Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 51
30.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 rnar um árið 2013? Alls kyns tækifæri blasa við krabbanum á árinu sem nú fer í hönd og hann verður meira en til í að baða sig í sviðsljósinu. Sjálfstraust krabbans verður með mesta móti og hann finnur til meiri bjartsýni gagn- vart framtíðinni en gerst hefur í háa herrans tíð. Sársauki og missir liðins árs munu heyra sögunni til. Ekki er ósennilegt að krabbinn hafi þurft að horfast í augu við djúpstæðan ótta á árinu sem er að líða og fást við alls kyns fjölskyldumál. Það var að sjálfsögðu erfitt en færði krabbanum mikinn innri styrk í kjölfarið. Nú er sá tími liðinn og við blasir ást, rómantík og sköpunargleði. Á næstunni er krabbanum ætlað að nota tímann til þess að uppfylla sínar innstu hjartans þrár og gefa sér tíma fyrir allt það sem hann hefur yndi af. Þannig verður lífið miklu ánægjulegra en það hefur verið um langt skeið. Depurðin verður sem betur fer senn á undanhaldi. Hvað ástamálin varðar virðast miklar ástríður í spilunum inn- an tíðar, eða allt það sem krabbinn hefur látið sig dreyma um síðastliðin tvö ár eða svo. Á sama tíma þráir krabbinn meira öryggi tilfinningalega en nokkru sinni. Þess vegna verður hann að gæta þess að treysta engum fyrir hjarta sínu nema þeim sem hægt er að stóla á. 21. JÚNÍ – 22. JÚLÍ Krabbi Nýtt ár ber með sér mikið umbreytingaskeið hjá ljóninu, framundan eru eins konar hamskipti. Það mun útheimta talsvert mikla sjálfsskoðun og gaumgæfilega yfirferð á gamalgrónu hegðunar- mynstri en slík fyrirhöfn mun á endanum borga sig. Ljónið er í þann mund að uppgötva hversu kraftmikið það er og sterkt og fljótt að ná sér á strik aftur. Fjölskyldumál og sálræn mynstur sem ljónið fékk í arf frá foreldrum sínum munu koma upp á yfirborðið á nýju ári og gera það sér betur meðvitandi um neikvæða vana, sem um leið verður auðveldara að vinna bug á. Ljóninu er ætlað að vakna og endurfæðast á árinu sem nú fer í hönd. Lánið mun leika við ljónið í félagslífinu og gera því kleift að halda áfram að vera stórhuga, fram á mitt ár. Ljónið hefur sem betur fer orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast frábæru fólki á árinu sem er að líða, sem hefur hjálpað því til þess að ná tak- marki sínu. Síðari hluta nýja ársins væri betra að það drægi sig örlítið í hlé og notaði tímann til þess að láta sig dreyma og gera áætlanir því í upphafi þar næsta árs mun ljónið enn einu sinni venda sínu kvæði í kross. Ljónið mun finna til mikillar þarfar fyrir að festa ráð sitt á nýju ári. 23. JÚLÍ – 22. ÁGÚST Ljón Miklar breytingar eru í vændum hjá meyjunni á nýju ári, ekki síst á hugarfari hennar. Samskipti og nýjar námsleiðir munu gegna mikilvægu hlutverki og sú meyja sem tekur til við að tala opinberlega eða fást við kennslu eða skriftir á nýja árinu verður eflaust hissa á því hversu mikill máttur mun felast í orðum hennar. Leitin að aukinni þekkingu verður í fyrirrúmi og meyjan mun finna sig knúna til þess að bæta við þekkingu sína og lappa upp á ferilskrána. Á vinnusviðinu bíður annaðhvort viðurkenning eða ýmis fyrirheit, ekki síst fyrri hluta ársins. Síðari hluta ársins mun meyjan væntanlega hafa meiri áhuga á því að blanda geði og kynnast nýju fólki en að koma afrakstri erfiðis síns á framfæri. Meyjan kynnist hugsanlega ástríðufullu og stórbrotnu fólki á nýju ári sem verður hluti af lífi hennar í framtíð- inni. Samskipti við systkini eða nána ættingja gætu reynst streituvaldandi og þá ríður á að meyjan temji sér að setja öðrum mörk. Það á reyndar við á fleiri sviðum, svo meyjan ofgeri sér ekki. Fram- undan er mikið annríki og meyjan verður umkringd fleira fólki en hún kemst yfir að umgangast. Hún getur verið einræn að eðlisfari og þarf því að passa að draga sig stundum í hlé. 23. ÁGÚST – 22. SEPTEMBER Meyja