn þó heilsu
hans hafi verið farið að hraka.
Hann var afar stoltur af öllum
folöldunum sem fæddust í vor
og í sumar og var hann fullviss
um að hann hefði aldrei áður átt
svona mikið af fallegum folöld-
um.
Ég kveð afa Reyni með sökn-
uði en um leið þakklæti fyrir allt
og veit að minning hans mun lifa
áfram um ókomin ár.
Ingibjörg Gunnarsdóttir.
Reynir
Jónsson
MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum
við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og
fría pökkun á legsteinum sem fara út á land
Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð
✝
Kærar þakkir til allra sem sýndu okkur
vinarhug og samúð við andlát okkar ástkæru
HJÖRDÍSAR HULDU JÓNSDÓTTUR
læknis,
Reykási 11,
Reykjavík.
Kristján Ágústsson,
Ragnhildur Kristjánsdóttir, Páll Ragnar Pálsson,
Stefán Örn Kristjánsson, Jóna Karen Sverrisdóttir,
Fríða Kristín Strøm, Lars Øyvind Strøm,
Margrét Eyjólfsdóttir,
Kristian, Tormod, Sölvi, Styrmir.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts
og útfarar bróður okkar, frænda og vinar,
GOTTSKÁLKS EGILSSONAR
frá Mið-Grund,
Skagafirði,
Ægisgötu 6,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Skógarhlíð fyrir frábæra
umönnun.
Oddný Egilsdóttir, Lilja Egilsdóttir,
frændfólk og vinir.
✝
Sendum okkar innilegustu þakkir fyrir hlýjar
samúðarkveðjur, minningarorð, blóm, skreyt-
ingar, kransa, yndisleg samtöl, vináttu og
hlýhug við andlát og útför minnar ástkæru
eiginkonu, móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
,ÖNNU FREYGERÐAR GESTSDÓTTUR,
Brunnum 22,
Patreksfirði.
Rafn Hafliðason,
Ólafur Gestur Rafnsson, Ólöf Guðrún Þórðardóttir,
Sigmar Rafnsson, Angela Marina B. Amaro,
Brynja Rafnsdóttir
og fjölskyldur.