Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2012
Heilsa og hreyfing
„Við hentum tölvupóstum á milli
okkar og ég spurði hana hvað
markmið hún setti sér. Hún sendi
mér myndband af manni með
mænuskaða sem gerði upphífingar
og hún vildi geta gert það líka. Ég sá
auðvitað á þessu myndbandi að
þetta var möguleiki en þessi maður
var í miklu betra formi en hún og
mænuskaðinn var líka neðar á hon-
um þannig að hann hafði úr meiri
vöðvamassa til að spila úr. Ég var
því ekkert rosalega vongóður á að
hún gæti tekið upphífingar í byrjun
en ég var auðvitað ekkert að segja
henni það,“ sagði Fannar Karvel
einkaþjálfari Örnu Sigríðar Al-
bertsdóttur um upphaf samskipta
þeirra. Efasemdir Fannars í upphafi
voru fljótlega reknar ofan í hann en
núna getur Arna Sigríður bæði gert
upphífingar í stólnum og án hans.
Fannar starfaði sem einkaþjálfari í
10 ár í Sporthúsinu en rekur nú
sína eigin æfingastöð, Röskvu, í
leikfimishúsinu í Digranesi. Fannar
segir að hann hafi aldrei séð eftir
því að taka að sér að þjálfa Örnu
Sigríði þetta eina og hálfa ár sem
þau hafa starfað saman. „Hún hefur
kennt mér svo miklu meira en ég
henni. Hún leggur fyrir mig sínar
áskorarnir og ég set þær í pakka
fyrir hana. Hún vildi frá byrjun geta
gert upphífingar og seinna hjóla
maraþon og ég reyni að finna
lausnir fyrir hana. Arna Sigríður er
svo margoft búin að sýna það og
sanna að það er ekki til neitt sem
er ekki hægt.“ Arna Sigríður útveg-
aði Fannari eitt sinn auka hjólastól
og þau tóku stólaæfingu saman. „Ég
sá það fljótt að hún er miklu sterk-
ari en ég nokkurn tímann í stóln-
um. Einu sinni var biluð hjólastóla-
lyftan í Sporthúsinu þar sem ég var
að vinna og ég í góðmennsku minni
var búinn að finna einn til að hjálpa
mér að halda á henni niður í stóln-
um. Það þurfti ekkert að hjálpa
henni og hún skellti sér bara niður
sjálf. Það eru ekki til neinar óyf-
irstíganlegar hindranir í hennar
huga. Hún heldur alltaf áfram.“
Fannar Karvel leitar eftir hug-
myndum að æfingum af hinum
ýmsu myndböndum og býr til æf-
ingar sem hann myndi vilja gera
sjálfur. „Nokkrar æfingar hafa farið
í það eitt að mistakast og þá er það
bara fullreynt. Ég reyni að gera allar
æfingar sem ég mögulega get með
henni.“ Arna Sigríður er ekki eini
einstaklingurinn með mænuskaða
sem Fannar hefur þjálfað en Kristín
Sigurðardóttir vinkona hennar var
einnig í þjálfun hjá honum og nú
hefur hann tekið að sér að setja
upp æfingaskipulag fyrir vin Örnu
Sigríðar sem er búsettur í Svíþjóð.
„Það gæti nú þróast þannig að það
verð mín sérgrein að þjálfa ein-
staklinga með mænuskaða,“ sagði
Fannar Karvel.
Ekkert til sem ekki er hægt
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fannar Karvel segir ekki
ólíklegt að hann eigi eftir
að sérhæfa sig í að þjálfa
fólk með mænuskaða.
É
g byrjaði að æfa skíði þegar
ég var átta ára og æfði fót-
bolta á sumrin. Íþróttir og
útivist hafa alltaf verið
helsta áhugamálið mitt,“ segir
Arna Sigríður Albertsdóttir sem
tók meðvitaða ákvörðun fyrir ári
síðan um að leggja alfarið áherslu
á líkamlega uppbyggingu. Þegar
Arna Sigríður var aðeins 16 ára
gömul var hún í æfingaferð með
Skíðafélagi Ísafjarðar í Geilo í
Noregi. Hún var í hópi með æf-
ingafélögunum og þjálfurum sem
hafa það að leiðarljósi að byggja
upp framtíð ungmenna sinna. Í
þessari ferð, sem átti að vera
skemmtun ein, þann 30. desember
árið 2006, snerist veröld Örnu Sig-
ríðar við. „Ég man eftir byrjun
dagsins en síðan man ég voðalega
lítið. Mér hefur verið sagt að ég
hafi dottið og runnið á tré. Ég var
flutt með þyrlu á næsta sjúkrahús
en þar var ekki hægt að taka á
móti svo alvarlegu tilfelli þannig að
ég var flutt með sjúkrabíl til Osló.
