Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 287. DAGUR ÁRSINS 2012
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Ég viðurkenni alveg að mér leið
svolítið eins og ég væri heims-
frægur í Göppingen,“ segir Gunnar
Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ.
Hann fór nýverið ásamt rúmlega 30
starfsmönnum á skrifstofum bæj-
arins í fræðslu- og kynningarferð til
Þýskalands. Íslenska hópnum var
tekið með kostum og kynjum „og ég
held að fólkið hafi loksins trúað
frægðarsögunum sem ég var búinn
að segja af mér“, segir Gunnar.
Hann var örvhent skytta, gekk
vel og skoraði mikið af mörkum fyr-
ir Göppingen sem hann lék með í
fjögur ár í lok áttunda áratugarins.
Handbolti er vinsælasta íþróttin í
bænum og hetjunum var óspart
hampað. „Við vorum alvörustjörnur
á svæðinu og það var gaman að
koma þarna aftur,“ segir Gunnar.
Kráareigandinn bjargvættur
„Í íþróttahöllinni var fjöldi manns
með borgarstjórann í broddi fylk-
ingar og blaðamenn og ljósmynd-
arar. Þarna voru líka gamlir vinir
frá Göppingen og samherjar úr
boltanum að ógleymdum kráareig-
andanum vini mínum. Sá reyndist
mér einstaklega vel þegar ég kom
út, tvítugur strákur úr Hafnarfirð-
inum. Ég var meira en fastagestur á
kránni því ég borðaði þar oft og þau
hjónin hugsuðu vel um mig, hafa
örugglega vorkennt pilti.“
Í þýska blaðinu NWZ er fjallað
um heimsóknina undir fyrirsögninni
„Bæjarstjóri enn í boltanum“. Þar
er haft eftir Horst Singer, sem
þjálfaði Gunnar fyrir rúmum 30 ár-
um, að það hafi verið gaman að hitta
Gunnar sem hafi verið fantagóður
spilari. Hann sagðist ekki hafa átt
von á að hitta lærisveininn aftur.
Auk handboltans starfaði Gunnar
sem baðvörður í íþróttahöllinni og
vann í íþróttadeild verslunarmið-
stöðvar í borginni.
Gunnar hafði verið í Göppingen í
rúmt hálft ár þegar menntaskóla-
ástin og síðar eiginkona hans, Sig-
ríður Dísa Gunnarsdóttir, kom til
Þýskalands og þar fæddist fyrsta
barn þeirra 1977. Gunnar samdi við
Bremen haustið 1980 og lék þar
einn vetur.
Ítalía eða Garðabær?
„Þá var mér boðinn samningur
við Brixen á Ítalíu. Meiri peningar
voru að koma í boltann og sér-
staklega á Ítalíu. Ég gerði fínan
samning við Brixen, en þegar ég
kom heim með pappírana sagði
Sigga stutt og laggott að hún væri á
leiðinni heim, ég gæti farið til Ítalíu.
Þá var annað barn á leiðinni og við
fluttum í Garðabæinn,“ segir bæj-
arstjórinn.
Gunnar segir að íþróttirnar hafi
gefið sér mikið. „Svona í alvöru, þá
er það góð reynsla og dýrmætur
skóli að hafa spilað í Bundesligunni
í fimm ár. Ég bý að því í stjórnun,
við ákvarðanatöku og í þessari dag-
legu baráttu,“ segir Gunnar Ein-
arsson.
Trúðu loksins frægðarsögunum
Bæjarstjóri
á gamlar slóðir
í Göppingen
Ljósmynd/Giacinto Carlucci
Lærlingur og lærimeistari Horst Singer og Gunnar Einarsson í Göppingen, en þeir höfðu ekki hist í rúmlega 30 ár.
Hlaðið í skot Gunnar í kunnuglegri
stellingu í leik gegn rússneska birn-
inum á HM í Danmörku 1978.
Gunnar Einarsson lék 17 lands-
leiki og skoraði í þeim 31 mark.
Hann lék með FH og Stjörnunni
hér á landi, Göppingen og
Bremen í Þýskalandi og Fred-
ensborg Ski í Noregi.
Nokkrir íslenskir landsliðs-
menn hafa leikið með Göpp-
ingen, sem er fornfrægt félag,
sem meðal annars varð Evr-
ópumeistari 1972. Geir Hall-
steinsson var fyrstur Íslending-
anna, en síðan kom Gunnar. Þá
Ágúst Svavarsson, sem enn býr
í Göppingen og heilsaði upp á
Gunnar í heimsókninni þangað
nýverið. Loks léku þeir Rúnar
Sigtryggsson og Jaliesky Garcia
með Göppingen.
