Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 43
isins um nýskipan á forskólastigi og sat í stjórn og var formaður for- eldrafélags í Hagaskóla. Bergur er höfundur ritsins Leik- skóli fyrir alla, útg. 2007. Golf, hlaup og sagnfræði En ætli Bergur sé með veiði- dellu? „Nei . Húnvetningar kenndu mér að veiða á skólastjóraárunum á Blönduósi og ég hef svona haldið því við en veiðiferðunum fækkað með árunum. Ég byrjaði hins vegar snemma að leika golf, gekk í Golfklúbb Reykja- víkur um 1990 og hef stundað golf með vaxandi áhuga síðan. Þá erum við hjónin meðlimir í Trimmklúbbi Seltjarnarnes. Ég hljóp töluvert á tímabili og tók þátt í 10 km hlaupum og hálfu maraþoni en nú látum við okkur nægja að vera í leikfimi með þessu góða fólki. Eftir að ég hætti að vinna fór ég í sagnfræði við HÍ og lauk þar próf- um í nokkrum fögum. Það er nokk- uð sem ég hafði mjög gaman af.“ Fjölskylda Eiginkona Bergs er Ingibjörg Sigrún Guðmundsdóttir, f. 8.2. 1942, d. hjúkrunarfræðingur og fyrrv. hjúkrunarframkvæmdastjóri á Landakoti. Hún er dóttir Guð- mundar Jóns Ludvigssonar, f. 20.1. 1916, d. 23.8. 1986, forstjóra, og Guðbjargar Kristínar Guðjóns- dóttur, f. 29.8. 1922, d. 3.4. 2007, húsfreyju. Börn Bergs og Ingibjargar Sig- rúnar eru Felix, f. 1.1. 1967, leikari og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV en maður hans er Baldur Þórhalls- son prófessor og eiga þeir sitt barn- ið hvor; Þórir Helgi, f. 16.12. 1968, veitingamaður í Reykjavík en kona hans er Íris Kristjánsdóttir mann- fræðingur og eiga þau alls fjögur börn; Sigurþóra Steinunn, f. 21.3. 1972, að ljúka MA-námi í vinnusál- fræði en maður hennar er Rúnar Unnþórsson, lektor við HÍ og eiga þau þrjú börn; Guðbjörg Sigrún, f. 5.9. 1982, félagsfræðingur hjá Rík- islögreglustjóra en maður hennar er Stefán Jónsson, hagfræðingur og eiga þau eina dóttur. Alsystir Bergs var Þórunn Helga Felixdóttir, f. 21.7. 1935, d. 6.8. 2011, vélritunarkennari en sonur hennar er Felix Valsson gjörgæslu- læknir og á hann þrjá syni. Hálfbróðir Bergs, samfeðra, var Jóhannes Guðmundsson, f. 25.2. 1922, d. 19.10. 1995, lengst af skrif- stofumaður og verkstjóri í Dan- mörku. Foreldrar Bergs voru Felix Guð- mundsson, f. 3.7. 1884, d. 1.8. 1950, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, og k.h., Sigurþóra Steinunn Þorbjörnsdóttir, f. 17.10. 1908, d. 2.1. 1986, húsfreyja. Úr frændgarði Bergs Felixsonar Bergur Felixson Alexía Margrét Guðmundsd. húsfr. í Mjósundi Jón Jónsson b. í Mjósundi Þórunn Jónsdóttir húsfr. í Mjósundi Þorbjörn Sigurðsson b. í Mjósundi í Flóa Sigurþóra Steinunn Þorbjörnsd. húsfr. í Rvík Þóra Ormsdóttir húsfr. Sigurður Sveinsson b. í Syðri-Gróf í Flóa Sesselja Guðmundsd. húsfr. í Steinsholti Jón Jónsson b. í Steinsholti í Holtum Guðný Jónsdóttir húsfr. á Eyrarbakka Guðmundur Felixson verslunarm. á Eyrabakka Felix Guðmundsson framkvæmdastj. Kirkjugarðanna Felix Guðmundsson b. og smiður áÆgissíðu Ólafur Guðmundsson smiður í Rvík Helgi Guðmundsson aktygjasmiður í Rvík Sigurður Helgas. fyrrv forstj. S.Helgason Jón Gnarr borgarstjóri Anna Jónsdóttir húsfr. í Rvík Bjarney Ágústa Jónsd. húsfr. í Rvík Jón Geirsson b. í Krókatúni Ingibergur Jónsson verkam. í Eyjum Egill Skúli Ingibergsson fyrrv. borgarstj. Haraldur Jónss. b. á Tjörnum undir Eyjafj. Sigurður, smiður í KirkjubæáRangárvöllum faðir Halla og Ladda Guðmundur Ó.