Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012 ✝ HallfríðurHanna Ágústs- dóttir fæddist á Sauðárkróki 29. júlí 1946. Hún and- aðist á heimili sínu, Hlíðarstíg 2 á Sauðárkróki, 3. október 2012. Foreldrar henn- ar voru Ólafur Ágúst Guðmunds- son, bóndi, járn- smiður og bifreiðastjóri, f. 12. ágúst 1900, d. 9. febrúar 1951, Kristrún Sigurlaug Andr- ésdóttir, húsfreyja og bóndi í Kálfárdal, f. 10. desember 1909, d. 1. júní 2004. Systkini Hönnu; Arndís, f. 26. sept- ember 1938, Elsa, f. 21. desem- ber 1939, Andrés Viðar, f. 3. janúar 1942, Gunnar Randver, f. 7. júní 1943, Þorbjörg Stein- gríms, f. 2. júní 1947. Systur Gekk síðar í gagnfræðaskóla á Sauðárkróki. Hún fór ung til Reykjavíkur til ýmissa starfa, m.a. fyrir Flugfélag Íslands, Landspítala og Hótel Sögu en hafði ekki fasta búsetu í Reykjavík fyrr en um 1970. Hún vann á 8. áratugnum verslunar- og skrifstofustörf í Reykjavík, m.a. fyrir London Dömudeild í Austurstræti, Húsgagnaverslun Reykjavíkur og Vélaverkstæðið Kistufell. Stundaði um stutt skeið nám í ensku við málaskólann Mími. Hún fluttist aftur til Skaga- fjarðar 1978 og vann þar ýmis störf m.a. fyrir fiskvinnslufyr- irtækið Skjöld en lengst af var hún starfsmaður skinnafyr- irtækisins Loðskinn á Sauð- árkróki eða fram til 2004. Síð- ustu ár var hún ekki við góða heilsu en starfaði þó við ým- iskonar hannyrðir og miðlun slíkrar alþýðulistar, fyrir vini og þá sem til hennar leituðu í Gallerý Hönnu. Útför Hönnu fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 13. október 2012 og hefst athöfnin kl. 13. Hönnu samfeðra voru Hulda, f. 27. janúar 1931, d. 16. desember 2002 og Auður, f. 28. apríl 1934, d. 6. nóv- ember 2009. Sonur Hönnu er dr. Úlfar Ingi Har- aldsson, tónlist- armaður og að- júnkt við Listaháskóla Ís- lands, f. 7. nóvember 1966, fað- ir Haraldur Tyrfingsson, f. 10. maí 1943. Eiginkona Úlfars Inga er Sigríður Mjöll Björns- dóttir, f. 11. maí 1988. Hall- fríður Hanna giftist 1997, Gísla Björnssyni frá Framnesi, f. 16. apríl 1947, þau skildu 2001. Hallfríður Hanna ólst upp í Kálfárdal í Skagafirði með móður sinni og systkinum. Mín ástkæra móðir, Hanna, féll frá nú þegar haustið er kom- ið. Hvað það hefði verið dásam- legt að ná einni samverustund til viðbótar. En, það átti ekki að verða. Þessi orkumikla, vinnu- sama og drífandi kona sem alla tíð hafði sýnt þrek og þor, og far- ið sínar eigin leiðir allt frá unga aldri lauk sinni lífsleið nákvæm- lega þar sem hún vildi og hafði óskað sér, á heimili sínu á Sauð- árkróki. Hún hafði séð heilsu sinni hraka of hratt frá því hún missti fasta vinnu um 2004. Margvísleg áföll og erfiðleikar sem fylgt höfðu áratugunum á undan höfðu líka sett mark sitt á hug hennar og hjarta og áttu þátt í að grafa undan þeim drífandi krafti sem ávallt hafði verið hennar ein- kenni. Ofaná bættist stundum einmanaleiki og leiði yfir því að hafa ekki náð að nýta starfs- krafta og löngun til að læra, á af- drifaríkari hátt en raun varð á. Námsmöguleikarnir fyrir konu sem var einstæð móðir lengst af sínu lífi og vann lengi um 12 tíma vinnudag og meir, voru ekki góð- ir en þó reyndi hún á lífsferlinum að sækja námskeið af ýmsum toga í viðleitni sinni til að öðlast meiri þekkingu og kunnáttu. Í sumu