Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012 Nærri þúsund stuttmyndir hafa verið sendar í stuttmyndakeppni hljómsveitarinnar Sigur Rósar, unnar út frá lögum af breiðskífu hennar, Valtara. Myndirnar koma víða að úr heiminum og hefur fyrsta vinningsmyndin verið valin af notendum vefjar hljómsveit- arinnar en atkvæðagreiðsla fer fram á undirsíðu sem helguð er keppninni. Höfundur sigurmynd- arinnar, sem unnin var við lagið „Dauðalogn“, er Ruslan Fedotow. Myndina og upplýsingar um hana má finna á sigur-ros.co.uk/valtari/ videos/daudalogn-fedotow/. Fede- tow fékk þrjá vini sína til liðs við sig við gerð myndarinnar. Nær þúsund stutt- myndir við Valtara Fjöld Gríðarlegur fjöldi stuttmynda hefur verið gerður við lög af Valtara. Bat for Lashes fæddist árið 1979 sem Natasha Kahn, stúlka af pakist- önsku og ensku bergi brotin, ólst upp í Wembley en gerir út frá Brig- hton. Mann langar óneitanlega til, og ef maður leyfir rómantíkernum í sér að spretta úr spori, að tengja þessar staðreyndir við það hvernig tónlistarferill hennar hefur verið, það er að segja allt annað en hefð- bundinn. Í raun mætti segja að Kahn feti í fótspor Bjarkar og Kate Bush, hún höfðar á einhvern magn- aðan hátt til fjöldans (upp að vissu marki) en fylgir um leið kirfilega þeim listrænu línum sem hún hefur markað sér. Þannig nefnir Kahn Steve Reich sem áhrifavald og sem- ur tónlist fyrir listinnsetningar á meðan lög hennar malla í morg- unþáttunum á BBC. Súrt ... en sam- þykkt. Töfrakona Listsystur á hún nokkrar, tónlist- arkonur sem náðu eyrum fólks upp úr miðjum síðasta áratug, nöfn eins og Joanna Newsom og Feist og Reg- inu Spektor og St. Vincent mætti hæglega setja undir sama flokk. At- hygli vakti hún fyrst árið 2006, þeg- ar hún gaf sjálf út lagið „The Wiz- ard“ á sjötommu (merki hennar kallast She Bear). Þá um haustið kom fyrsta breiðskífa hennar, Fur & Gold, út og vakti mikla athygli. Plat- an var m.a. tilnefnd til Mercury- verðlaunanna árið 2007 og 2008 féllu tvenn Brit-verðlaun í hennar skaut. Önnur breiðskífan, Two Suns (2009), reyndist afar metnaðarfullur gripur og dulúðin í kringum hana minnir helst á það sem proggbönd áttunda áratugarins lögðu upp með. Ef umslagið er ekki nóg til að gefa slíkt til kynna þá snýst platan um tvö „sjálf“ Kahn og er hliðarsjálfið manneskja að nafni Pearl sem er sjálfstortímandi og tákn fyrir þá tví- ræðu þörf sem við höfum gagnvart jafnvægi og glundroða. Eitthvað þannig að minnsta kosti! En, eins og fram kemur í upphafi, þá var Kahn allan tímann með puttann á popp- púlsinum eins og sýnir sig t.d. í lag- inu „Daniel“ sem glumdi nokkuð reglulega í viðtækjum Vest- urlandabúa það árið. Þá gestaði Scott Walker í lokalaginu, en tónlist hans í dag er drekkhlaðin myrkum skírskotunum (nokkuð ólíkt drama- tísku barokkpoppinu sem hann er hvað þekktastur fyrir) og því vel við hæfi að hann legði okkar konu lið. Nakið Á meðal samstarfsmanna á plöt- unni nýju eru Beck, Adrian Utley (Portishead) og Dave Sitek (TV on the Radio). Umslagið hefur þegar vakið nokkra athygli en þar sést Kahn nakin með nakinn karlmann á bakinu (hún heldur á honum eins og veiðimenn sem halda á stórri villi- bráð, slengir honum yfir