Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 56
BÓK VIKUNNAR Það er upplagt að byrja nýtt ár með dagatalsbókinni Konur eiga orðið 2013. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Þessi bókajól eru fyrst og fremst skáld-sagnajól því flestir af okkar helstuskáldsagnahöfundum senda frá sér bækur. Þessar skáldsögur eiga það flestar sammerkt að vera prýðilegar og nokkrar framúrskarandi. Áberandi er að höfundarnir halda sig nær allir á kunnuglegum slóðum, og skal það ekki notað gegn þeim. Þeir vinna vel. Lesendur ættu að vera öruggir með gæð- in og fá sinn Gyrði, sinn Pétur, sína Stein- unni og svo framvegis og ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum. Í lok bókaársins er venja að spyrja: Hvað er best? Þetta árið er margt ansi gott en þegar kemur að því að dæma fer svo að nokkrar bækur þykja standa upp úr. Þetta árið eru það Gyrðir og Suðurglugginn, Gerður Kristný og Strandir og hin einkar fallega ævisaga Nonna. Svo er engin ástæða til að gleyma sér í snobbi og horfa framhjá spennusögunum. Þeir sem vilja hrollvekjandi spennu hljóta að lesa Húsið eftir Stefán Mána og aðdáendur Arnaldar geta gengið að sínum manni vísum. Þetta eru óhemjumikil skáldsagnajól og gleðilegt að sjá skáldsögur á metsölulistum, þótt skáldsögur mættu eiga þar enn meiri hljómgrunn. En skáldsögurnar eru margar og maður sárvorkennir höfundunum að þurfa að standa í innbyrðis harðri samkeppni. Les- endur eru heldur ekki öfundsverðir af því að verða að gera upp á milli allra þessara góðu skáldsagna því varla komast þeir yfir að lesa þær allar. Ævisögurnar eru ekki eins fyr- irferðarmiklar en eru þarna samt. Svo eru ljóðabækur, fræðibækur og barnabækur og mikill fjöldi þýddra verka. Þarna þarf að velja á milli, sem er ekki auðvelt. Og að velja Orðanna hljóðan HVAÐ ER BEST? Fólk streymir í bókabúðir fyrir jól því bækur eru vinsælar til jólagjafa og verða vonandi áfram. BÓKSALA 2012 Listinn er byggður á upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar Metsölulisti 16.-23. des. 1 Gísli á UppsölumIngibjörg Reynisdóttir 2 KuldiYrsa Sigurðardóttir 3 ReykjavíkurnæturArnaldur Indriðason 4 HáriðTheodóra Mjöll 5 ÓsjálfráttAuður Jónsdóttir 6 HúsiðStefán Máni 7 UndantekninginAuður Ava Ólafsdóttir 8 ÚtkallÓttar Sveinsson 9 EllyMargrét Blöndal 10 LimrubókinPétur Blöndal Uppsafnað 1. jan.-23. des. 1 Gísli á UppsölumIngibjörg Reynisdóttir 2 ReykjavíkurnæturArnaldur Indriðason 3 KuldiYrsa Sigurðardóttir 4 HáriðTheodóra Mjöll 5 Grillréttir HagkaupsHrefna Rósa Sætran 6 Heilsuréttir fjölskyldunnarBerglind Sigmarsdóttir 7 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 8 Fimmtíu gráir skuggarE.l. Jones 9 ÓsjálfráttAuður Jónsdóttir 10 HúsiðStefán Máni 11 ÚtkallÓttar Sveinsson 12 UndantekninginAuður Ava Ólafsdóttir 13 Heilsuréttir HagkaupsSólveig Eiríksdóttir 14 EllyMargrét Blöndal 15 Aukaspyrna á AkureyriGunnar Helgason 16 Stóra Disney heimilisréttabókinDisney 17 Eldar kviknaSuzanne Collins 18 HungurleikarnirSuzanne Collins 19 LimrubókinPétur Blöndal 20 KantataKristín Marja