Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2012 Þýski landsliðsmaðurinn Marco Reus gekk til liðs viðsína menn í Dortmund síðastliðið sumar og hefur fariðá kostum. „Sína menn“ er hægt að kalla það, vegna þess að Reus fæddist og ólst upp spölkorn frá leikvangi Dortmund, hélt með félaginu frá barnsaldri og var með ung- lingaliðinu. Haustið 2005, þegar Reus var 16 ára, var hann orðinn óþreyjufullur því leiðin inn í lið 17 ára og yngri var erfiðari en hann vonaðist til. Þegar hann innti þjálfarann eftir því hvers vegna hann fengi ekkert að spila fékk Reus hreinskilið svar: hann væri of veikburða. Þetta varð unglingnum mikið áfall. Hann mat stöðuna svo að ekki þýddi að bíða eftir tæki- færi og bað föður sinn – sem var starfsmaður Dortmund – að koma sér að hjá öðru félagi. Honum væri alveg sama hvar; aðalatriðið væri að spila. Reus baðst lausnar frá Dort- mund og fór til Rot Weiss Ahlen, smáliðs í þriðju efstu deild. Ári síðar var Reus kominn í lið 19 ára og yngri hjá Ahlen og ekki leið á löngu þar til hann komst í aðalliðið hjá Christi- an Wück. Liðið komst upp um deild þann vetur. „Það var al- veg sama hvað ég bað hann um, Reus gat allt – og gerði allt á fullri ferð. Það er ekki endilega merki um snilli þó að leik- maður plati fimm mótherja í 19 ára liðinu, en það er undra- vert ef einhver gerir það á hámarkshraða.“ Óhjákvæmilegt var að Reus færi til sterkara liðs fljótlega. Borussia Mönchengladbach hafði fylgst með honum margoft og nældi í Reus sumarið 2009. Max Eberl, einn forkólfa Gladbach, var sérstaklega hrifinn af tvennu í fari leikmanns- ins: hann hélt boltanum aldrei lengur en nauðsyn krafði, auk þess sem hann féll vel inn í liðsheildina; var harður af sér og mjög agaður. Þessir eiginleikar gerðu það að verkum að Reus tókst vel upp á fyrsta ári með Gladbach, var mjög góð- ur næsta vetur og frábær haustið 2011, í upphafi þriðja tíma- bilsins. Í byrjun janúar 2012 reiddi Dortmund fram rúmar 17 milljónir evra (tæpa þrjá milljarða króna) fyrir þennan gamla liðsmann félagsins! Það var eitt best geymda leyndarmál knattspyrnuheimsins að Japaninn Shinji Kagawa færi til Manchester United sl. sumar og Reus var hugsaður sem eftirmaður hans. „Hann hefur verið besti maður liðsins í vetur – meira að segja betri en Götze,“ sagði þýskur fótboltablaðamaður við Morg- unblaðið á dögunum. Þetta þykir mikið hól í Þýskalandi. Mario Götze er hálfgert undrabarn; aðeins tvítugur og þeir félagar sannarlega framtíðarmenn Dortmund og landsliðsins. Klopp þjálfari er ekki á flæðiskeri staddur. Pólska tríóið hjá félaginu er mikilvægt; Robert Lewandowski, einn eftir- sóttasti framherji Evrópu í dag, Jakub Blaszczykowski og Lukasz Piszcek. markvörðurinn Roman Weidenfeller er traustur og miðverðirnir hafa verið stórkostlegir í vetur. Þar eru á ferð Serbinn Nevin Subotic og fyrirliðinn Mats Hum- mels. Fleiri mætti auðvitað telja en bíður betri tíma. Hummels er aðeins 24 ára, mikill leiðtogi og á þegar 23 A- landsleiki að baki. Forráðamenn Bayern München naga sig líklega í handarbökin nú, vegna þess að Hummels var samn- ingsbundinn félaginu en komst ekki að, var lánaður til Dort- mund 2009 og hikaði ekki þegar honum bauðst að semja til nokkurra ára. Nú er