axlirnar). Ljósmyndina tók Ryan McGinley. Kahn sagði í spjalli við NME að hún væri m.a. að heiðra konur eins og Patti Smith með ljósmyndinni og þegar maður pælir í því má sjá vísun í Horses, tímamótaverk Smith frá 1975 sem ber einfalda, sterka og nokk hráa svart/hvíta ljósmynd af Smith. „Mig langaði til að hafa þetta nak- ið, einfalt, bert,“ sagði Kahn í sam- tali við smekkmótarann Pitchfork fyrir stuttu, en viðtalið er í formi vef- innslags. „Ég er t.a.m. komin yfir þrítugt og finnst ég vera orðin kona!“ segir hún sposk í spjallinu sem er tekið inni á kaffihúsi. Það er ekki beint ára dulúðar yfir henni, hún er bæði kankvís og afslöppuð og greinilega komin á annan, náttúru- legri stað, mætti segja. „Á fyrstu plötunum dælir maður öllu út ein- hvern veginn,“ segir hún. „Allt það sem hafði áhrif á mig í æsku er þarna í einni bendu. Nú er maður hins vegar kominn með sjálfstraust til að gera sitt eigið og útkoman er fókuseraðri og í raun einfaldari.“ TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Einstigið þrætt Nakin Natasha Kahn, öðru nafni Bat for Lashes, hefur ekkert að fela.  Mikil eftirvænting hefur verið eftir nýrri plötu Bat for Lashes, sem kom út rétt fyrir helgi  Hefur náð að samþætta framsækni við það sem „fólkið vill“ » „Ég er t.a.m. kominyfir þrítugt og finnst ég vera orðin kona!“ segir hún sposk í spjallinu sem er tekið inni á kaffihúsi. TRYGGÐU Þ ÉR MIÐA Á - Þ.Þ., FRÉTTATÍMINN - J.I., EYJAFRÉTTIR -H.G., RÁS 2 - K.G., DV - H.S.S., MORGUNBLAÐIÐ- H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS *AÐEINS LAUGARDAG **AÐEINS SUNNUDAG LOVE IS ALL YOU NEED KL. 5.30 - 8 - 10.30 L LOVE IS ALL YOU NEED LÚXUS KL. 3 - 5.30 - 8 L FUGLABORGIN 3D ÍSL.TAL KL. 1 (TILB.) - 3.10 - 6 L TAKEN 2 KL. 5.40 - 8 - 10.10 16 TAKEN 2 LÚXUS KL. 10.30 16 DJÚPIÐ KL. 1 - 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 10 DREDD 3D ÓTEXTUÐ KL. 10.20 16 ÁVAXTAKARFAN KL. 1 (TILBOÐ) - 3.10 L THE EXPENDABLES 2 KL. 8 16 ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 1 (TILBOÐ) - 3.40 L 7 PSYCHOPATHS KL. 8 - 10.10 BLÓÐHEFND KL. 6 16 DJÚPIÐ KL. 6 - 8 10 TAKEN 2 KL. 10 16 ÁVAXTAKARFAN KL. 2 (TILB.) ÍSÖLD 3D 4 KL. 4 L FUGLABORGIN 3D KL. 2 (TILBOÐ) - 4 L “LJÚFSÁR OG BRÁÐSKEMMTILEG.” - FRÉTTABLAÐIÐ LOVE IS ALL YOU NEED KL. 3 (TILB.) - 5.30 - 8 - 10.30 BLÓÐHEFND KL. 6 ** - 8 - 10 16 THE KING AND CLOWN KL. 5.30* 14 200 POUNDS BEAUTY KL. 5.30* L DJÚPIÐ KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 10 THE DEEP ENSKUR TEXTI KL. 3 10 ÁVAXTAKARFAN KL. 3.30 (TILBOÐ) L INTOUCHABLES KL. 5.30 ** - 8 - 10.30 L SEVEN PSYCHOPATHS Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:20 TAKEN 2 Sýnd kl. 8 - 10 FUGLABORGIN 3D Sýnd kl. 2 - 4 DJÚPIÐ Sýnd kl. 3:50 - 6 - 8 - 10 INTOUCHABLES Sýnd kl. 5:50 PARANORMAN 3D Sýnd kl. 2 - (4 bara sunnud.) ÁVAXTAKARFAN Sýnd kl. 2 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar HHHH -Þ.Þ., Fréttatíminn HHHHH - J.I., Eyjafréttir.is HHHHH - H.H., Rás 2 HHHHH - H.S.S., Morgunblaðið HHHH - H.V.A., Fréttablaðið HHHH - K.G., DV SÍÐUSTU SÝNINGAR! ÍSL TEXTI ÍSL TAL -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU 10 7 12 16 16 L L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.