Ólafss. pr. í Skálholti Felix Ólafsson pr. og trúboði Helga Jónsdóttir af ætt sr. Jóns Steingrímssonar Gunnvör Jónsdóttir húsfr. í Neðri-Dal undir Eyjafj. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Leikskólar kvaddir Bergur ásamt börnum að leik er hann lét af stöfum eftir 30 ár. ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012 Gjafir sem gleðja Verð 17.000 kr. LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660 Steinn Steinarr fæddist áLaugalandi í Nauteyrar-hreppi 13.10. 1908, þar sem foreldrar hans, Kristmundur Guð- mundsson og Etelríður Pálsdóttir, voru í húsmennsku. Skírnarnafn Steins var Aðalsteinn Kristmunds- son. Eftir hreppaflutninga leystist fjölskyldan upp og Steinn ólst upp hjá vandalausum á Miklabæ í Saurbæ. Steinn naut farkennslu, m.a. hjá Jóhannesi úr Kötlum, en kynntist einnig Stefáni frá Hvítadal sem varð nágranni þeirra í Miklagarði. Stefán fékk álit á Steini og þeir voru alla tíð miklir mátar. Steinn fór til Reykjavíkur haustið 1926 og var lengi margt á huldu um líf hans þótt úr því sé nú bætt með bókinni Maðurinn og skáldið – Steinn Steinarr, eftir Sigfús Daða- son, útg. 1987, ævisögu Steins í tveimur bindum, Steinn Steinarr – Leit að ævi skálds, eftir Gylfa Grön- dal, útg. 2000, og 2001, og æviágripi Steins eftir Inga Boga Bogason, 1995. Á síðustu æviárunum varð Steinn góður vinur Matthíasar Jo- hannessen en viðtöl hans við skáldið eru dýrmætar heimildir um Stein. Ljóðabækur Steins eru Rauður loginn brann, útg. 1934; Ljóð, útg. 1937; Spor í sandi, útg. 1940; Ferð án fyrirheits, útg. 1942; Tindátarnir, útg. 1943, og Tíminn og vatnið, útg. 1948. Steinn er öðrum fremur talinn hafa valdið formbyltingu í íslenskri ljóðagerð, en Tíminn og vatnið, sem þá er oft vísað til, er samt afar form- fastur ljóðabálkur. Hann gældi ung- ur við kommúnisma en var snemma rekinn úr flokknum og afneitaði síð- ar kommúnismanum eftir fræga kynnisferð til Moskvu, 1956. Skáld- skapur Steins endurspeglar oft lam- andi tómhyggju en í miðju svart- nætti ljóða hans leiftra oft óræðar blikur um mannlega reisn og jafnvel hina innstu vitund. Kristján Karls- son sagði réttilega í inngangi að Kvæðasafni Steins: „Trúaður eða trúlaus er hann í flokki hinna mestu trúarskálda vorra.