Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 9
30.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9
Um áramót heitum við því gjarnan að gerabetur á nýju ári. Dæmi um heitstreng-ingar er að finna í sjálfum fornsögunum
og ýmsum síðari tíma sögum um merka Íslend-
inga. Skemmtileg er sagan af Jóhannesi Jósefs-
syni, sem kenndur var við Hótel Borg. Hann var
virkur í stofnun íslenskra ungmennafélaga og
sagt er að hann hafi á einum slíkum félagsfundi
strengt þess heit að vinna hina þekktu Íslands-
glímu, ella verða minni maður.
Sigurinn varð þó ekki hans það árið. Það gæti
skýrst af því að Jóhannes á að hafa hjólað um
langan veg til glímunnar og því mætt nokkuð lú-
inn til leiks. En sigrar þessa mikla glímukappa
urðu margir og fræknir og fyrir þá er hans frek-
ar minnst en að hafa ekki náð að efna þetta eina
heit.
Hefð heitstrenginga lifir góðu lífi og flest
ákveðum við með okkur sjálfum, eða í votta við-
urvist, líkt og Jóhannes gerði, að setja okkur ný,
ögrandi og mannbætandi markmið á nýju ári. En
fyrir okkur sem þjóð er það einnig þess virði að
velta fyrir sér hvert við viljum sameiginlega
stefna á slíkum tímamótum.
Ég vona að árið 2013 verði ár nýs upphafs fyrir
Ísland. Ár þar sem við ákveðum að hefja upp-
byggingu, vöxt og framfarir. Ár þar sem við
ákveðum að breyta til góðs og kjósum að treysta
fólki með því að fjölga tækifærum og auka val og
vald einstaklinganna. Og ár sem við munum
seinna horfa til og segja með stolti að við höfum
lagt okkar af mörkum til baráttunnar fyrir
betra samfélagi.
Ég vona líka að árið 2013 verði ár vonar fyrir
Íslendinga. Ár þar sem lausnir verða fyrirferð-
armeiri en vandamál og við hættum að skil-
greina verkefnin sem erfið og ómöguleg heldur
viðráðanleg og spennandi. Ár þar sem almenn-
ingur fær skýr skilaboð um lægri álögur, meiri
atvinnu og aukinn skilning á erfiðri stöðu
margra heimila. Og ár þar sem áramótaávarp
forsætisráðherra einkennist af hugrekki, krafti
og hvatningu, en síðustu ár hefur það því miður
frekar minnt á einhvers konar áramótaandvarp.
Þetta eru vissulega stórir draumar en þannig
eigum við að hugsa um áramót. Gerum árið 2013
að árinu þegar við öll gerðum okkar besta -
árinu þegar við gripum tækifærin og glímdum
til sigurs fyrir Ísland.
Íslandsglíman
*„Ég vona að árið 2013verði ár nýs upphafsfyrir Ísland.“
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
hanna.birna.kristjansdottir@reykjavik.is
Í endurminningu bernskunnar voru ára-mótin tregafull. Nú árið er liðið í aldannaskaut var sungið og barnið sat eftir með
þá hugsun að hið liðna væri óafturkræft –
kæmi aldrei til baka. Þessu fylgdi óútskýrð
eftirsjá. En um leið var nýr forvitnilegur tími
að hefjast. Hið ókomna bankaði upp á með
fjöldann allan af ósvöruðum spurningum.
Áramótin voru tími hins óræða.
Ætli þessir þankar hrærist ekki í ungum
hugum enn þann dag í dag og hugsanlega
einnig með okkur sem eldri erum?
Á áramótum sameinast kynslóðirnar; við
veisluborð, fyrir framan sjónvarpið, við
brennuna, og síðast en ekki síst undir flug-
eldum með blys og stjörnuljós, jafnvel við
sönginn um árið sem liðið er í aldanna skaut
og aldrei kemur til baka.
Áramótin eru tími tilfinninganna. Gamlir
verða ungir á ný þegar þeir sprengja sig út
úr árinu sem runnið hefur sitt skeið á enda
og inn í nýtt, með börnum og barnabörnum.
Nú þökkum við starfsmönnum sveitarfélag-
anna fyrir brennurnar. Þeir hafa tekið að sér
hlutverk krakkanna sem fyrr á tíð söfnuðu á
áramótabrennurnar öllu sem ónýtt var og lík-
legt til að loga. Eflaust eru brennurnar orðn-
ar heldur umhverfisvænni en ekki er ég alveg
frá því að það hafi verið á kostnað gleði hins
unga athafnafólks.
Ef að líkum lætur verður talsverðu skotið á
loft af flugeldum til að minnast þess að árið
2012 er liðið og árið 2013 að hefja innreið
sína. Og við það munu óskabörn þjóðarinnar
hagnast. Flugeldasalan er fjáröflun björg-
unarsveitanna. Þetta hef ég alltaf hugfast.
Þess vegna kaupi ég með ánægju nokkra
flugelda, stjörnuljós og blys til að kveðja hið
liðna og fagna nýju ári. Það er góð tilfinning
að vita af félögunum í Slysavarnafélaginu
Landsbjörg – óskabörnum þjóðarinnar, sem
við getum reitt okkur á og eru ætíð til staðar
á ögurstundu.
Áramótin og
óskabörn Íslands
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Ögmundur Jónasson
ogmundur@althingi.is
*„Á áramótum samein-ast kynslóðirnar.“
Óskum viðskiptavinum okkar
og landsmönnum öllum
gleðilegra jóla og farsælar á komandi ári
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri
alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18