Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 38
*Föt og fylgihlutir Fjórir tískuspekingar gera upp árið á sviði tísku og fatahönnunar og spá í það sem koma skal »40 Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? ,,Ég myndi segja að fatastíllinn minn hafi verið að breytast nokkuð hin síðari ár. Hann er verða klassískari, einfaldari og herralegri. Ég klæðist í dag mikið svörtum fötum, bláum og gráum í bland við hvítt. Á sumrin finnst mér gaman að vera bæði í sterkum litum og hvítum fötum.“ Hver eru bestu fatakaupin þín? ,,Ég held það sé gráa Jil Sander-peysan sem ég keypti þegar ég bjó í München árið 1998 en ég geng enn í henni og það sér varla á henni eftir gegndarlausa notkun í öll þessi ár.“ En þau verstu? ,,Ég á mörg dæmi um slæm fatakaup og þau verstu hafa orðið þegar ég hef verið að reyna að vera önnur týpa en ég er. Svo keypti ég líka einu sinni rándýrt Emporio Armani-vesti í Sydney í Ástralíu í hálfgerðu æði en þegar heim var komið sá ég að það hentaði engan veginn.“ Hverju er mest af í fataskápnum? ,,Skóm!“ Hvar kaupir þú helst föt? ,,Starfsins vegna kaupi ég helst föt í útlöndum.“ Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? ,,Ég held mikið upp á Jil Sander og Prada. Upp á síðkastið kann ég líka stöðugt betur að meta Ralph Lauren.“ Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? ,,Mér finnst Tom Ford og David Beckham flottastir þótt þeir séu ekki mínar fyrirmyndir í þessum efnum.“ Einhver flík sem þig dreymir um að eignast á nýju ári? ,,Mig langar rosalega mikið í Sergio Rossi-skó og ólívugrænan Ralph Lauren-jakka. Svo gæti ég vel hugsað mér að bæta Burberry frakka í fataskápinn.“ Hvernig ætlarðu að klæða þig á áramótunum? ,,Ég hugsa að ég verði í bláum flauelsjakka sem ég keypti í Helsinki um daginn, blárri skyrtu og G star-gallabuxum sem ég keypti í sömu ferð.“ Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fata- kaupum? ,,Ég eyði meiri peningum í jakka, buxur og skó. En svo má alltaf spara og redda sér með annað eins og skyrtur, boli og slíkt.“ Hvert er þitt eftirlætistísku-tímabil (og hvers vegna)? ,,Skemmtilegasta tískutímabilið í mínu lífi er frá 1998 til 2005 því þá keypti ég mér mikið af fötum og þá voru að koma fram svo margir nýir flottir hönnuður hjá tískumerkjunum sem ég kunni best að meta. En skemmtilegasta tískutímabilið almennt eru árin frá 1955 til 1965 því þá var svo mikil gerjun og gróska í fatahönnun.“ Morgunblaðið/Kristinn BLÁR FLAUELSJAKKI Á ÁRAMÓTUNUM Eyðir í jakka, buxur og skó SÍMON ORMARSSON KAUPIR HELST FÖT Í ÚTLÖNDUM ENDA Á FERÐ OG FLUGI STARFS SÍNS VEGNA SEM FLUG- ÞJÓNN HJÁ ICELANDAIR. HANN HELDUR MIKIÐ UPP Á GRÁA JIL SANDER-PEYSU SEM HANN KEYPTI FYRIR SÍÐUSTU ALDAMÓT. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Í fataskáp smekkmannsins Símonar Ormarssonar er mikið af skóm. Í nýrri herra- skólínu Sergio Rossi eru bæði lágir skór og ökklaskór. David Beckham er flottastur. Tískuhönnuðurinn Jil Sander er í uppá- haldi hjá Símoni. Burberry frakki væri fín viðbót við fataskápinn.Ralph Lauren.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.