“ Merkir Íslendingar Steinn Steinarr Laugardagur 90 ára Hólmfríður Guðvarðardóttir 85 ára Gísli Ferdinandsson Ingvar Jónasson 75 ára Anna Jóhannsdóttir Guðlaug Sigríður Antonsdóttir Guðmunda Auður Kristjánsdóttir Guðmundur Rafnar Valtýsson Þórunn Sólveig Ólafsdóttir 70 ára Cuiqin Hu Ellen E. Klinger Úlfarsdóttir Gísli Ingólfsson Guðni Jónsson Gunnar Þ. Helgason Halldóra Þorvarðardóttir Hinrik Bergsson Hrafn Sigurhansson Rósa Jónsdóttir Sigríður Friðriksdóttir 60 ára Árni Logi Sigurbjörnsson Halldóra Jónsdóttir Henrik Rudolf Henriksson Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir Jón Hjaltalín Ólafsson Karvel Hólm Jóhannesson Rut Helgadóttir Sigurður Garðarsson Sunna Kim Du Þorvaldur Geirsson Þórdís Þórhallsdóttir 50 ára Arngrímur V Angantýsson Björn Jón Jónsson Guðjón Ólafsson Guðmundur Guðmundsson Guðrún Harpa Vilhjálmsdóttir Hjördís Rósa Halldórsdóttir Hrönn Steinþórsdóttir Jerzy Serwatko Katrín Gísladóttir Magnús Bjarkason Margrét Eðvaldsdóttir María Magdalena Birgisd Olsen Sigríður Magnúsdóttir 40 ára Baldur Stefán Svavarsson Guðný Kristleifsdóttir Helena Eydal Olga Huld Gunnarsdóttir Páll Pálsson Sigríður Margrét Einarsdóttir Sigurður Eggert Gunnarsson Vala Baldursdóttir Valdimar Sigurjónsson 30 ára Baldur Einar Jónsson Bartlomiej Suchcicki Birgitta Dögg Þrastardóttir Eiríkur Egill Jónsson Gunnar Jónsson Heiðdís Sóllilja Bragadóttir Jón Páll Arnarson Karen Anna Sveinsdóttir Karen Inga Schulin Elvarsdóttir Kristbjörg R Kristjánsdóttir Lilja Sigríður Gunnarsdóttir Pawel Gronek Pétur Þór Erlingsson Rún Knútsdóttir Þóra Lisebet Gestsdóttir Sunnudagur 90 ára Hlaðgerður Snæbjörnsdóttir Sigríður Parmesdóttir Svanhildur Snæbjörnsdóttir 85 ára Egill Kristjánsson Rúnar Guðmundsson Sigurður Björnsson Sigurður Samúelsson Þóra Ágústsdóttir 80 ára Edda Ögmundsdóttir Eiríkur Leifur Ögmundsson Helga Helgadóttir 75 ára Ásthildur Vilhjálmsdóttir Matthías Matthíasson Ólafur Finnbogason Ólafur Gunnarsson 70 ára Anna Lísa Bang Elsa Benediktsdóttir Friðrikka R. Bjarnadóttir Jóhannes Einarsson Ragnheiður Benediktsdóttir Reynir Ingi Helgason Sigríður I. Sigurðardóttir Þórhildur Pálsdóttir 60 ára Frímann Árnason Guðlaug Gunnarsdóttir Helga Kolbrún Hreinsdóttir Jónína B. Gunnarsdóttir Jón Pétursson Kristján Ásgrímsson Pálmi V. Jónsson Ragnar Jónsson Siggerður M. Jóhannesdóttir 50 ára Björn Marinó Pálmason Bragi Andrésson Böðvar Bjarki Pétursson Egill Njálsson Guðbjörg Hulda Albertsdóttir Gunnar Sigfússon Gunnar Þór Hallbergsson Hermann Sigurður Jónsson Hildur H Zoega Stefánsdóttir Hreiðar Örn Zoega Stefánsson Ingibjörg Helga Birgisdóttir Jón Kristinn Gíslason Sveinn Pétursson 40 ára Anna Guðný Möller Arnar Bjarki Reynisson Arnoddur Hrafn Elíasson Haukur Jónsson Hólmfríður Rúnarsdóttir Íris Edda Thompson Ólafur Ágúst Hraundal Ómar Kaldal Ágústsson Sif Jóhannsdóttir Sigríður Halldórsdóttir Sigurður Snorri Kristjánsson Stefán Óli Sæbjörnsson 30 ára Anna Kristín Karlsdóttir Bergsveinn Eyland Jósepsson Edmond Zeli Eiríkur Líndal Steinþórsson Fanney Jóna Gísladóttir Hjördís Ýr Sveinsdóttir Hugrún Helga Ketel Inga Lára Karlsdóttir Ingibjörg Fönn Einarsdóttir Ingvar Kristinn Ingólfsson Kristín Gyða Smáradóttir Linda Rut Svansdóttir Narfi Þorsteinn Snorrason Ni Nyoman Wija Ariyani Oddur Ingvar Guðjónsson Rúnar Ingi Sigurðsson Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.