Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2012 sagði: mér finnst að þú eigir að verða úlpa. Svo hugsaði hann sig um og bætti við: nei, mér finnst að þú eigir að verða hundur.“ Álfrún: „Hann hefur alveg hitt naglann á höfuðið. Það er eig- inlega það sem Magga er að gera í dag, leika úlpu eða hund eða hvað sem leikhúsið krefur leik- arann um hverju sinni.“ Margrét: „Já eða morðingja og illmenni eins og núna.“ Taka sjálfar stjórnina En auk þess að vera í verkum stóru leikhúsanna hafið þið báðar verið í sjálfstæðum hópum, er það meira gaman? Álfrún: „Maður er alltaf sem leikari að bíða eftir því að ein- hver bjóði manni starfið og þess vegna er svo oft gott að taka stjórnina sjálf.“ Margrét: „Mér finnst það geggj- að. Auðvitað lendir maður oft á leikstjórum sem bjóða manni að vera með í sköpuninni en það er æðislegt að taka stjórnina sjálf. Ég er mjög mikill aðdáandi þess sem hennar hópur hefur verið að gera.“ Álfrún: „Mér finnst þetta hluti af því að ætla að eldast í þessu fagi að gera sem flest. Vera höfundur og pæla og skapa frá grunni.“ Flott kvenhlutverk Talandi um að eldast í þessu fagi, eru ekki alltof fá kven- hlutverk í boði þegar konur eld- ast? Margrét: „Nei, það er eiginlega mýta. Það er fullt af flottum leikritum með frábærum kven- hlutverkum og svo er bara hægt að láta skrifa fleiri ef það vant- ar. En með hlutverkin okkar til dæmis í þessum verkum að þetta eru mjög áberandi hlut- verk sem við erum með en þau eru í raun ekki stór. Í sam- anburði við Macbeth er lafði Macbeth með miklu minni texta.“ Leikstjórarnir með skýra sýn En hvaða leikstjórar hafa haft mest áhrif á ykkur? Margrét: „Fyndið að þú spyrjir að þessu því við vorum einmitt að tala um þetta áðan að þessir tveir sem við erum að vinna með núna eru líklegast í þeim flokki. Þeir eru mjög ofarlega á listanum. Álfrún: „Benedict og Jón Páll eru báðir leikstjórar sem ná gíf- urlega góðri vinnu út úr leik- urum. Þeir hafa svo skýra sýn að manni finnst maður öruggur með að leggja allt undir og fara alla leið í tilfinningarnar. Traust er mjög mikilvægt í leikhúsi.“ Virðing fyrir listinni Margrét: „Þeir setja sig vel í spor manns og undirbyggja heim. Enda hefur maður séð gíf- urlega flottar sýningar eftir þessa menn.“ Álfrún: Það er mikil vinnuorka og fókus hjá þessum leikstjórum. Það er aldrei neinn að dúlla sér með kaffibolla. Þeir eru að vissu leyti svolítið líkir. Mikil krafa hjá þeim um að gera besta leikhús í heimi. Virðing fyrir listinni og listamanninum og mikill metnaður fyrir hönd allra.“ Þetta bölvaða verk Margrét: „Maður dettur stundum í smágrín á kantinum en það er aldrei pláss fyrir það í sýning- unum hans Benedicts Andrews.“ Álfrún: „Já, það á við þá báða, líka Jón Pál. Þegar komið er inn í vinnurýmið er það sem er fyrir utan fyrir utan. Ekkert tekið inn í rýmið til okkar.“ Eruð þið að fást við þau hlutverk sem þið óskuðuð ykkur þegar þið byrjuðuð í leiklistinni? Margrét: „Ó já. Ég trúði því ekki að ég fengi að fást við þetta flotta verk. Þetta fræga og bölv- aða verk. Ég heyrði annars mjög skemmtilegt með bölvun verksins Margrét Vilhjálmsdóttir og Álfrún Örnólfsdóttir hafa þekkst frá því að Álfrún var fimm ára og Margrét var um tvítugt. * Álfrún: „Benedict og Jón Páll eru báð-ir leikstjórar sem ná gífurlega góðrivinnu út úr leikurum. Þeir hafa svo skýra sýn að manni finnst maður öruggur með að leggja allt undir og fara alla leið í til- finningarnar. Traust er mjög mikilvægt í leikhúsi.“ * Margrét: „Nei, það er eiginlega mýta.