Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2012
Leiksýningar ársins
BESTU LEIKSÝNINGAR ÁRSINS EIGA ÞAÐ SAMEIGINLEGT AÐ FJALLA UM AL-
VARLEG MÁLEFNI SEM BJÓÐA UPP Á TALSVERÐ ÁTÖK. SIGURÐUR G.
VALGEIRSSON VALDI BESTU SÝNINGARNAR SEM HANN SÁ Í STÓRU
LEIKHÚSUNUM TVEIMUR. ÞESS BER AÐ GETA AÐ BLAÐIÐ VAR FARIÐ Í
PRENTUN ÁÐUR EN KOM AÐ FRUMSÝNINGU MÚSA OG MANNA.
„Eitt af því sem gerir verkið Rautt heillandi er sannfærandi innsýn inn í vinnuheim listamanns.“
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Svar við bréfi Helgu í Borgarleikhúsinu bbbbn
eftir Bergsvein Birgisson. Leikgerð: Ólafur E. Egilsson.
Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir. Meðal leikara: Þröstur
Leó Gunnarsson og Ilmur Kristjánsdóttir.
„Svar við bréfi Helgu er leiksýning sem hægt er að mæla
með. Sagan er dregin upp þannig að athafnir (eða athafna-
leysi) persónanna og hvaða áhrif þær hafa á örlög þeirra
eru áhugavert umhugsunarefni.“
AÐ HRÖKKVA EÐA STÖKKVA
Rautt í Borgarleikhúsinu bbbbm
Eftir John Logan í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur.
Leikarar: Jóhann Sigurðarson og Hilmar Guðjónsson.
„… snjallt verk sem hægt er að rýna í á marga vegu.
Uppfærsla þess … er á allan hátt afar vel heppnuð. Ástæða
er til að þakka aðstandendum og leikstjóranum … fyrir eft-
irminnilega kvöldstund. … Jóhann Sigurðarson er tvímæla-
laust einn fremsti leikari okkar Íslendinga.“
HUGSAÐ AF ALEFLI
Jónsmessunótt í Þjóðleikhúsinu bbbbn
Eftir Hávar Sigurjónsson í leikstjórn Hörpu Arn-
ardóttur. Meðal leikara: Arnar Jónsson, Kristbjörg Kjeld,
Þorsteinn Bachmann og Edda Arnljótsdóttir.
„… að mörgu leyti prýðileg lýsing á Íslandi samtímans …
Verkið er … fyndið og samtöl góð en nokkuð skortir á frum-
leika. Afburðaleikur og traust leikstjórn nær að lyfta þessu
verki upp og gera það góðri kvöldskemmtun …“
SNJÖLL SVIÐSETNING OG AFBURÐALEIKUR
Eldhaf í Borgarleikhúsinu bbbbn
Eftir Wajdi Mouawad í leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar.
Meðal leikara: Unnur Ösp Stefánsdóttir, Guðjón Davíð
Karlsson og Lára Jóhanna Jónsdóttir.
„… spennandi og ágengt vek sem fjallar um mikilvægt
efni … maður gleymir sér algerlega þær tæpu þrjár
klukkustundir sem leikritið tekur í flutningi. Fyrir það eiga
leikstjóri og aðrir aðstandendur skilið lof.“
SPENNANDI VERK UM MIKILVÆGT EFNI
Dagleiðin langa í Þjóðleikhúsinu bbbbn
Eftir Eugene O’Neill í leikstjórn Þórhildar Þorleifs-
dóttur. Leikarar: Arnar Jónsson, Atli Rafn Sigurðarson,
Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Hilmir Snær Guðnason.
„Allir leikararnir standa sig frábærlega í þessari upp-
færslu. … Arnar Jónsson er mjög góður sem fjölskyldufað-
irinn … Verkið myndar sterka og samfellda heild eftir að
Þórhildur … er búin að stytta það um næstum helming.“
FLÆKJUR OG FÍKN
Myndlistarsýningar ársins
EINS OG UNDANFARIN ÁR VORU SETTAR UPP FJÖLBREYTILEGAR SÝN-
INGAR OG INNSETNINGAR Í SÖFNUM OG SÝNINGARSÖLUM VÍÐA UM
LAND. ANNA JÓA, MYNDLISTARRÝNIR MORGUNBLAÐSINS, SKRIFAÐI
UM ÚRVAL ÞESSARA SÝNINGA OG HEFUR VALIÐ ÞAÐ BESTA.
Starfsmenn Listasafns Reykjavíkur taka utan af einu verka Tápies á Kjarvalsstöðum. „Í verkum hans
birtist efnið sem magnað fyrirbæri,“ skrifaði Anna Jóa um sýningu katalónska meistarans.
Morgunblaðið/RAX
Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Antoni Tápies –
Mynd, líkami, tregi. bbbbb
„Sýningin var opnuð skömmu eftir andlát Tápies í febr-
úar og má segja að hún hafi fengið óvæntan merkingarauka
sem snemmbúið erfiljóð – en jafnframt er tilfinningin fyrir
nálægð listamannsins sterk … Í verkum hans birtist efnið
sem magnað fyrirbæri – eðlisþáttur alheimsorkunnar – og
jafnframt töfrandi ráðgáta.“
MÖGNUN EFNISINS
Listasafn Íslands: Rúrí – Yfirlitssýning
bbbbm
Farsæll ferill Rúríar (f. 1951) spannar hartnær fjóra ára-
tugi og á árinu var efnt til löngu tímabærrar yfirlitssýn-
ingar á verkum hennar í öllum sölum Listasafns Íslands.
„Hér er á ferðinni vönduð og úthugsuð sýning [...] með
þunga sem endurómar í senn ástríðuna í listsköpun Rúríar
og mikilvægi hennar í listrænu tilliti.“
REGNBOGI OG AÐRAR MÆLISTIKUR
Listasafn Íslands: Ólöf Nordal – Musée Islandique.
bbbbm
Á sýningunni svipaðist Ólöf um í eigin ættarsögu og í víð-
ara samhengi mannkynssögunnar. „Ljósmyndirnar af
safngripunum/gögnunum eru sýndar í dimmleitum sal þar
sem þær taka á sig blæ helgidómsins í safnrýminu, og laða
áhorfandann inn í margrætt samtal söknuðar, fegurðar og
óhugnaðar, hins gleymda og hins geymda.“
SAFNGRIPIR GANGA AFTUR
Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn:
Sæborgin: Kynjaverur og ókindur bbbbn
„Sæborgin: kynjaverur og ókindur“ er fjölbreytt og
skemmtileg sýning sem skartar mörgum góðum listaverk-
um, og nær þannig með ögrandi hætti að draga fram hin
óskýru mörk milli tækni og náttúru í alltumlykjandi sjón-
og tækniveruleika okkar.“
NÁTTÚRA VÉLVERUNNAR
Listasafnið á Akureyri: Kristinn E. Hrafnsson –
Misvísun/Variation bbbbm
„Ferðinni um sýninguna má líkja við lífsferðalagið þar
sem hver og einn leitast við að ná áttum og staðsetja sig …
Verk [Kristins] eru meitluð og búa yfir fagurfræðilegri og
efnislegri nærveru sem áhorfandinn heldur ávallt „jarð-
sambandi“ við, og um leið við staðsetningu í ákveðnu rými –
jafnvel þótt hugurinn sé á siglingu um geimsins höf.“
FYRIR TILSTILLI