tókst henni vel til og klár- aði t.d. meirapróf, ýmiskonar starfstengd námskeið og hann- yrðanámskeið. Annað var henni stundum of erfitt vegna ónógs grunns og eftir því sem á leið átti hún erfiðara með að festa hugann við lestur eða nám. Hún hafði alla tíð áhuga á og gott auga fyrir listrænum hæfi- leikum á ýmsum sviðum, sérstak- lega á vettvangi sem tengdist al- þýðulist og hannyrðum. Hún hafði mikinn áhuga á tónlist og þá sérstaklega fallegum dægur- lagasöng og það var í gegnum hennar hvatningu og áhuga á tónlist að minn eigin óstöðvandi áhugi kviknaði, sem endaði með löngu námi og starfi í tónlist. Hún varð minn fyrsti tónlistar- kennari, í byrjun táningsáranna, og jafnvel fara áhrifin enn aftar þar sem á gömlum ljósmyndum má sjá hana leika fyrir mig á gít- ar sem barn, ég gat þá stutt mig við handriðið á barnarúminu til að hlusta og gleðin leyndi sér ekki í andliti mínu við að heyra söng hennar og leik. Þrátt fyrir að heilsa hennar hafi verið farin að láta á sjá í lok- in þá verður sú minning og ímynd sem ég geymi ávallt í hjarta mínu tengd konu sem hafði ótrúlegan kraft og styrk, sérstaklega þegar á reyndi, en um leið hafði hún blíðu og um- burðarlyndi til að bera sem gerði það að verkum að hún talaði með umhyggju um fólk. Ég heyrði hana aldrei tala af heift eða nei- kvæðni um nokkurn mann þrátt fyrir að á stundum hafi henni sárnað viðmót og umtal sumra samferðamanna. Hún var góð kona og var sérlega umhugað um einstaklinga sem minna máttu sín, einstæðinga og aldrað fólk. Ef til vill var samkennd hennar dýpst með slíku fólki eftir áratugi af þrotlausri vinnu fyrir minni og sinni velferð sem einstæð móðir. Skín þú blíða ljós. Haustið kemur, himinninn grætur hvítum hnoðrum. Í bláma hafsins er draumur um fjarlægð. Ávallt fyrst, ávallt fyrst, er þráin eftir frelsi vængja fuglsins. (Höf. Úlfar Ingi) Kærar þakkir fyrir allt, elsku móðir mín. Þinn Úlfar Ingi. Það var fallegt síðsumarkvöld í ágúst þegar ég hitti tengdamóð- ur mína í fyrsta skipti. Ég hafði aldrei áður komið til Sauðár- króks og ég man hvernig drama- tísk fegurð staðarins blasti við mér í gegnum bílrúðuna; upp úr grábláu, ábúðarfullu hafinu risu tignarlegar eyjar og fjöllin stóðu vörð um þennan litla bæ sem stendur á gömlum hafsbotni. Ég var spennt, en líka dálítið kvíðin, að hitta konuna sem ég hafði þá aðeins séð á ljósmyndum hjá Úlf- ari Inga. Konan á myndunum var stórglæsileg ung móðir með mik- ið dökkt hár og stór, brún augu. Þegar við Úlfar Ingi renndum í hlað beið þessi fallega kona okk- ar í dyragættinni á húsinu sem hún hafði búið í frá árinu 1993. Hún horfði á mig með blíðu og ástríku augnaráði og tók utan um mig og bauð mig velkomna. Það var gott að setjast niður í hlýju eldhúsinu hjá henni þar sem hún bauð okkur upp á sínar marg- rómuðu brauðsneiðar og við spjölluðum langt fram eftir kvöldi. Mér leið strax eins og ég hefði alltaf þekkt hana. Hún hafði þá sérstöku náðargjöf að geta opnað hjarta sitt fyrir þeim sem til hennar leituðu og bjó yfir mik- illi auðmýkt og umburðarlyndi. Hún tók mér sem jafningja frá fyrstu tíð, jafnvel þó að ég væri aðeins rétt um tvítugt. Hún hvorki predikaði né dæmdi aðra og það var gott að vera í návist hennar. Ég kunni einnig að meta að í