Margir hjá
Göppingen
LÉK Í ÞREMUR LÖNDUM
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 699 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Líkið af óþekktum manni
2. Kaupa fisk til að kasta
3. Líkfundur í Reykjanesbæ
4. Fann sér yngri konu
Nýtt verk Daní-
els Bjarnasonar,
Over Light Earth,
verður frumflutt í
Walt Disney Hall í
Los Angeles 16.
október af LA Phil
New Music Group,
Sæunni Þorsteins-
dóttur sellóleikara
og Thomas Gould fiðluleikara. Bow To
String eftir Daníel verður einnig flutt,
Seeing is Believing eftir Nico Muhly
og Tvísöngur með útsetningum Muhl-
ys. Stjórnandi er John Adams.
Verk eftir Daníel og
Muhly flutt í LA
Wadada Leo Smith, einn fremsti
djasstrompetleikari samtímans,
heldur tónleika í Kaldalóni í Hörpu 18.
nóvember nk. Með Smith leika á tón-
leikunum þeir Skúli Sverrisson, Matt-
hías M.D. Hemstock og Magnús
Trygvason Eliassen.
Wadada Leo Smith
leikur í Kaldalóni
Fyrsta bókmenntamerking Bók-
menntaborgarinnar Reykjavíkur,
skjöldur í Aðalstræti 6-8 þar sem
Langibar var eitt sinn til húsa, verður
afhjúpuð á morgun kl. 14 af Einari
Erni Benediktssyni, for-
manni menningar- og
ferðamálaráðs Reykja-
víkur. Tilefnið er fyrsta
Lestrarhátíðin í
Reykjavík en á
henni er Vögguv-
ísa eftir Elías Mar
í brennidepli og
Langibar kemur
þar við sögu.
Fyrsta bókmennta-
merkingin afhjúpuð
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 5-10 m/s, hvassara allra syðst. Rigning af og til í flestum
landshlutum, síst þó norðanlands. Austan 5-13 í kvöld og úrkomulítið. Hiti 3-10 stig.
Á sunnudag og mánudag Austlæg átt, 5-10 m/s. Dálitlar skúrir með suður- og austur-
ströndinni, annars skýjað með köflum og þurrt. Hiti 3 til 8 stig.
Á þriðjudag og miðvikudag Norðaustan 5-13 m/s. Sums staðar skúrir eða él um landið
austanvert, en bjart að mestu um landið vestanvert og þurrt. Hiti 1 til 7 stig.
„Ég hef sjaldan verið jafnánægður
eftir fótboltaleik og ég er núna. Þetta
var algerlega frábært. Þetta er virki-
lega sterkur sigur hjá okkur og alveg
ótrúlega sætur. Fyrirfram hefði mað-
ur metið það sem svo að þrjú stig í
þessum leik væri mikill sigur fyrir
okkur,“ sagði Hannes Þór Hall-
dórsson landsliðsmarkvörður eftir
sigurinn í Albaníu, 2:1. »1
Sjaldan jafnánægður
eftir fótboltaleik
„Þessi úrslit eru mikilvæg. Sex
stig af níu mögulegum er ekki
besta mögulega byrjunin í
keppninni en góð byrjun engu
að síður. Við erum búnir að
spila mjög erfiðan útileik og
tvo leiki af þremur á útivelli.
Það er jákvætt en við höfum
aðeins tekið þrjú skref og því
er enn mikil vinna eftir,“
sagði Lars Lagerbäck eftir
góðan sigur Íslands á
Albaníu í gær. »1
Við höfum aðeins
tekið þrjú skref
Eiður Smári Guðjohnsen er ánægður
með að vera kominn til belgíska liðs-
ins Cercle Brugge en hann er nú kom-
inn aftur á æskuslóðirnar í Belgíu eft-
ir tuttugu ára fjarveru þaðan.
„Aðalmálið er að sjálfsögðu
að vera farinn að æfa aftur
með liði og vera kom-
inn í gott
stand. Ég
fann strax
að þetta
væri besta mál fyrir
mig,“ sagði Eiður við
Morgunblaðið. »2-3
Eiður Smári ánægður
á æskuslóðunum