Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Síða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Síða 33
Morgunblaðið/Árni Sæberg 30.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Uppskrift fyrir 8 Uppskrift að snittu í stærra lagi, sem hægt er að nota sem millirétt eða tapasrétt á undan mat. Líka má stækka brauðið og hafa tvo humarhala, þá er kominn þessi fíni forréttur. Lárperumauk 2 lárperur 3 msk sýrður rjómi börkur úr ½ appelsínu safi úr ½ appelsínu 1 tsk fínt skorinn graslaukur (má sleppa) maldonsalt Aðferð: Hreinsið lárperuna og stappið hana vel saman með gaffli. Blandið sýrða rjómanum saman við. Bæt- ið svo appelsínusafa og berki út í og smakkið til með saltinu. Blandið graslauknum út í í lokin. Humar 8 stórir humarhalar skelflettir og hreinsaðir olía smjör maldonsalt Aðferð: Steikið humarinn á pönnu þar til hann er gull- inbrúnn og kryddið með saltinu. Brauðið Best er að nota brioche-brauð en það er tíma- frekt í lögun og ekki til í öllum búðum. Líka má nota venjulegt hvítt brauð, rista það og smyrja með smjöri eða hvítlaukssmjöri. Ef notað er brioche-brauð er best að stinga það út eða skera út, setja á pönnu með smjöri og steikja þar til það er gullinbrúnt Meðlæti: 1 grænt epli skorið í fínar ræmur 4 msk fínt skorið spínat 1 stk fínt skorinn vorlaukur 8 þunnir chilihringir 1 appelsína Aðferð: Veltið eplunum upp úr appelsínusafa og smávegis olíu svo þau verði ekki strax svört Rifið síðan örlítið af appelsínuberki yfir réttinn þegar þið hafið lokið við að setja hann upp. Steiktur humar á smjörsteiktu brauði með lárperumauki, spínati og eplum ÍSLENSKUR HUMARTURN MEÐ TVISTI Íslenski humarinn á ávallt við og ekki síst um áramót.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.