Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 27
Í kringum
diskana var
notaður silf-
urborði úr
IKEA og
fjaðrir.
Fyrirmyndar forréttardiskur.
Heimili Theodóru er í Hlíða-
hverfinu. Síðasta máltíð ársins
er snædd hjá tengdafjölskyldu
Thedóru en ekki er hefð fyrir
því að fara út á lífið heldur er
dvalið heima við.
* Til að útbúa áramótaborð í anda Theodóru Mjallar er sniðugt að leita í
jólaskreytingarnar og nýta fjaðrir, silfurskraut og annað sem gefur bjarma og
létt yfirbragð.
* Theodóra vildi hafa borðið í léttum anda og því mætti nota bjarta liti eins
og hér eru notaðir, ljósbláan, bleikan, gulan og eldrauðan en forðast þyngri
tóna eins og gyllta og dökkgræna og dekkri bláa tóna. Þá er það sniðug hug-
mynd að gera eins og húsfreyjan gerði; nota búta úr öðrum skreytingum og
klippa í sundur það sem er orðið illa farið eða ljótt og ekki má gleyma
pakkaskrautinu, gjafaborðum og öðru slíku eins og Theodóra notaði á fætur
vínglasa og til að binda í kringum sælgætisskálar.
* Sælgæti getur raunar verið afar fallegt skraut eins og hér sést sem og litlar
kökur sem bera má fram með fordrykknum.
* Að lokum eru lesendur hvattir til að nýta sér netið eins og Theodóra
Mjöll gerði. Prenta út skemmtileg mynstur, myndir, jafnvel myndir af eftirlæt-
ispersónum ársins og skreyta diska og glös með. Þetta er kvöldið til að
sleppa fram af sér beislinu – líka hvað skreytingar varðar.
Theodóra Mjöll er dugleg að klippa tilbúnar skreytingar niður og nota ýmsa hluta
þeirra sér. Þessi fallegi „steinn“ er úr skreytingu sem var keypt í Garðheimum.
Bleikir gjafaborðar
úr Söstrene Grene
voru bundnir um
fætur vínglasanna.
30.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
smáratorgi 522 7860 • korputorgi 522 7870 • glerártorgi 522 7880
3.490
ver-d frá
Knöll
luktir
6/10 í pk
-500/0-50
0/0
Nú 595
Áður 1.190
diskamotta1.290