Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2012
Hvað segja stjörnur
Steingeitin má búa sig undir víðtækustu breytingar á eigin högum sem hún hefur upplifað hingað
til. Hún er að verða sérfræðingur í því að rífa niður það gamla og byggja nýtt upp frá grunni en
verður samt hissa þegar í ljós kemur að enn vantar herslumuninn. Enn ein uppstokkunin er í vænd-
um og ekkert verður eins og það var áður að henni lokinni. Steingeitin verður því bara að loka aug-
unum, draga andann djúpt og læra að sleppa takinu. Handan við upplausnina er að finna yndislegt
líf, í fullu samræmi við hið sanna gildismat steingeitarinnar, sem gerir nauðsynlegar fórnir fyllilega
þess virði. Steingeitin hefur ekkert að óttast því þessi umskipti munu greiða leiðina fyrir svo djúp-
stæðar umbætur að hún mun síðar horfa um öxl og furða sig á því hvers vegna hún hélt þvílíku
dauðahaldi í hina gömlu gerviveröld. Vinna, heilsa og almenn vellíðan verður í fyrrirúmi fyrri hluta
ársins og þá er um að gera fyrir steingeitina að fara svo vel með sig að hún verði öflugri en nokkru
sinni fyrr. Steingeitin mun ekki fá mörg tækifæri til þess að draga sig í hlé á nýju ári. Félagslífið er
við það að fara úr böndunum og vinir og unnendur munu flykkjast að henni sem aldrei fyrr.
22. DESEMBER – 19. JANÚAR
Steingeit
Vatnsberinn mun loks uppskera árangur erfiðis síns á nýja árinu sem nú fer í hönd. Hann hefur beð-
ið átekta á undanförnum árum, aflað sér þekkingar og leitað uppi ráðgjafa sem veita honum inn-
blástur. Nú er kominn tími til þess að koma öllum snilldarlegu hugmyndunum á framfæri. Árangur
vatnsberans hefur komið smám saman og byggst upp hægt og rólega. Undirstöðurnar eru því
traustar og ekkert því til fyrirstöðu að vatnsberinn láti drauma sína rætast á næstunni. Verkefni
sem hafa setið á hakanum munu líka komast á skrið fyrr en varir. Rómantík, sköpunarkraftur og
gleði verða allsráðandi fyrri hluta nýs árs og því ráð fyrir vatnsberann að verja tímanum eins mikið
og hann getur við það sem veitir honum mesta ánægju í félagi við þá sem hann sér ekki sólina fyrir.
Ef leikur er fyrirferðarmeiri í lífi vatnberans en skyldur er allt eins og það á að vera í augnablikinu.
Annríkið verður mun meira á síðari hluta nýja ársins sem nú er framundan og því ætti vatnsberinn
að njóta lífsins á meðan hægt er. Ástalífið verður með miklum blóma á nýju ári þar sem það á við en
einhleypir í vatnsberamerkinu munu líka njóta lífsins í eigin félagsskap.
20. JANÚAR – 18. FEBRÚAR
Vatnsberi
Komandi ár í lífi fisksins verður ekkert minna en stórkostlegt. Innsæi hans og heilunarmáttur
hefur aldrei verið öflugri og aðrir munu laðast sterklegar að honum en nokkru sinni fyrr, án þess
að þeir geti útskýrt það til fulls. Fólk mun sækjast eftir félagsskap fisksins og skynja eitthvað
óvenjulegt og háleitt við nærveru hans. Aldrei þessu vant á fisknum því ekki eftir að líða eins og
hann sé utanveltu eða enginn skilji hann. Þvert á móti verður hann eftirsóttur. Fiskar sem hafa í
hyggju að skipta um húsnæði, stækka við sig eða endurnýja ættu að grípa tækifærið sem fyrst,
allt fram á mitt næsta ár, því aðstæður verða óvenju hagstæðar á þeim tíma. Tilveran mun veita
fiskinum afar mikla ánægju á síðari hluta ársins og fram á þarnæsta ár og hann mun fá útrás fyr-
ir allar sínar rómantískustu hneigðir, til tilbreytingar. Ástarbréf, ljóð, kvikmyndir, tónlist og
hvaða tjáningarform ástar sem er mun höfða sterklega til hans og þá er um að gera að láta undan
löngunum sínum og njóta aðstæðnanna á meðan þær vara. Svo virðist sem ferðalög verði í fyr-
irrúmi á nýju ári og því ráðlegt að fiskurinn geymi ferðatöskuna og vegabréfið á hentugum stað.
