Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012 Hinn 20. október nk. á að fara fram ráðgef- andi þjóðaratkvæða- greiðsla um spurn- ingalista ríkisstjórnarinnar að ímynduðum breyt- ingum á stjórn- arskránni auk þeirrar spurningar – hvort landsmenn vilji að til- lögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Ég vil hvetja alla landsmenn til að mæta á kjörstað – að nota sinn lýðræðislega kosninga- rétt – og segja álit sitt á málinu. Ég minni á að Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hvöttu landsmenn til að sitja heima í Ice- save-kosningunum. Nú þegar hefur þessi ríkisstjórn tapað tveimur bindandi þjóð- aratkvæðagreiðslum. Mjög trúlega tapar ríkisstjórnin líka kosningunum 20. október nk. Í það minnsta hafa til- lögur stjórnlagaráðs – sem rík- isstjórnin ber fulla ábyrgð á – mætt miklu faglegu og rökrænu and- streymi. Vart er hægt að finna þann sérfræðing í lögum og/eða stjórnskip- unarrétti sem getur mælt með að til- lögurnar verði samþykktar óbreytt- ar. Sama má segja um hinn venjulega Íslend- ing sem er leikmaður í lagatúlkun – það sjá all- ir – að keisarinn er nak- inn. Það er í raun lygilegt hvað ríkisstjórnin hefur komist langt með þess- ar tillögur og nemur kostnaðurinn af ferlinu – eftir atkvæðagreiðsl- una sem fara á fram að viku liðinni – um 1.300 milljónum króna en það er rúmlega sú upphæð sem Landspít- alinn áætlar að þurfi til tækjakaupa á næstu árum. Miðar fjárfest- ingaáætlun spítalans að þeim búnaði sem áríðandi er að endurnýjaður sé hið fyrsta og þeirra tækja sem þörf er á til að mæta nýjungum í meðferð hérlendis, hliðstætt við það sem gerst hefur annars staðar á Norðurlönd- unum. Þessar upplýsingar koma fram í svari velferðarráðherra til Ásmund- ar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokksins sem lagt var fram í þinginu fyrir stuttu. Ég spyr því enn og aftur um forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Stjórnarskráin var ekki orsakavaldur bankahrunsins – heldur hitt – að ekki var farið eftir henni – og öðrum gildandi lögum. Í ljósi þess að ríkisstjórnin gengur ekki í takt við landsmenn og hefur tvisvar tapað þjóðaratkvæða- greiðslum – er lítil von til þess – að Jóhanna og Steingrímur vinni þessar kosningar. Málið fer því á byrj- unarreit og verður líklega vísað inn í þingið – þar sem það á heima sam- kvæmt stjórnarskránni. Ellegar að engar nauðsynlegar breytingar verða gerðar á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili. Þessi útafakstur for- sætisráðherra í stjórnarskrármálinu er rándýrt „spaug“ fyrir skattgreið- endur. Því er spurt: Hefði ekki betur verið heima setið og fjármununum beint þangað sem þeirra er bráðnauð- synlega þörf? Forgangsröðun og pen- ingasóun ríkisstjórnarinnar Eftir Vigdísi Hauksdóttur » Það er í raun lygilegt hvað ríkisstjórnin hefur komist langt með þessar tillögur og nem- ur kostnaðurinn af ferl- inu – eftir atkvæða- greiðsluna sem fara á fram að viku liðinni – um 1.300 milljónum króna …Vigdís Hauksdóttir Höfundur er lögræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík. Éger brospinni! Hvar er þinn Brospinni? Nú um helgina eru Brospinnar seldir til styrktar bættum aðbúnaði á geðdeildum Landspítalans. Kauptu Brospinna og veifaðu honum framan í heiminn og hver veit nema heimurinn brosi framan í þig! www.brospinnar.is Styrktaraðilar: Boðskipti - Ernir Eyjólfsson ljósmyndari Guðrún Valdimarsdóttir - Leturprent - Lundbeck - Netvistun Skaparinn auglýsingastofa - Umslag Aníta Eva Frábærar McCain franskar á 5 mínútum Franskar kartöflur í sérflokki sem þú töfrar fram á augabragði. Einföld og fljótleg matreiðsla og algjör sæla fyrir bragðlaukana. Prófaðu núna!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.