Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 45
Samræmingarstarfsemin hefur opnað sendiráð
víða um heim, jafnvel þótt aragrúi sendiherra aðild-
arríkjanna sé þar fyrir. Þar er ríkisfáni sambandsins
á húni. Og að auki er gerð krafa um að við hlið þjóð-
fána sendiráða aðildarþjóða hangi einnig ríkisfáni
ESB, „starfsemi“ sem átti í upphafi aðeins að vera til
að samræma reglur svo viðskipti innan tollmúra gætu
gengi snurðulaust fyrir sig. Allt er markvisst gert til
að minna á að viðkomandi ríki sé í raun ekki fullvalda
lengur.
ESB hefur gert eitt fegursta tónverk sem um getur
að sínum þjóðsöng. Verið er að samræma yfirstjórn
utanríkismálanna, þótt það hafi gengið hægar en að
var stefnt. En þótt skrefin séu enn styttri í þeim efn-
um, en að var stefnt, er áfram mjakast þó.
Stofnaður hefur verið risavaxinn Seðlabanki Evr-
ópu, sem með vaxtastefnu sinni (og raunar vaxta-
stefnu Bandaríkjanna) lagði grunn að ósjálfbærri
efnahagsbólu, sem sprakk haustið 2008, þessum
tveimur risaseðlabönkum að óvörum. Sama má segja
um þá 70.000 starfmenn (lauslega áætlaðar tölur),
þar af eina 10.000 hagfræðinga, sem starfa í seðla-
bönkum einstakra ESB-landa og sem litið er á sem
ómerkileg útibú, sem sinni margvíslegum snúningum
fyrir móðurbankann í Frankfurt.
Sameiginlegur her er í undirbúningi.
Vefst veruleikinn fyrir einhverjum?
Forseti, þing, þjóðfáni, sendiráð, æðsti dómstóll,
þjóðsöngur, utanríkismálastjóri, her, Seðlabanki,
sameiginleg mynt, framkvæmdastjórn, sem semur
meira en helming allra lagafrumvarpa sem lögð eru
fyrir viðkomandi héraðsþing (þjóðþing landanna) til
óbreyttrar afgreiðslu, svo fátt eitt sé nefnt. Í ráðu-
neytum aðildarlandanna er búið að koma upp
stórum hópi búrókrata sem hlotið hafa þjálfun í
Brussel, sem eiga að gæta þess að þau mál sem hér-
aðsþingin leyfa sér enn að fitla við stangist ekki á
við 100 þúsund reglur ESB.
Rannsóknarblaðamenn
fara á stúfana
Vikuritið Der Spiegel lagðist í rannsóknarblaða-
mennsku um síðasta leiðtogafund Evrópusam-
bandsins, sem fram fór fyrir luktum dyrum í anda
lýðræðishefðar ESB og þar sem umræður eru tald-
ar leynilegar af einhverjum ástæðum. Úttekt hins
stóra hóps blaðamanna sem settir voru í rannsókn-
ina er um margt eftirtektarverð, þótt hún sé auðvit-
að yfirborðskennd eins og slíkar oftast eru og
krydduð ómerkilegum smáviðburðum sem eiga að
sýna að blaðamennirnir hafi grafið sitthvað upp. En
hún er þó þúsund sinnum merkilegri en sumar
skýrslur íslenskra „rannsóknarblaðamanna“ sem
verðlaunaðir hafa verið fyrir, þótt eina framlag við-
komandi hafi verið að nota skæri og lím á fyrirliggj-
andi og margbirt efni.
Þýsku rannsóknarblaðamennirnir velta sér vissu-
lega um of upp úr smælkinu, en þrátt fyrir það má
fá nokkuð glögga mynd af því hversu sundurlausir
og ómarkvissir slíkir fundir eru. Hver leiðtogi talar
fyrst í 4 mínútur eða svo og í það fara tveir klukku-
tímar. Hver og einn kemur með texta að heiman og
enginn þeirra bregst við neinu sem starfsbróðir sem
á undan hefur talað hefur haft fram að færa. Jafnvel
helstu pótintátar hinnar evrópsku hirðar fá ekki
mikla athygli. Spiegel segir að þegar Barroso (for-
seti framkvæmdarstjórnarinnar) „tekur til máls ein-
hendi Merkel sér á kjaftatörn við Coelho (forsætis-
ráðherra Portúgal), sem situr henni á vinstri hönd,
og ber ekki á öðru en henni þyki það spjall mun
áhugaverðara en það sem Barroso hefur fram að
færa. Og hún sýni minni en engan áhuga þegar
ræðumaðurinn sem kemur í kjölfar Barroso, tekur
til máls. Það er forseti Kýpur (sjálfs formennsku-
landsins), Dimitris Christofias. Hann er ekki óvanur
þessum viðbrögðum hennar. Þegar forsetinn talar
verður muldrið í salnum mun háværara. Kýpur er
lítil fjarlæg eyja í Miðjarðarhafinu,“ bæta þýsku
rannsóknarblaðamennirnir við, til skýringa á þeirri
fyrirlitningu sem forseta „formennskuríkisins“ er
augljóslega sýnd.
Í framhaldinu nefna þeir Juncker, forsætisráðherra
Lúxemborgar sl. 18 ár. „Hann fer stundum í taug-
arnar á evrópskum starfsbræðrum sínum fyrir pré-
dikanaáráttu sína og tilhneigingu til að láta bera
mjög á hve honum leiðist mikið.“ „En,“ segja blaða-
mennirnir, „án hans væri Lúxemborg auðvitað að-
eins örríki í Evrópu, en á meðan hann er þar í for-
ystu er næstum litið á það sem millistórt land.“
Gæti ekki verið gaman ef hin sauðtrygga frétta-
stofa ríkisstjórnarinnar birti fljótlega eins og sjö
átta viðtöl við þá Eirík og Baldur um hvað litlu ríkin
njóti mikillar virðingar og ógurlegra áhrifa í ESB?
Til dæmis gæti farið vel á að gera þetta fljótlega eftir
þrettándann, þegar ekki er tilefni til að ræða lengur
um hvað við Íslendingar séum öll rosalega trúuð á
álfa, tröll og huldufólk.
Morgunblaðið/RAX
30.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45