Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 19
30.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Ein af mörgum sundlaugum á Kanaríeyjum sem eru vinsælar hjá Íslendingum. ERTU AÐ L EITA AÐ GJÖF? Gjafir fyrir lifandi heimili! BÓKSTAFIR Frá A-Ö Verð KR. 990 BODUM Kaffikanna : 8 bolla kr. 9.990 / 4 bolla kr. 8.990 BUDDHA höfuð króm Verð frá KR. 5.990 KERTASTJAKI 5 arma Verð KR. 5.990 0% V EXTIR - Húsgagnahöllin býður upp á vaxtalaus lán til allt að 12 mánaða Svartur eða hvítur. BODUM hnífastandur:9.990 Ú tvarpskonan geðþekka Margrét Blöndal eyddi jólunum í London en báðar dætur hennar, eiginmenn þeirra og barnabörnin búa þar. Að hennar sögn hafa Englendingar aðra siði í heiðri en við. „Á Þorláksmessu voru Bretarnir ekkert að spá í Þorlák enda vita þeir ekki hver hann er,“ segir Margrét Blöndal. „Aðfangadagur er bara venjulegur vinnudagur hjá þeim og vinsælt hjá Bretunum að fara á pöbbinn á aðfangadagskvöld, á sama tíma og Íslendingar eru að taka upp pakkana sína. Við gerðum það nú ekki. Við fórum á bænda- markað hér í bæ þar sem er boðið upp á vörur beint frá bóndanum. Það var eins og ég hefði ekki séð matarbita síðan í vor, ég borðaði svo mikið. Svo löbbuðum við með- fram Thames-ánni og hittum breska jólasveininn. Hann er voða sætur og hefur smekk fyrir ömm- um. Hann daðraði mest við mig. Hann var líka sætur við börnin en enn sætari við mig.“ Margrét snæddi kalkún á jóla- dag en að hennar sögn er það al- gengast hjá Bretum. Aðspurð hvort það sé ekki bragðlítill jóla- matur segir hún að svo sé ekki. „Ef þú matreiðir hann rétt er þetta herramannsmatur. Það verður að klappa honum og vera góður við hann.“ Henni finnst slæmt að sjá ekki áramótaskaupið en segir að líkleg- ast setji þau bara upp eitt slíkt sjálf og hún verði örugglega sett í að leika Jóhönnu Sigurðardóttur. Í LONDON UM JÓLIN Bresk jól hjá Blöndal FLESTIR VILJA VERA HJÁ BÖRNUNUM SÍNUM UM JÓLIN OG EF BÖRNIN BÚA ÚTI ER BARA AÐ SKELLA SÉR ÚT TIL ÞEIRRA. ÞAÐ GERÐI MARGRÉT BLÖNDAL. Margrét Blöndal Í Bretlandi er hátíðahald öðruvísi. Jóhanna María Skarphéð-insdóttir Vignir og kærastinnhennar, Birgir Snær Hjaltason,ætla saman í sólina á Tenerife hinn 3. janúar næstkomandi. Jóhanna María er tvítug og á fyrsta ári í sálfræði í Háskóla Ís- lands, Birgir Snær er einnig tví- tugur og var að útskrifast úr Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Spurð hvers vegna þau séu að þvælast þetta út yfir hátíðarnar segir hún að það sé í tilefni út- skriftar Birgis Snæs. „Hann er í áfangaskóla sem er ekki með út- skriftarferðir eins og framhalds- skólar með bekkjakerfi fara í,“ segir Jóhanna María. „Við vorum að hugsa um Róm en þar er svo kalt á þessum árstíma og okkur langaði ekki að fara úr kuldanum hér í kulda á öðrum stað. Þannig að við ákváðum að prófa þessa sólarlandaferð. Þetta er ekki nema 165.000 krónur fyrir hálft fæði í tvær vikur á fjögurra stjörnu hóteli. Það er ekki svo slæmt,“ segir Jóhanna María. Hún segist hlakka mikið til ferðarinnar enda sé þetta fyrsta ferðalagið þeirra þar sem þau eru bara tvö. „Þetta er góð reynsla fyrir okkur, að athuga hvort við höndlum ekki hvort annað í tvær vikur,“ segir hún og hlær. Jóhanna María og Birgir Snær ætla að skella sér í vatns- rennibrautargarð í ferðinni. „Þarna er stærsti vatnsrenni- brautagarður í Evrópu, því þótt Tenerife sé í raun í Afríku er eyjan hluti af Spáni og telst því til Evrópu. Svo ætlum við að kafa og vera á vatnaskíðum. Pabbi fór þarna einu sinni og sagði að það væri yndislegt að kafa þarna. Svo eru margir áhugaverðir veitinga- staðir. Við höfum verið að skoða eyjuna í gegnum google, förum inn á svona „street view“- möguleika þar. Þá er maður mættur á götuna þarna í mynd og við höfum farið með myndavél- inni frá hótelinu og niður á strönd. Það er rosalega gaman að skoða leiðina svona og láta sig hlakka til. Ég er farin að telja nið- ur dagana. Það eru fjórtán dagar þangað til við förum út. Ég er ekki að telja dagana niður til jóla heldur miðast núna allt við ferð- ina. Ég var einmitt að fatta núna um daginn að jólin koma inn á milli, maður gleymir þeim alveg í öllum spenningnum. Það verður gaman að taka ein- hverja menningartúra í bland, þótt maður ætli eðlilega að vera hvað mest á ströndinni. Það er líka mjög fallegt fjall þarna. Pabbi fór upp á það og mælti með því að við færum þangað upp. Ég veit þó ekki hvort ég get það út af fætinum, en ég sleit liðþófa í vinstra hnénu í sumar og fór í að- gerð út af því í lok ágúst,“ segir Jóhanna María. VIÐ STRENDUR AFRÍKU Í BYRJUN NÝS ÁRS Úr nístandi kulda í steikjandi sól Jóhanna María Skarphéðinsdóttir Vignir og Birgir Snær Hjaltason. Þetta er mynd frá Kanarí og er af svæði sem kallast Maspolmos. Hér var áður síðasta stopp Spánverja áður en þeir fóru í hættulegar sigl- ingar yfir Atlantshafið til Ameríku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.