samtölum okkar þurfti ekki að fylla hvert andartak með orð- um, heldur gat líka verið gott að sitja með henni í þögn. Hún þröngvaði aldrei skoðunum sín- um upp á aðra, heldur lifði sam- kvæmt eigin hentisemi og lét aðra um að lifa lífi sínu. Engu að síður bar hún ávallt hag annarra fyrir brjósti og ekki síst þeirra sem höfðu í fá hús að venda, fyrir þeim voru hennar dyr ávallt opn- ar. Síðustu ár fór Hanna lítið og það var því sérstakt gleðiefni að hún skyldi geta komið í brúðkaup okkar Úlfars Inga að Hlíðarenda í Fljótshlíð þann 30. október 2010. Augljós gleði hennar á þeim tímamótum mun ávallt hlýja mér um hjartarætur þegar ég hugsa til hennar. Þessa síð- ustu haustdaga hafa margar hugsanir leitað á hugann. Þrátt fyrir breytilegt veður má enn njóta fegurðar haustlitanna og á stundum sem þessum, þegar hversdagslegt amstur virðist skyndilega svo léttvægt, verður hugurinn enn næmari og mót- tækilegri fyrir fegurð lífsins. Það var fyrir nokkurskonar tilviljun að ég greip í Heimsljós Halldórs Laxness síðastliðinn laugardag, opnaði bókina og eftirfarandi lín- ur ljómuðu fyrir augum mér: „Hugsaðu um mig þegar þú ert í miklu sólskini. Bráðum skín sól upprisudags- ins yfir hinar björtu leiðir þar sem hún bíður skálds síns. Og fegurðin mun ríkja ein.“ (Halldór Laxness) Ástarkveðja til þín, Hanna mín. Þín tengdadóttir, Sigríður Mjöll. Bjartur og fagur röðull rís þótt rökkvi í sálu minni þá kemur fregnin köld sem ís, þú kvaddir í hinsta sinni. Það er svo margt sem þakka ber þegar leiðir skilja. Aldrei þú taldir eftir þér annarra að gjöra vilja. Nú átt þú á himnum eilíf jól, ei mun þar skuggi leynast. Minningin björt sem morgunsól í mínum huga skal geymast. (Ókunn. höf.) Guð geymi þig, elsku Hanna mín, og takk fyrir allt. Um leið þakkir til allra sem studdu þig og glöddu. Þín systir, Þorbjörg. Hallfríður Hanna Ágústsdóttir Hún Stína var fallegasta mamman sem ég hafði séð. Átta ára hnát- an sem hafði farið með Helgu skólasystur sinni heim úr Ísaks- skóla einn daginn var feimnin uppmáluð en heillaðist fljótt af kátu fallegu mömmunni hennar Helgu sem með stóru slæðuna sína minnti helst á myndina af Maríu mey í sunnudagaskólan- um. Frá upphafi stóð mér ynd- islegt heimili Stínu og Geirs Agnars ætíð opið, samveran auðgaðist af mannkostum þeirra og höfðu þau mótandi áhrif á all- an minn uppvöxt æ síðan. Minnisstæður er mikill fögn- uður við dillandi hlátur Geirs Agnars þegar hann kom blað- skellandi inn einn daginn á tím- Kristín Zoëga ✝ Kristín Zoëgafæddist á Ísa- firði 14. október 1917. Hún lést á Hrafnistu 16. sept- ember 2012. Útför Kristínar fór fram frá Ás- kirkju 21. sept- ember 2012. um innflutnings- hafta með tilkynningu um að gjaldeyrisleyfi hefði loksins verið veitt til bílakaupa. Fest voru kaup á svörtu Bjöllunni R-7515 og síðan brunað til Þingvalla í sumarhús fjöl- skyldunnar, eða í litla húsið í Hlíðar- hvamminum þar sem þau áttu líka afdrep um sinn. Heimsókn- irnar í ævintýrahöllina á Tún- götunni til Geirs vegamálastjóra og Hólmfríðar eru líka afar minnisstæðar, í barnsminni voru stofurnar þar sem gríðarstórir salir, ilmur af bóni og glæsi- legum húsbúnaði og endalausir krókar og kimar um allar hæðir sem buðu uppá frábæra felu- staði. Á hálaofti