19. FEBRÚAR – 20. MARS
Fiskur
Peningamál, skuldir, kynhlutverk og breytingar verða í forgrunni í lífi hrútsins á nýja árinu sem
nú er að ganga í garð. Hrúturinn mun sem betur fer ekki finna fyrir jafn miklu álagi og streitu í
samskiptum við aðra og hafa einkennt síðustu misseri. Dyrnar verða opnar svo hægt sé að hleypa
inn nýju fólki, eða þá að núverandi samband tekur algerum stakkaskiptum. Lykilorðin eru dýpt,
ástríður og ákefð og eina spurningin sú hvort hrúturinn sé tilbúinn fyrir meiri nánd. Ef hann hef-
ur einhvern tímann velt fyrir sér að kafa undir yfirborðið með sálfræðimeðferð eða öðrum aðferð-
um til þess að horfa inn á við, verður nýtt ár rétti tíminn til þess. Ekki er ólíklegt að hrúturinn
hafi einungis fengið forsmekkinn af því hvers hann er megnugur. Ætli hann viti raunverulega til
fulls hvað í honum býr? Það kemur hugsanlega í ljós áður en langt um líður. Nú er líka rétti tím-
inn til þess að gera upp skuldir sínar, hvort sem um er að ræða tilfinningalegt uppgjör eða pen-
ingalegt. Hrúturinn verður að sjálfsögðu jafn uppreisnargjarn og hann er vanur á nýju ári, enda
er honum ekki lagið að taka nokkurri annarri leiðsögn en sinni eigin.
21. MARS – 19. APRÍL
Hrútur
Nýja árið mun færa nautinu þann tilfinningalega stöðugleika og þá dýpt sem það hefur þráð um
langt skeið. Því mun finnast sem þungu fargi sé af því létt eftir áherslu liðinna missera á vinnu og
heilsu. Náin sambönd verða í forgrunni á nýju ári og vel hugsanlegt að nautið finni sjálft sig fyrir al-
vöru eða kynnist einhverri manneskju náið sem bætir það upp. Nautið tekur skuldbindingar sínar
gagnvart öðrum hátíðlega á nýja árinu og mun átta sig á því hve nákomnir eru því mikils virði. Sam-
skipti nautsins við aðra verða upphaf og endir alls á árinu sem er að ganga í garð. Framundan eru
breytingar og mun nautið losa sig út úr samböndum sem bera með sér stöðnun. Nautið á aldrei auð-
velt með breytingar en framundan er ár þar sem því er ætlað að læra að sleppa og því þarf það að
búa sig undir að þurfa að rífa niður og byggja frá grunni. Nautið þráir öryggi og þá eru peningar
aldrei langt undan og munu þeir skipta enn meira máli en venjulega á nýju ári. Úrræðasemi er eitt
af því sem nautið hefur þurft að temja sér að undanförnu, í stað þess að ganga sér til húðar með
vinnu. Hægt er að bæta flesta veraldlega hluti með nýjum, en liðnar stundir koma aldrei til baka.
20. APRÍL – 20. MAÍ
Naut
Tvíburinn hefur svo sannarlega lært sína lexíu í samböndum á árinu sem er að líða og ekki ólíklegt
að hann sé enn hálfringlaður í kollinum nú þegar nýtt ár er í þann mund að ganga í garð. Líklega er
hann loks búinn að ákveða hvort hann ætli að stíga skrefið til fulls eða ekki (samræðurnar sem hann
á við sjálfan sig daginn út og inn munu þó ekki hljóðna). Nú stendur valið um það hvort tvíburinn
ætlar að leggja á djúpið á þessu ári eða halda sig á grunnsævi, þar sem hann kann óneitanlega betur
við sig. Þrátt fyrir að tvíburinn kunni vel við sig á yfirborðinu mun hann samt finna hjá sér hvöt til
þess að dýpka tilveru sína á næstu misserum og gera hvað hann getur svo líf hans verði traustara, í
meira jafnvægi og veiti honum meira öryggi en áður. Þótt það virðist í mótsögn við síbreytilegt eðli
tvíburans mun hann loks upplifa mikla vellíðan í kjölfar meiri stöðugleika á næstu árum. Vindar
breytinganna munu loksins hætta að blása á árinu sem nú fer í hönd og framundan er tími uppbygg-
ingar. Tvíburinn þarf líka að gefa sér tíma til þess að horfa inn á við og finna sér tíma til þess að sofa,
dreyma, skrifa, teikna, halda dagbók eða hvaðeina sem sálin mun þarfnast á næstunni.
21. MAÍ – 20. JÚNÍ
Tvíburi
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
12
29
39