Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 57
það besta er heldur ekki auðvelt þegar svo margt er gott. Heppilegast er að líta á val á því besta sem skemmtilegan samkvæmisleik. Reyndar er stundum erfitt að koma sér upp því hug- arfari, því ótal sinnum hefur maður ergt sig á tilefningum til Íslensku bókmenntaverð- launanna og annarra ekki alveg eins virðu- legra bókmenntaverðlauna. En það er allt í lagi að rífast um bækur. Miklu verra er að þegja um þær. Listar yfir það besta byggjast á persónu- legu mati hvers og eins. Engir tveir ein- staklingar myndu búa til nákvæmlega sams konar lista. Hins vegar er það ágæt regla þegar búinn er til listi yfir það besta að sá sem það geri leiti álits annarra. Í þessu til- viki var þessari reglu fylgt og leitað til ástríðumanns í bókmenntum til að fá blessun hans. Það tókst alveg ágætlega og ekki urðu teljandi breytingar á listanum. Þarna fór smekkur tveggja einstaklinga einfaldlega nokkurn veginn saman. Ekki reyndist erfitt að gera lista yfir tíu bestu erlendu bækur ársins. Vandræðin hóf- ust þegar gera átti listann yfir bestu íslensku bækurnar. Þar sem árið var sérstaklega gott varðandi íslenskar skáldsögur var sannarlega úr vöndu að ráða. Margar góðar skáldsögur komust ekki að. Samkeppnin er einfaldlega hörð þetta árið. Svo byggist listi eins og þessi á persónulegum smekk. Öðruvísi getur það víst ekki verið. Glaðleg ungmenni í bókabúð. Þau sjá greinilega eitthvað skemmtilegt. Morgunblaðið/Golli 30.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Það ber að fagna allri þeirri heims- klassík sem þýdd er á ís- lensku. Emma eftir Jane Austen er algjörlega ómissandi í bókaskap þeirra sem hafa heims- bókmenntir í heiðri. Ómissandi erlend klassík Bækur Jos Nesbø njóta gríðarlegra vinsælda víða um heim. Snjókarlinn er ein af bestu bókum Nesbø en þar leysir Harry Hole flókin morðmál. Fanta- góð spennusaga. Jo Nesbø upp á sitt besta 10 bestu erlendu bækurnar ÞAÐ BESTA Á ÁRINU FJÖLMARGAR ÞÝDDAR BÆKUR KOMU ÚT ÞETTA ÁRIÐ OG IÐULEGA VORU ÞAR VÖNDUÐ VERK Á FERÐ. HÉR ER BROT AF ÞVÍ BESTA: ÞÝDD KLASSÍK, NÝLEGRI VERK OG SVO AUÐVITAÐ SPENNUSÖGUR SEM SVÍKJA EKKI. Kortið og landið er kröftug, frum- leg og fyndin verðlauna- skáldsaga um myndlistar- heiminn og yfirborð hlutanna. Sennilega aðgengilegasta bók Michels Houellebecqs. Kröftug verð- launaskáldsaga Spennubækur verða ekki miklu betri en Flöskuskeyti frá P eftir Jussi Adler-Olsen. Æsispennandi bók sem ekki er hægt að leggja frá sér. Adler- Olsen er í hópi bestu spennu- sagnahöfunda heims. Fyrsta flokks spennusaga *Og þetta er hamíngjan sjálf: að bíða í eftirvæntíngu komandi dags.Halldór Laxness BÓKSALA 2012 Metsölulisti 4. nóv.- 23. des. Listinn er byggður á upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar 1 Gísli á UppsölumIngibjörg Reynisdóttir 2 ReykjavíkurnæturArnaldur Indriðason 3 KuldiYrsa Sigurðardóttir 4 HáriðTheodóra Mjöll 5 ÓsjálfráttAuður Jónsdóttir 6 HúsiðStefán Máni 7 ÚtkallÓttar Sveinsson 8 UndantekninginAuður Ava Ólafsdóttir 9 EllyMargrét Blöndal 10 Aukaspyrna á AkureyriGunnar Helgason Barnabækur 4. nóv.