Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 34
*Græjur og tækniSímar og spjaldtölvur eru í aðalhlutverki þegar litið er yfir græjur ársins sem er að líða »36 Þ að var í mörg horn að líta hjá Gunnari Birni Guðmundssyni leikstjóra þegar erindrekar Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins stungu við stafni hjá honum að morgni föstudags milli jóla og nýárs. Síðustu tökum á Áramótaskaupi Sjónvarpsins 2012 var nýlokið og stefnt að því að skila verkinu fullkláruðu síðar um dag- inn. Þá er bara að spenna beltin, landsmenn góðir! Gunnar gaf sér þó tíma til að tína til nokkrar af sínum eftirlætisgræjum að beiðni blaðsins. „Satt best að segja er ég enginn sérstakur græjukarl. Ég er alla vega ekki týpan sem er fremst í röðinni þegar nýjustu græjurnar koma á markað,“ segir Gunnar og glottir við tönn. Hann hefur þó not fyrir græjur af ýmsu tagi, bæði í leik og starfi, má þar nefna sjónvarp, síma og tölvu sem hann notar óspart og gæti líklega ekki verið án, alltént ekki í vinnunni. Mynddiskatækið er líka undir talsverðu álagi á heimilinu enda safnar fjölskyldan öllu íslensku efni sem gefið er út í DVD-formi. „Maður verður að fylgjast með,“ segir Gunnar. Af græjum sem Gunnar hefur gagn af í frístundum má nefna hlaupaúr og Golf- Bödda og af heimilistækjum eru sódastrímtækið og nýja klakavélin í sérstöku uppá- haldi. Synd væri að segja að síðarnefnda græjan kæmi strax upp um sig. „Það er alveg rétt, fæstir átta sig strax á því hvað þetta er, og benda gjarnan á að kaffivélin okkar sé óvenjuleg. En þetta er algjör eðalgræja, maður fyllir hana bara af vatni og áður en hendi er veifað er kominn klaki.“ Svona er ís-land í dag! Sími Sími er ekki lengur bara sími, það vitum við öll. Gunnar segir iPhone-inn gera aðrar tæknigræjur meira og minna óþarf- ar. Flatskjár Kvikmyndaleikstjórinn horfir að vonum mikið á sjónvarp og Phillips-flatskjárinn er fyrir vikið í mikilli notkun. Sódastrím Fyrir utan tæknilegar græjur er Sódastrím- tækið sú græja sem Gunnar notar mest. Honum þykir sóda- vatnssopinn góður. Hlaupaúr Gunnar hleypur sér til heilsubótar og GPS-hlaupaúrið kemur að góðum notum, einkum er- lendis, þar sem auð- velt er að villast. Ferðatölva Ferðatölva er löngu orðin rökrétt framlenging á nú- tímamanninum og Gunnar skilur Lenovo-ferðatölvuna sjaldan við sig. Klakavél Gunnar festi kaup á þessari reffilegu klakavél á þessu ári. Hún er nægilega af- kastamikil til að hafa undan í samkvæmum. Golf-Böddi Gunnar er mikill áhuga- maður um golfíþróttina og besti vinur hans á vell- inum er Golf- Böddi (e. Golf Buddy). Morgunblaðið/RAX GUNNAR BJÖRN GUÐMUNDSSON, LEIKSTJÓRI ÁRAMÓTASKAUPSINS Praktíkin ofar öllu IPHONE, SJÓNVARP, KLAKAVÉL, GOLF-BÖDDI OG SÓDASTRÍMTÆKI ERU MEÐAL ÞEIRRA GRÆJA SEM GUNNAR BJÖRN GUÐMUNDSSON, LEIKSTJÓRI ÁRAMÓTASKAUPS SJÓNVARPSINS, HELDUR MEST UPP Á. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Gunnar Björn Guð- mundsson leikstjóri á heimili sínu. Fartölvan er aldrei langt undan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.