Eins konar endurfæðing er í vændum hjá voginni á árinu sem nú fer í hönd, enda hefur hún fengið sinn skerf af lexíum hvað varðar ástamál og skuldbindingar að undanförnu. Nú fær vogin tækifæri til þess að sýna hvað hún hefur lært af reynslunni með því að fylgja hinni sönnu köllun sinni og ástríðum. Vogin verður reiðubúin til þess að kafa eins djúpt og nauðsynlegt er til þess að skapa eitt- hvað varanlegt. Hún sættir sig ekki við annað en sannleikann og hafnar öllu sem ekki hefur djúp- stæða merkingu. Vogin mun gefa fjármálum sínum meiri gaum en áður og taka til við að gera fjár- hagsáætlun sem gerir henni kleift að auka tekjur sínar án þess að slíta sér út. Nú er rétti tíminn til þess að grynnka á skuldum eins og kostur er svo hún hafi eitthvað aukreitis þegar breytingar gera vart við sig. Vogin mun leggja sig fram við að losna út úr samskiptamynstri sem einkennist af með- virkni. Hún hefur lært að meta heilindi og sjálfstæði í samskiptum við aðra og mun ekki lengur falla í þá gryfju að vera of indæl. Núna veit vogin hversu áríðandi það er að setja mörk í samskiptum og gangast undir skuldbindingar án þess að hika. Háttvísi hennar og þokki falla þó aldrei úr gildi. 23. SEPTEMBER – 22. OKTÓBER Vog Árið sem nú fer í hönd er sérstaklega merkt sporðdrekanum, ef svo má að orði komast. Talan 13 táknar meðal annars endalok og í hans tilfelli á það við endalok alls í fari sporðdrekans og í lífi hans sem ekki lengur þjónar tilgangi sínum. Ný dögun og endurfæðing er hins vegar ævinlega á næsta leiti. Umbreyting, hamskipti, ástríður og kynhlutverk eru lykilorð nýs árs og sporðdrekinn fær tækifæri til þess að rífa niður og byggja upp frá grunni. Nú er kominn tími til þess að svipta hulunni af útsjónarsemi sinni og losa sig við sálrænan farangur sem hefur verið til trafala. Þær breytingar og sú þróun sem er að verða á lífi sporðdrekans mun eiga sér stað á ógnarhraða og hvirfilvindurinn sem hófst seint á árinu sem er að líða er engan veginn genginn niður. Ekki er ólíklegt að sporðdrek- inn skipti um vinnu, flytji búferlum, hefji nýtt ástarsamband, slíti gömlu sambandi eða að kaflaskipti verði í lífi hans á næstunni. Hann getur að minnsta kosti búist við að allt sem hann beinir orku sinni að á þessu ári verði að einhverju varanlegu og fallegu. Árið framundan gæti hæglega orðið eitt and- legasta og mest spennandi ár sem sporðdrekinn hefur upplifað í háa herrans tíð. 23. OKTÓBER – 21. NÓVEMBER Sporðdreki Hafi bogmanninn einhvern tímann langað til þess að taka sér langt frí mun sú löngun svo sann- arlega gera vart við sig af meira krafti en nokkru sinni árið 2013. Bogmaðurinn hefur kannski lát- ið sig dreyma um að hvíla sig á lífsgæðakapphlaupinu og annríkinu að undanförnu. Hvernig ætli það væri annars að upplifa algera friðsæld, umkringdur náttúrunni eða bara búa á dýru hóteli með 24 tíma herbergisþjónustu um tíma? Bogmaðurinn heldur áfram að hafa heppnina með sér í gegnum samvinnu við aðra og náin sambönd njóta enn fremur blessunar. Ef bogmaðurinn er í langtímasambandi á hann í vændum eftirminnileg tímamót fyrri hluta ársins. Einhleypi bogmað- urinn fær hugsanlega stórkostlegt tækifæri og kemst loks í kynni við einhvern sem hann getur litið upp til. Hvernig sem högum hans er háttað verður bogmaðurinn að minnsta kosti ekki ein- mana á nýja árinu. Bogmaðurinn verður einstaklega úrræðagóður og enn sáttari við breytingar en áður og þá á hann að nota tækifærið og sleppa takinu af öllu því sem ekki lengur þjónar hans háleitasta markmiði. Honum gæti tæmst arfur alveg óvænt og þá væri ráð að losa sig við skuldir. 22. NÓVEMBER – 21. DESEMBER Bogmaður – FULLT HÚS ÆVINTÝRA GLEÐILEGT HLÝTT ÁR Ellingsen óskar viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegs árs með þökkum fyrir viðskiptin á liðnum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.