Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2012 Leiksýningar ársins BESTU LEIKSÝNINGAR ÁRSINS EIGA ÞAÐ SAMEIGINLEGT AÐ FJALLA UM AL- VARLEG MÁLEFNI SEM BJÓÐA UPP Á TALSVERÐ ÁTÖK. SIGURÐUR G. VALGEIRSSON VALDI BESTU SÝNINGARNAR SEM HANN SÁ Í STÓRU LEIKHÚSUNUM TVEIMUR. ÞESS BER AÐ GETA AÐ BLAÐIÐ VAR FARIÐ Í PRENTUN ÁÐUR EN KOM AÐ FRUMSÝNINGU MÚSA OG MANNA. „Eitt af því sem gerir verkið Rautt heillandi er sannfærandi innsýn inn í vinnuheim listamanns.“ Ljósmynd/Grímur Bjarnason Svar við bréfi Helgu í Borgarleikhúsinu bbbbn eftir Bergsvein Birgisson. Leikgerð: Ólafur E. Egilsson. Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir. Meðal leikara: Þröstur Leó Gunnarsson og Ilmur Kristjánsdóttir. „Svar við bréfi Helgu er leiksýning sem hægt er að mæla með. Sagan er dregin upp þannig að athafnir (eða athafna- leysi) persónanna og hvaða áhrif þær hafa á örlög þeirra eru áhugavert umhugsunarefni.“ AÐ HRÖKKVA EÐA STÖKKVA Rautt í Borgarleikhúsinu bbbbm Eftir John Logan í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Leikarar: Jóhann Sigurðarson og Hilmar Guðjónsson. „… snjallt verk sem hægt er að rýna í á marga vegu. Uppfærsla þess … er á allan hátt afar vel heppnuð. Ástæða er til að þakka aðstandendum og leikstjóranum … fyrir eft- irminnilega kvöldstund. … Jóhann Sigurðarson er tvímæla- laust einn fremsti leikari okkar Íslendinga.“ HUGSAÐ AF ALEFLI Jónsmessunótt í Þjóðleikhúsinu bbbbn Eftir Hávar Sigurjónsson í leikstjórn Hörpu Arn- ardóttur. Meðal leikara: Arnar Jónsson, Kristbjörg Kjeld, Þorsteinn Bachmann og Edda Arnljótsdóttir. „… að mörgu leyti prýðileg lýsing á Íslandi samtímans … Verkið er … fyndið og samtöl góð en nokkuð skortir á frum- leika. Afburðaleikur og traust leikstjórn nær að lyfta þessu verki upp og gera það góðri kvöldskemmtun …“ SNJÖLL SVIÐSETNING OG AFBURÐALEIKUR Eldhaf í Borgarleikhúsinu bbbbn Eftir Wajdi Mouawad í leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar. Meðal leikara: Unnur Ösp Stefánsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson og Lára Jóhanna Jónsdóttir. „… spennandi og ágengt vek sem fjallar um mikilvægt efni … maður gleymir sér algerlega þær tæpu þrjár klukkustundir sem leikritið tekur í flutningi. Fyrir það eiga leikstjóri og aðrir aðstandendur skilið lof.“ SPENNANDI VERK UM MIKILVÆGT EFNI Dagleiðin langa í Þjóðleikhúsinu bbbbn Eftir Eugene O’Neill í leikstjórn Þórhildar Þorleifs- dóttur. Leikarar: Arnar Jónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Hilmir Snær Guðnason. „Allir leikararnir standa sig frábærlega í þessari upp- færslu. … Arnar Jónsson er mjög góður sem fjölskyldufað- irinn … Verkið myndar sterka og samfellda heild eftir að Þórhildur … er búin að stytta það um næstum helming.“ FLÆKJUR OG FÍKN Myndlistarsýningar ársins EINS OG UNDANFARIN ÁR VORU SETTAR UPP FJÖLBREYTILEGAR SÝN- INGAR OG INNSETNINGAR Í SÖFNUM OG SÝNINGARSÖLUM VÍÐA UM LAND. ANNA JÓA, MYNDLISTARRÝNIR MORGUNBLAÐSINS, SKRIFAÐI UM ÚRVAL ÞESSARA SÝNINGA OG HEFUR VALIÐ ÞAÐ BESTA. Starfsmenn Listasafns Reykjavíkur taka utan af einu verka Tápies á Kjarvalsstöðum. „Í verkum hans birtist efnið sem magnað fyrirbæri,“ skrifaði Anna Jóa um sýningu katalónska meistarans. Morgunblaðið/RAX Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Antoni Tápies – Mynd, líkami, tregi. bbbbb „Sýningin var opnuð skömmu eftir andlát Tápies í febr- úar og má segja að hún hafi fengið óvæntan merkingarauka sem snemmbúið erfiljóð – en jafnframt er tilfinningin fyrir nálægð listamannsins sterk … Í verkum hans birtist efnið sem magnað fyrirbæri – eðlisþáttur alheimsorkunnar – og jafnframt töfrandi ráðgáta.“ MÖGNUN EFNISINS Listasafn Íslands: Rúrí – Yfirlitssýning bbbbm Farsæll ferill Rúríar (f. 1951) spannar hartnær fjóra ára- tugi og á árinu var efnt til löngu tímabærrar yfirlitssýn- ingar á verkum hennar í öllum sölum Listasafns Íslands. „Hér er á ferðinni vönduð og úthugsuð sýning [...] með þunga sem endurómar í senn ástríðuna í listsköpun Rúríar og mikilvægi hennar í listrænu tilliti.“ REGNBOGI OG AÐRAR MÆLISTIKUR Listasafn Íslands: Ólöf Nordal – Musée Islandique. bbbbm Á sýningunni svipaðist Ólöf um í eigin ættarsögu og í víð- ara samhengi mannkynssögunnar. „Ljósmyndirnar af safngripunum/gögnunum eru sýndar í dimmleitum sal þar sem þær taka á sig blæ helgidómsins í safnrýminu, og laða áhorfandann inn í margrætt samtal söknuðar, fegurðar og óhugnaðar, hins gleymda og hins geymda.“ SAFNGRIPIR GANGA AFTUR Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn: Sæborgin: Kynjaverur og ókindur bbbbn „Sæborgin: kynjaverur og ókindur“ er fjölbreytt og skemmtileg sýning sem skartar mörgum góðum listaverk- um, og nær þannig með ögrandi hætti að draga fram hin óskýru mörk milli tækni og náttúru í alltumlykjandi sjón- og tækniveruleika okkar.“ NÁTTÚRA VÉLVERUNNAR Listasafnið á Akureyri: Kristinn E. Hrafnsson – Misvísun/Variation bbbbm „Ferðinni um sýninguna má líkja við lífsferðalagið þar sem hver og einn leitast við að ná áttum og staðsetja sig … Verk [Kristins] eru meitluð og búa yfir fagurfræðilegri og efnislegri nærveru sem áhorfandinn heldur ávallt „jarð- sambandi“ við, og um leið við staðsetningu í ákveðnu rými – jafnvel þótt hugurinn sé á siglingu um geimsins höf.“ FYRIR TILSTILLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.