Njálsgötunnar var líka löngum dvalið, þar voru dansskórnir hennar Stínu sem höfðu lokið sínu hlutverki og síð- kjólar héngu í gamla skápnum við hlið stóra pottbaðkarsins sem þjónaði öllum íbúum húss- ins á þeim tíma. Heimilið á Njálsgötunni bar því glöggt vitni að þau hjónin höfðu dvalið langdvölum í Dan- mörku á stríðsárunum og þar hafði Stína kynnst Clöru Wæver og Håndarbeijders Fremme sem ætíð síðan voru í miklum metum hjá henni, hún var ein- stök hannyrðakona og meðan heilsan leyfði var hún stöðugt að vinna að fallegu handverki. Dansspor Stínu við Dónár- valsinn sem hljómaði frá grammófóninum í borðstofunni, og uppáhaldið okkar allra, söng- ur Leikbræðra um fiskimennina á Caprí, heitt kókó og norm- albrauð eftir skóla, saumaklúbb- ur okkar Helgu sem Geir Þór- arinn fékk inngöngu í þar sem við þurftum að hafa hann góðan, Jónsmessunæturdraumur í Þjóðleikhúsinu og myrk síð- kvöldin þegar haldið skyldi heim á leið og Geir Agnar setti upp hattinn og stóra trefilinn og fylgdi ætíð hnátunni heim að dyrum og kvaddi ekki fyrr en dyrnar höfðu lokast á hæla hennar. Ljúfar minningar þessa tíma eru ofarlega í sinni við þessi tímamót. Takk fyrir að veita lítilli stúlku skjól og leiðsögn til fyr- irmyndar á viðkvæmum upp- vaxtarárum. Það mun aldrei gleymast. Laufey Kristjónsdóttir ✝ Elskulegur bróðir minn og frændi okkar, GUÐMUNDUR GÍSLASON, Heiðarbraut 9, Garði, verður jarðsunginn frá Útskálakirkju þriðjudaginn 16. október kl. 14.00. Magnús Gíslason, Ásta Magnúsdóttir, Jóhanna Magnúsdóttir, Þóra Björg Magnúsdóttir, Sólveig Ólöf Magnúsdóttir. ✝ Hugheilar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru dóttur, systur, mágkonu og frænku, ÁSDÍSAR INGIMARSDÓTTUR, Egilsgötu 19, Borgarnesi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki blóðlækningadeildar 11G á Landspítalanum við Hringbraut fyrir frábæra umönnun og alúð. Ingimar Sveinsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Sigríður Fanney Ingimarsdóttir, Lars Christensen, Gunnar Snælundur Ingimarsson,Anne-Mette Skovhus, Kristín María Ingimarsdóttir, Jóhannes Eyfjörð, Sveinn Óðinn Ingimarsson, Guðrún H. Vilmundardóttir og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir, systir, amma, langamma og langalangamma, NÍELSÍNA ÁSTA JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Álfhólsvegi 105, Kópavogi, lést mánudaginn 8. október á Landspítala, Fossvogi. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 15. október kl. 13.00. Þorbjörn Daníelsson, Anna Jóna Guðjónsdóttir, Guðrún Daníelsdóttir, Ósk Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, DAVÍÐ GUÐLAUGSSON, fyrrv. skipstjóri, Hagaflöt 9, Akranesi, lést miðvikudaginn 10. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðmundur R. Davíðsson, Margrét Sigurðardóttir, Sigurður Grétar Davíðsson, Hólmfríður D. Guðmundsdóttir, Harpa Hrönn Davíðsdóttir, Búi Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR SMITH, áður til heimilis á Bergstaðastræti 52, lést á Hrafnistu 12. október. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 18. október kl. 11.00. Katla Smith Henje, Jan Henje, Hekla Smith, Björn Sigurðsson, Hrefna Smith, Birna Smith, Guðmundur Lárusson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.