Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 20
*Heilsa og hreyfingArna Sigríður hefur náð ótrúlegum árangri með stífri þjálfun og lætur lömun ekki stöðva sig »22
Þ
á sem langar kannski ekki til að dvelja enn eitt árið á hlaupabrettinu og í tækjasaln-
um í líkamsræktarstöðvum ættu að íhuga frumlegri leiðir að settum markmiðum.
Fullsannað er að reglubundin hreyfing er andlegri og líkamlegri heilsu bráðnauðsyn-
leg. Sjálfsagt eru margir vanafastir eða hæstánægðir með brettið sitt en þeir, sem
langar til að ná nýjum hæðum heilsufarslega án þess að leiðast, þurfa ekki að örvænta.
Margskonar hreyfing er í boði árið 2013 þar sem hvorki hlaupabretti, pallar né hefðbundnir
fitubrennslutímar koma við sögu.
Karate
Þeim sem finnst þeir ekki ná nægilegri
slökun andlega í rokkuðum og háværum
sölum líkamsræktarstöðva en og vilja ná að
aga bæði líkama og sál ættu að hugleiða að
æfa karate. Fjöldi íþróttafélaga býður upp á
karateæfingar, meðal annars Karate-félag
Reykjavíkur þar sem byrjendanámskeiðið
kostar 32 þúsund krónur á ári en svo
skemmtilega vill til að karategalli fylgir þar
með í kaupbæti. karatedo.is
Morgunblaðið/Eggert
Skíðaganga
Skíðagöngugarpar eru meðal best þjálfuðu
íþróttamanna heims og ekki úr vegi að
skipta skíðagöngutækinu í ræktinni út fyrir
alvöru búnaði á nýja árinu. Skíðagöngu-
félagið Ullur hefur staðið fyrir byrjend-
anámskeiðum fyrir þá sem vilja ná tökum á
íþróttinni en skíðaganga reynir bæði mikið
á hendur og fætur. Nánari upplýsingar á
ullur.wordpress.com
Morgunblaðið/Eggert
YouTube
Þeir sem kjósa helst að halda sig heima við
og njóta sín best þar geta auðveldlega átt
góðar brennslustundir. Á youtube.com er
hægt að finna fjölda skemmtilegra mynd-
banda þar sem meðal annars má læra
dansana gangman style og nokkra gamla og
góða eins og macarena og lambada. Enginn
skyldi vanmeta orkubrennslu dansspora en
það þykir kannski rétt að draga glugga-
tjöldin fyrir á meðan mesta rykið er
dustað af diskóskónum.
Víkingaþrek
Víkingaþrek Mjölnis hefur slegið rækilega í
gegn og þangað flykkjast þeir sem vilja fá
mikla útrás undir styrki stjórn Mjöln-
ismanna. Námskeiðin virðast henta fólki af
öllum stærðum og gerðum, í mismunandi
formi og á ólíkum aldri. Allar nánari upp-
lýsingar um næstu námskeið má nálgast á
vefsíðu félagsins; mjolnir.is.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Strandblak
Ein vinsælasta íþrótt síðustu Ólympíuleika
var strandblak. Þótt margir tengi íþróttina
við sólríkar strendur þá er engin ástæða til
örvænta því byrjendur geta meðal annars
skellt sér á námskeið í Sporthúsinu og í
kjölfarið væri hægt að taka Nauthólsvíkina
með trompi þegar sól tekur að hækka á
lofti.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni
strandblak.is
AFP
Klettaklifur
Þetta er eflaust ekki íþrótt fyrir þá sem
eru lofthræddir en kannski ágætisleið til að
ná tökum á þeirri hræðslu. Klettaklifur
reynir mikið á jafnvægið, hendur og fætur.
Í Klifurhúsinu er hægt kynna sér þessa
íþrótt enn frekar með því að fara byrj-
endanámskeið en það er ætlað ótrúlega
breiðum aldurshópi, frá 18-100 ára.
klifurhusid.is
Morgunblaðið/Eggert
Heimakærir geta sett sér það sem markmið í ár að sleppa hálftíma sjónvarpsglápi á
hverju kvöldi og dansa eftir myndböndum á youtube.com.
AFP
FJÖLDI MÖGULEIKA TIL HREYFINGAR
Öðruvísi hreyf-
ing árið 2013
TIL ERU ÓTAL FRUMLEGRI OG FJÖRUGRI LEIÐIR AÐ BÆTTRI HEILSU
ÁRSINS 2013 EN HLAUPABRETTIÐ OG TÆKJASALURINN.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Ultimate frisbiee
Íþrótt sem smám saman hefur verið að skjóta rótum
hér á landi og fyrsta alþjóðlega svifdiskamótið á Ís-
landi fer til dæmis fram um þessa helgi í Hafnarfirði.
Íþróttin er keimlík ruðningi og býður oft upp á ansi
mikinn hasar þar sem barist er grimmilega um hvern
frisbídisk. Hver leikur getur tekið allt að tvo tíma.
Borðtennis
Þótt flestir tengi borðtennis við unglinga og fé-
lagsmiðstöðvar þá var borðtennis leikinn af bresku
yfirstéttinni upphaflega. Leikurinn er hraður og
reynir á snerpu og einbeitingu. Hann er því um
leið kjörin slökun þar sem ekkert annað en leik-
urinn kemst að. Samkvæmt bandarísku vefsíðunni
caloriecount.about.com brennir meðalmanneskjan
um 270 hitaeiningum á klukkustund í leiknum.
Áhugasömum er bent á heimasíðu Borðtennissambands
Íslands; bordtennis.is