Það er fullt af flottum leikritum meðfrábærum kvenhlutverkum og svo er bara hægt að láta skrifa fleiri ef það vantar.“ William Shakespeare sem var uppi frá 1564 til 1616 er eitt þekktasta leikskáld heimsbókmenntanna. Hann var Englendingur og skrifaði verk sín á meðan Elísabet I og James I réðu ríkjum. Tudor ættin var búin að festa sig í sessi og mörg leikverka hans upphefja þá ætt en gera lítið úr öðrum sem töldu sig eiga tilkall til konungstitilsins. Það var mikil upp- sveifla í ensku samfélagi á þessum tíma og listamenn fundu fyrir því eins- og aðrir. Verk Shakespeare eru mörg fræg en vinsælast til uppsetningar í Bretlandi er einmitt verkið sem Þjóðleikhúsið setur upp í ár, Macbeth. Því er spáð fyrir herforingjanum Macbeth að hann eigi eftir að verða konungur Skotlands. Hvattur áfram af eiginkonu sinni myrðir hann kon- unginn og sest sjálfur í hásætið. En ódæðið kallar á fleiri morð. Ótti, hat- ur og ofsóknaræði skjóta rótum og líkin hrannast upp í kringum Mac- beth. Konungshjónin feta sig sífellt lengra inn í heim vitfirringar og dauða. Óheflaður húmor, karlmennska og erótík Benedict Andrew leikstýrir verkinu og einsog hann segir í viðtali í leik- skránni þá fannst honum eðlilegt að setja Macbeth upp í framhaldi af því að hann setti í hittifyrra upp Lé konung sem vann Grímuna sem besta leikrit ársins. „Uppsetningin á Macbeth er í vissum skilningi eðlilegt framhald af sviðsetningu minni á Lé konungi hér fyrir tveimur árum. Macbeth er næsti mikli harmleikur Shakespeares á eftir Lé konungi, og greina má ýmsa þræði sem tengja verkin. Þau eru skrifuð á miklu blómaskeiði í harmleikjaritun höfundarins, en á undan Lé konungi hafði hann samið Óþelló. Bæði í Lé konungi og Macbeth fylgjumst við með falli titilpersónunnar, og á vissan hátt fylgir allt samfélagið henni ofan í hyldýpið. Þegar ég sviðsetti Lé konung fannst mér sálin eða andinn í verkum Shakespeares njóta sín vel hér á landi. Óheflaður húmor, karlmennska, erótík, sterk líkamsvitund og náin tengsl við landið, landslagið, eru mik- ilvægir þættir í verkum Shakespeares og einnig mikilvægir þættir í ykkar samfélagi. Í leikritum hans hrífst ég sérstaklega af því sem er hrjúft, beinskeytt, kynþokkafullt, fallegt, tilfinningalega hrátt.“ Blóð og meira blóð Björn Thors leikur aðalhlutverkið í sýningunni, hinn morðóða Macbeth sjálfan. John Steinbeck var bandarískur rithöf- undur, uppi frá 1902 til 1968. Hann fékk Nóbelsverðlaunin árið 1962 og eru þekktustu verk hans The Grapes of Wrath, East of Eden og síðan Of Mice and men. Hann fjallar mikið um krepp- una í bókum sínum enda upplifði hann hana á eigin skinni. Steinbeck sagði að Of Mice of Men, sem segir frá George og Lennie, væri byggð á sönnum atburðum og að hann hefði kynnst öllum þeim per- sónum sem koma fram í verkinu í reynd. George og Lennie eru farandverka- menn sem flakka saman á milli vinnu- staða. Annar er risavaxinn og barnslegur, hinn smávaxinn en lífsreyndur. Þeir vinna til að lifa af og þrauka en deila saman fjar- lægum draumi um betra líf. Það er draumurinn um eigin jörð þar sem Len- nie fær að halda kanínur í friði og ró og George getur ræktað jörðina. Þeir hefja vinnu á nýjum stað og skyndilega er draumurinn innan seilingar. Verkið Of Mice and Men er eitt af helstu meistaraverkum bandarískra bók- mennta og birtist hér í nýrri sviðsetn- ingu. Þessi saga frá krepputímum þriðja áratugarins er löngu orðin sígild. Í henni Að reyna að skilja mann- skepnuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.