-23. des. 1 Aukaspyrna á AkureyriGunnar Helgason 2 Krakkinn sem hvarfÞorgrímur Þráinsson 3 Jólasyrpa 2012Walt Disney 4 HrafnsaugaKjartanYngvi Björnsson & Snæbjörn Brynjarsson 5 ArfleifðinChristopher Paolini 6 Stelpur geta allt!Kristín Tómasdóttir 7 Segðu mér söguJohn Patience 8 Fjársjóðskistan:Fimm mínútna ævintýri Enginn höfundur 9 Reisubók Ólafíu ArndísarKristjana Friðbjörnsdóttir 10 Kafteinn Ofurbrók og tiktúrurnarí Tappa Teygjubrók Dav Pilkey Íslensk skáldverk 4. nóv.-23. des. 1 ReykjavíkurnæturArnaldur Indriðason 2 KuldiYrsa Sigurðardóttir 3 ÓsjálfráttAuður Jónsdóttir 4 HúsiðStefán Máni 5 UndantekninginAuður Ava Ólafsdóttir 6 KantataKristín Marja Baldursdóttir 7 SkáldEinar Kárason 8 Íslenskir kóngarEinar Már Guðmundsson 9 LjósmóðirinEyrún Ingadóttir 10 Bjarna-DísaKristín Steinsdóttir MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Gott er að eiga góðan að. Ævisaga Franks Bradys um skáksnill- inginn Bobby Fischer er afar áhugaverð bók um óvenju- legan mann sem var á mörkum vitfirringar. Áleitin saga og forvitnileg. Ísland kemur vitanlega við sögu. Saga sérviturs snillings Herbergi eftir Emmu Donoghue hefur slegið í gegn víða um heim og fengið frábæra dóma. Þetta er furðufalleg bók miðað við óhuggulegt efni. Karlmaður heldur konu og ungum syni þeirra föngnum árum saman. Bókin fjallar ekki síst um sterka móðurást og lífsvilja. Sérstök metsölubók Hin ótrúlega pílagrímsganga Harolds Fry er ákaflega fal- lega skrifuð skáldsaga með eftirminnileg- um persónum og göfgandi boðskap. Það er ómögulegt annað en að vera snortinn. Hrífandi píla- grímsganga Ein eftirminnilegasta kvenpersóna í bókum þessa árs er hin óvenjulega og þrjóska Jesúsa. Þessi fá- tæka indíánakona og erfitt líf hennar er viðfangs- efni Elenu Poniatowsku í bók sem er talin eitt af meistaraverkum mexíkóskra bókmennta. Þetta er gríðarlega gott verk um sannan kvenskörung. Eftirminnileg kvenhetja Nútíminn er trunta, sagnasveigur Jennifer Egan, fékk Pulitzer-verðlaunin og bandarísku gagnrýn- endaverðlaunin sem skáldverk ársins og var vel að þeim verðlaunum komin. Sögurnar þrettán í bókinni tengjast Bennie Salazar, afdönkuðum plötuútgefanda og fyrrverandi aðstoðarkonu hans, Söshu, sem glímir við stelsýki. Þau starfa í heimi dægurflugunnar þar sem allur tíminn fer í að leita að því sem heillað getur ungmenni og eru um leið fórnarlömb tímans sem rænir þau æskunni, þróttinum og sakleysinu um leið og hann rænir þau viðurværinu. Verðlaunasagnasveigur Hin sígilda barnabók Þytur í laufi eftir Kenneth Grahame hlýtur að rata inn á lista yfir 10 bestu erlendu bækur ársins. Sagan af Molda og vinum hans hefur heillað börn og fullorðna allt frá út- komu enda fjörug og bráðskemmtileg. Hér er á ferð einkar falleg útgáfa af yndislegri bók. Mynd- ir Roberts Ingpens teygja sig um síðurnar og eru mikið listaverk, gleðja og fanga augað. Það er afar þakkarvert að bók eins og þessi skuli skuli koma út á tímum þegar alltof lítið er um þýdd klassísk verk. Sígild barnabók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.