Baldursdóttir ÞAÐ BESTA Á ÁRINU 10 bestu íslensku bækurnar ÞAÐ ER EKKI LÉTT VERK AÐ VELJA 10 BESTU ÍSLENSKU BÆKUR ÁRINS, EN ÞAÐ ER SAMT REYNT. HÉR ERU SKÁLDSÖGUR, ÆVISÖGUR OG LJÓÐABÆKUR. Enginn ætti að verða fyrir vonbrigðum með ævisögu Nonna eftir Gunnar F. Guðmunds- son. Höf- undur hefur skilað frábæru verki og dregur upp lifandi og samúðarfulla mynd af Nonna. Ævisaga ársins Aðdáendur Einars Más Guðmundssonar þurfa ekki að kvarta því nýjasta skáldsaga hans, Íslensk- ir kóngar, einkennist af stórskemmtilegum per- sónum og miklu fjöri. Þjóðfélagsádeilan hittir svo í mark. Eins og fyrri daginn er bókin afar vel stíl- uð. Fjörugur Einar Már Gyrðir Elías- son er höf- undur á heims- mælikvarða og skáldsaga hans Suð- urglugginn er besta skáldsaga ársins. Frábær- lega stílað, djúphugsað og um leið fyndið verk. Besta skáld- saga ársins Grimmileg ör- lög Veru Hertzsch og kvenna í sov- éska Gúlaginu eru umfjöll- unarefni Jóns Ólafssonar í Appelsínur frá Abkasíu. Þetta er vel skrifuð og vandlega unn- in bók, afar áhrifamikil. Sönn og áhrifa- mikil saga Gerður Kristný gleður ljóðaunn- endur í ein- staklega minn- isstæðri ljóðabók, Strandir. Þar eru meitluð, merkingarrík og áhrifamikil ljóð sem hljóta að framkalla hrifningu. Besta ljóðabók ársins Auður Ava Ólafsdóttir sýnir í Und- antekningunni að hún er í hópi athygl- isverðustu rit- höfunda okk- ar. Undantekningin er fallega skrifuð skáldsaga með fáguðum húmor. Falleg Auður Ava Textasafn Megasar er með metnaðarfyllri út- gáfum þessa árs. Aðdáendur listamannsins hljóta að gleðjast því hér hafa þeir alla texta hans frá árunum 1966-2011, sem eru fullir frumleika, djörfungar og mátulegrar ósvífni. Tvímælalaust ein af bókum ársins. Frumlegur Megas Bók Auðar Jónsdóttur, Ósjálfrátt, er vel skrifuð og skemmtileg aflestrar. Persónur eru litríkar, þá sérstaklega kvenpersónurnar, sem taka öll völd í sögunni. Þótt sagan sé sögð vera skáld- saga er ljóst að hér er á ferð þroskasaga Auðar og lýsing á því hvernig hún varð skáld. Ákveðin gamansemi er ríkjandi í verkinu en þar er einnig undirliggjandi sár harmur, enda fléttast inn í verkið sögur af slysum, dauða og þjáningum þeirra sem lifa af. Þetta er örugglega persónulegasta skáldsaga Auðar. Sterkar konur Stefán Máni skrifaði hroll- vekju ársins og skapaði ill- menni ársins með Húsinu. Á tæplega 600 síðum gefur Stefán Máni hvergi eftir og skelfir lesandann. Spennusaga ársins. Spennusaga ársins Sjóræninginn eftir Jón Gnarr er bók sem skiptir máli. Hann segir frá erfiðum unglingsárum og lýsir hrottalegu einelti og einsemd. Frásögnin einkennist af einlægni og er full af sársauka, en þar sem Jón Gnarr á í hlut er einnig rými fyrir húmor. Þetta er með merkilegri bókum sem kom út þetta árið. Hún ætti að vera á námskrá, svo brýnt erindi á hún við börn og unglinga. Bókin er vel skrifuð og mjög áhrifamikil. Hún á skilið að fá mikla athygli enda er hún mikilvægt innlegg í umræðu um einelti. Ótvírætt ein af bókum ársins. Mikilvæg bók frá Jóni Gnarr 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.