Hummels lykilmaður í vörn Dortmund og landsliðsins. Rólegur og yfirvegaður. Sumir ganga svo langt að líkja honum við Franz „keisara“ Beckenbauer. Leikmenn Dortmund eru, eins og segir í auglýsingunni: Bara flottir! BARA FLOTTIR VALINN MAÐUR ER Í HVERJU RÚMI HJÁ DORTMUND. MARCO REUS FÓR FJALLA- BAKSLEIÐ INN Í AÐALLIÐIÐ EN ER FREMSTUR MEÐAL JAFNINGJA Í VETUR. Roman Weidenfeller Lukasz Piszczek Mats Hummels Jakub Blaszczykowski E kki kemur á óvart að Barcelona er uppáhaldslið Jürgens Klopps, þjálfara Þýskalandsmeistara Bo- russia Dortmund. Í hans sveit eru ekki jafnmargir listamenn og í katalónska draumaliðinu, heildin er engu að síður frábær og leik- aðferðin ámóta. Árangurinn er heldur ekkert slor: Dortmund hefur orðið þýskur meist- ari tvö ár í röð og sigraði örugglega í D-riðli Meistaradeildarinnar í haust, Dauðariðlinum sem svo var kallaður. Manchester City, Real Madrid, Dort- mund og Ajax drógust saman og ég man að kliður fór um salinn þar sem dregið var í Mónakó! Tvö fyrstnefndu liðin voru talin sigurstranglegust en Klopp og flokkur hans gáfu spámönn- um langt nef. Háþrýstingur er lykilorðið í leik- aðferð Jürgens Klopps. Þegar lið hans missir boltann í sókninni bakkar það ekki heldur reynir strax að ná boltanum aftur; slíkt kann góðri lukku að stýra ef mannskap- urinn er samheldinn og Klopp heldur því fram að gagnárás af þessu tagi sé besti „leikstjórnandi“ sem völ er á. Ekki síst þegar leik- menn búa yfir miklum hraða eins og raunin er hjá Dortmund, enda vill þjálfarinn að leikmenn sæki bæði og verjist mjög hratt. Bæði leikmenn Real Madrid og Manchester City áttu í miklum vandræðum þegar gula og svarta fljóðbylgjan skall á þeim. Dortmund-vélin er vel smurð, hver og einn sinnir sínu hlutverki af kostgæfni og þegar allt geng- ur upp er unun á að horfa en kvöl að glíma við. Þegar hópurinn verst saman á fullri ferð næst oft að þröngva and- stæð- ingnum til þess að gera mis- tök; ein slök sending í flýti verður til þess að Dortmund nær boltanum aftur og kemst jafnvel strax í gott tækifæri til að skora vegna þess hve varnarleikurinn byrjar fram- arlega á vellinum. Klopp tók við þjálfun Dortmund 2008. Hann er alls ekki að finna upp hjólið; Rússinn Viktor Maslov beitti þessari leikaðferð fyrstur með FC Dinamo frá Moskvu á sjöunda ára- tugnum, Ajax-liðið undir stjórn Ri- nus Michels þróaði hugmyndafræð- ina framan af áttunda áratugnum og var allt að því ósigrandi – varð Evr- ópumeistari þrjú ár í röð. Michels og Johan Cruyff breiddu út boðskapinn þegar þeir gengu til liðs við Barce- lona og ítalska stjörnuliðið AC Mil- an, sem varð Evrópumeistari 1989 og 1990, beitti svipaðri leikaðferð undir stjórn Arrigos Sacchi með stórbrotnum árangri. Og nú er hægt að benda á lið Barcelona, fyrst undir stjórn Peps Guardiola og nú Titos Villanova. Sókn er besta vörnin! Stórhættulegt þríeyki. Frá vinstri; Robert Lewandowski, Mario Goetze og Marco Reus. AFP Jürgen Klopp, hinn skemmtilegi og snjalli aðalþjálfari Borussia Dortmund. Háþrýstingur í hæsta gír *„Boltinn er hnöttóttur og leikurinnstendur yfir í 90 mínútur.“Sepp Herberger landsliðsþjálfari þegar Þýskaland varð heimsmeistari 1954. Boltinn SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.