Ég tók eftir því að ég fann ekkert
fyrir neðan brjóst en ég vissi samt
ekkert hvað það þýddi í fyrstu. Það
var auðvitað geðveikt ógnvekjandi
en ég skildi ekki alvarleikann
strax.“
Sjokkið kom hægt og bítandi
Arna Sigríður dvaldi á sjúkrahúsi í
viku úti í Noregi og síðan var flog-
ið með sjúkraflugi til Íslands. Hún
segir aldur sinn hafa eflaust átt
stóran þátt í því hversu varlega
fólk nálgaðist hana. „Þegar fólk er
með mænuskaða er því sagt að
endanlegur skaði komi ekki í ljós
fyrr en eftir átta mánuði. Það get-
ur alltaf verið að mænan sé bara
bólgin og bólgan gangi til baka og
maður fái aftur tilfinninguna og-
máttinn. Þegar ég slasaðist þá var
hryggurinn brotinn og það þurfti
að spengja hann. Þá notuðu lækn-
arnir tækifærið í aðgerðinni og
skoðuðu mænuna og þeir sáu alveg
að þetta leit ekkert vel út. Ég náði
þessu samt ekkert strax. Þetta var
svo óraunverulegt. Maður heldur
alltaf að það komi ekkert fyrir
mann. Sjokkið kom svona hægt og
bítandi,“ segir Arna Sigríður þegar
hún rifjar upp fyrstu dagana eftir
slysið. Hún var fljótlega send á
Grensás og var þar í endurhæfingu
í átta mánuði. „Ég þurfti að læra
allt upp á nýtt eins og til dæmis að
klæða mig. Fyrir mig var erfiðast
að læra að setjast upp aftur af því
að ég gat ekki lengur stjórnað
magavöðvunum.“ Eftir dvölina á
Grensás fór Arna Sigríður aftur til
Ísafjarðar og var þar í reglubund-
inni sjúkraþjálfun. Eftir að hún
varð tvítug flutti hún suður og
ákvað að fara í einkaþjálfun. „Ég
var vön að vera í miklum æfingum
á skíðunum. Æfingarnar í sjúkra-
þjálfuninni reyndust mér mjög vel
og gera enn. Þær æfingar eru
samt aldrei eins miklar og erfiðar
og æfingarnar sem ég var í áður
þegar ég var að æfa skíði. Ég tók
mér alveg pásu frá skólanum og
ákvað að leggja alla áherslu á æf-
ingarnar og einkaþjálfunina. Ég er
mjög sátt við það núna en æfing-
arnar hafa gert meira fyrir mig en
ég átti von á.“
Upphífingar gott viðmið
til að sjá framfarir
Arna Sigríður hafði verið með
mjög lágan blóðþrýsting en hún
segir það algengt meðal fólks með
mænuskaða þar sem óvirkir vöðv-
arnir geta ekki hjálpað til við að
dæla blóði. „Mig svimaði mjög oft
og þurfti oft að leggja mig. En svo
þegar maður er á æfingum og nær
púlsinum upp þá hjálpar það blóð-
þrýstingnum mjög mikið.“ Arna
Sigríður hefur notið leiðsagnar
Fannars Karvels íþróttafræðings
sem hefur hjálpað fleirum með
mænuskaða. „Fannar hefur svo
mikinn áhuga og er alltaf til í að
prófa eitthvað nýtt og finna fjöl-
breyttar æfingar. Það er ekkert
mál að detta í eitthvað einhæft af
því að ég get bara notað hend-
urnar.“ Það eru ekki margir sem
fara létt með upphífingar og hvað
þá einstaklingar í hjólastólum.
Arna Sigríður fer samt sem áður
létt með að gera nokkrar í röð.
„Þetta er æfing sem ég sá á netinu
og langaði til að prófa. Ég er samt
ekki viss um að Fannar hafi haldið
að ég gæti þetta. Mér finnst fínt að
nota þessa æfingu sem viðmið og
sjá framfarir. Ég nota náttúrulega
hendurnar og axlirnar mikið og er
auðvitað með sterkari vöðva en
flestir á því svæði en á móti kemur
að ég get ekkert notað magavöðv-
ana eða hliðarvöðvana og bakvöðv-
ana. En þetta er bara gaman.“
Ætlaði aldrei að
prófa mónóskíði
Arna Sigríður er í einkaþjálfun hjá
Fannari þrisvar í viku en að auki
er hún í hjólastólahandbolta tvisvar
í viku, hjólastólakörfubolta tvisvar í
viku, hjólar þegar hún getur,
ásamt því að fara eins mikið á skíði
og mögulegt er. Þegar Arna Sig-
ríður er innt eftir því hvort hún
hafi ekki verið bitur út í fjallið
fyrst þegar hún fór á skíði segir
hún að sér hafi einfaldlega þótt
gaman að vera komin aftur upp í
fjall. Arna Sigríður hefur stundað
skíðamennskuna með Kristínu Sig-
urðardóttur vinkonu sinni sem lenti
í bílslysi fyrir nokkrum árum. Árið
„Hef það fínt en þetta er
samt hellings vesen“
ARNA SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR LENTI Í SKÍÐASLYSI Í NOREGI ÁRIÐ 2006, ÞÁ AÐEINS 16 ÁRA GÖMUL. HÚN SKADD-
AÐIST Á MÆNU OG MISSTI MÁTTINN FYRIR NEÐAN BRJÓST. NÚ SEX ÁRUM SEINNA STUNDAR HÚN ÝMSAR ÍÞRÓTTIR
OG VARLA LÍÐUR SÁ DAGUR SEM HÚN FER EKKI Á ÆFINGU.
Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is
Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
Arna Sigríður er í
einkaþjálfun þrisvar í
viku, hjólastólahand-
bolta tvisvar í viku,
hjólastólakörfubolta
tvisvar í viku ásamt
því að hjóla þegar hún
getur og skella sér á
skíði þess á milli.
„Maður heldur alltaf að það komi
ekkert fyrir mann,“ sagði Arna
Sigríður sem var aðeins 16 ára
gömul þegar hún varð fyrir
mænuskaða og missti mátt fyrir
neðan brjóst.