Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 37
30.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
Starfsmenn Glugga og Garðhúsa hf. óska
landsmönnum gleðilegra jóla
og farsældar á nýju ári
og þakka fyrir viðskiptin á því liðna.
www.solskalar.is
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Gleðileg
Jól
F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð
Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is
Starfsmenn Rafvers óska
viðskiptavinum sínum gleðilegra
jóla og farsælt komandi ár.
Þökkum fyrir viðskiptin á
árinu sem er að líða
Það eru alltaf stórfréttir þegar Microsoft kynnir nýj-
ar útgáfur af Windows, en að þessu sinni hvarf
Windows 8 nánast í skuggann af fyrstu spjaldtölvu
fyrirtækisins, Microsoft Surface, sem var kynnt
um leið og Windows 8. Hönnun á henni er
framúrskarandi, snertiskjárinn góður,
10,81" 16:9, upplausnin 1920 x
1080 dílar, þráðlausa netið
þrusugott, boddíið úr
magnesíumblöndu og lokið
á henni er líka lyklaborð. Vélin er
27,5 cm á breidd, 17,2 á hæð og 0,9 cm á
þykkt og 680 g að þyngd.
Fyrsta gerð Surface keyrði sérstaka útgáfu af Wind-
ows 8, Windows RT, þó Office-pakkinn fylgi; Word,
PowerPoint, Excel og OneNote. Gagnlegt líka að á
henni er rauf fyrir microSD kort, USB-tengi og micro-
HDMI-tengi. Ný gerð Surface sem kynnt verður í
næsta mánuði keyrir Windows 8 eins og hvaða far-
tölvu sem er og þar með allan þann grúa sem til er af
Windows-hugbúnaði. Það má segja að ekki sé fullreynt
með Surface eins og er, hún seldist vel en sló engin
met og kannski ekki samkeppnisfær fyrr en nýjan út-
gáfan kemur út í janúar. Hugsanlega verður Microsoft
Surface með græjum ársins 2013 ef vel tekst til.
Microsoft Surface
Það er mín reynsla að þeir sem hrifnir eru af iPad
verða stórhrifnir þegar þeir komast yfir iPad Mini.
Kemur ekki á óvart að svo mikil eftirspurn er eftir
græjunni um allan heim að Apple er langt á eftir
með framleiðsluna.
Eins og nafnið ber með sér er iPad Mini minni
gerð af iPad, 20 x 13,5 x 0,7 cm samanborið við 24 x
18,6 x 0,9 cm og umtalsvert léttari. Skjárinn er 7,9"
en á stóru systur er hann 9,7". Þó iPad Mini sé minni
er hægt að gera í honum allt það sem maður er vanur
að gera í stóra iPadinum, en hann fer miklu betur í
hendi, hægt að halda á honum í einni hendi til að mynda,
og frábær kostur sem lestölva, sem margir spá í nú um
stundir. Hún dugir ekki síður til að horfa á vídeó, vafra
um vefinn, uppfæra statusa á Facebook eða skrifa tölvu-
póst. Það er galli á græjunni að skjárinn er ekki Retina-
skjá, en hlýtur að koma í næstu uppfærslu.
iPad Mini
Fá tæki vekja jafnan aðra eins athygli og nýjar gerðir af
iPhone. Svo var því og farið með iPhone 5, sem sló sölumet:
Þrjá fyrstu dagana seldust af símanum fimm milljón eintök,
allt sem til var á lager. Kemur ekki á óvart því hann er lang-
besti sími sem Apple hefur sent frá sér, þynnri og léttari,
lengri og hraðvirkari og skjárinn er fantaflottur.
Hann er þó ekki fullkominn, vandamál með myndavélina (ef
sterkur ljósgjafi er í jaðri myndrammans kemur fjólublár
bjarmi inn á myndina), snertiskjárinn á það til að koxa ef
strokið er hratt fram og til baka á honum og hugbúnaðar-
uppfærsla getur dregið úr rafhlöðuendingu. Að því sögðu
kvarta menn helst yfir því að síminn sé ekki nógu bylting-
arkenndur, svo góðu eru þeir vanir af Apple.
iPhone 5