Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012 Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 www.ispan.is - ispan@ispan.is -VOTTUN ER OKKAR GÆÐAMERKI Sérfræðingar í gleri … og okkur er nánast ekkert ómögulegt Opið: 08:00 - 17:00alla virka daga • Hert gler - Í sturtuklefa - Í handrið - Í rennihurðir - Í milliveggi • Speglar - Á baðið - Á ganginn - Á skápinn - Í eldhúsið - Í barnaherbergið - Í svefnherbergiðSENDUM UM ALLT LAND Vestmanneyingurinn og Reykvíkingurinn Björg Brynjarsdóttirtekur afmælisdeginum af mikilli ró og yfirvegun enda segisthún ekki vera mikið afmælisbarn í sér. „Mér finnst ekkert merkilegt að eiga afmæli. Hins vegar hefur mér alltaf þótt gaman að bjóða fólki í mat til mín og ætla því að nýta afmælisdaginn ein- mitt til þess og bjóða vinkonum mínum í mat í kvöld.,“ segir Björg sem minnist þess þó að hafa haft gaman af stórum afmælisveislum sem barn. „Áður en ég flutti til Vestmannaeyja hélt ég stundum upp á afmælið mitt með frænku minni sem á afmæli sama dag og ég. Mér þótti það mjög skemmtilegt því þá fékk ég pakka frá svo mörgum, líka fólki sem ég þekkti ekki.“ Björg er fædd í Reykjavík en flutti til Vestmannaeyja 11 ára göm- ul og á því sterkar rætur í eldfjallaeyjunni fögru. Eins og sannur Vestmanneyingur heldur Björg með ÍBV en hún spilaði sjálf fótbolta með félaginu og varð Íslandsmeistari í 2. flokki. „Þú kemst eiginlega ekki upp með það í Eyjum æfa ekki og spila með ÍBV. Vinkonur mínar voru fljótar að fá mig í fótboltann þegar ég flutti til Eyja og ég spilaði út 2. flokk en tók aldrei skrefið upp meistaraflokk félagsins,“ segir Björg en hún er flutt aftur til höf- uðborgarinnar til að stunda nám í iðnaðarverkfræði við Háskóla Ís- lands og hefur skipt fótboltanum út fyrir crossfit. vilhjalmur@mbl.is Björg Brynjarsdóttir er 22 ára í dag Matarboð Afmælisbarnið Björg Brynjarsdóttir ætlar að bjóða vin- konum sínum heim í mat í tilefni afmælisins. Afmæli eins og hver annar dagur Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Ásthildur Eva fæddist 15. júní kl. 4.40. Hún vó 3.660 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Ásta Sigríður Guðjónsdóttir og Sigurður Árnason. Nýr borgari Brúðhjón Hulda Heiðrún Óladóttir og Hilmar Þór Harðarson giftu sig 8. september síðastliðinn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Sr. Einar Eyjólfsson gaf þau saman. Brúðkaup Bergur fæddist í Reykjavík 14.10. 1937 og ólst þar upp, fyrst við Freyjugötuna, en flutti síðan með fjölskyldu sinni í Melahverfið, ný- byggt, skömmu eftir stríð. Bergur var í Ísaksskóla, Mela- skóla og í Gagnfræðaskólanum við Hringbraut. Hann var tólf ára er hann missti föður sinn, stundaði nám við MA og lauk þaðan stúd- entsprófi 1958. Hann lauk síðar kennaraprófi og stundaði fram- haldsnám í stærðfræði og stærð- fræðikennslu. Bergur var skrifstofumaður hjá Sementsverksmiðju ríkisins 1958- 61, stundaði skrifstofustörf hjá tæknideild Loftleiða í Stavanger í Noregi 1960-65, starfaði á Fræðslu- skrifstofu ríkisins 1965-68, var skólastjóri Barna- og unglinga- skólans á Blönduósi 1968-75, fram- kvæmdastjóri Sumargjafar 1975-78 og framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur 1978-2005. Bergur starfaði í Lionsklúbbi á Blönduósi, sat í skólastjórn Fóstur- skóla Íslands um árabil frá 1985, sat í nefnd menntamálaráðuneyt- Bergur Felixson, fyrrv. framkvæmdastjóri - 75 ára Stórfjölskyldan Bergur og Ingibjörg Sigrún með börnum, tengdabörnum, barnabörnum og fleirum á niðjamóti. Sá um þau yngstu í 30 ár Yngsta barnabarnið Bergur og Ingibjörg Sigrún með yngsta barnabarninu síðustu jól. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.