Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2012
Föt og fylgihlutir
Klassískir straumar eru áberandi í tískuheim-inum eins og alltaf á krepputímum. Fólk villlíta út fyrir að vera ábyrgt og íhaldssamt og lít-
ið um tilraunastarfsemi eða áhættusækni,“ segir Linda
Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Lista-
háskóla Íslands um tískuárið 2012.
Linda Björg byrjar á að nefna það sem hefur vakið at-
hygli hennar erlendis. „Nicolas Gesguire hætti hjá Balen-
ciaga og Raf Simons hætti hjá Jil Sander og fór til Dior. Jil
Sander kom þá til baka í sitt gamla starf og sannaði að hún
getur enn hannað. Sonia Rykiel var selt til kínverskra fjár-
festa en Rykiel var eitt af fáum tískufyrirtækjum með lúx-
usvöru sem voru enn sjálfstæð, þ.e.a.s. ekki í eigu einnar af
blokkunum þremur; LVHM, Gucci og Prada, sem hafa keypt
upp öll smærri fyrirtæki í þessum geira sem varið var í. Þeir
réðu nýjan yfirhönnuð, Geraldo Conceicao, sem er ættaður frá
Macau en hann var áður í stjórnunarstöðu hjá Vuitton, Mi-
uMiu og YSL,“ segir Linda en Geraldo þessi kenndi nem-
endum LHÍ haustið 2011 í tvær vikur.
Linda minnist Önnu Piaggi sem kvaddi þennan heim á
árinu en hún var tískuritstjóri ítalska Vogue. „Hún var
dásamlega flott og skemmtilegur karakter. Hún minnti
okkur sífellt á að tíska á að vera skemmtileg og gefur
okkur tækifæri til að vera hvað sem við viljum og að við
eigum ekki að taka okkur of alvarlega, sama á hvaða aldri
við erum.“
Hérlendis telur Linda upp viðburði eins og Reykjavík
Fashion Festival sem haldið var í þriðja sinn, sýningar
Kormáks og Skjaldar, ELLU, ÝRAR, Hildar Yeoman,
Munda og Kronkron, sem henni þóttu bera af. Þá hef-
ur hálfíslenska tískumerkið Ostvald Helgason gengið
feiknavel á árinu og Linda nefnir Guðmund Jörundsson
sem sýndi nýja línu undir vörumerkinu JÖR í ár.
„H&M hafa ráðið annan nýútskrifaðan fatahönnuð frá
Listaháskóla Íslands, Steinunni Björgu Hrólfsdóttur, en í
fyrra réðu þeir Gígju Ísis Guðjónsdóttur sem útskrifaðist vorið
2011. Starfsmannastjóri H&M hefur boðað komu sína á út-
skriftarsýningu Listaháskóla Íslands í vor með það í huga að
ráða úrskriftarnema,“ segir Linda og telur það mjög spenn-
andi.
„ATMO var opnað í nóvember og er afar metnaðarfull stór-
verslun með íslenska hönnun og þar má sjá á einum stað fjöl-
breytni og sívaxandi gæði íslenskrar hönnunar. Að lokum má
nefna að skýrsla um arðbærni skapandi greina kom út á árinu
og sýndi mikilvægi þessara greina fyrir hagkerfi landsins. Ís-
lendingar ættu að styðja við unga starfsgrein og gefa íslenska
hönnun í jólagjöf í ár.“
LINA BJÖRG ÁRNADÓTTIR
Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar
Listaháskóla Íslands.
Í karlsmannstískunni erallt orðið grófara finnstmér, karlmennirnir
farnir að láta sér vaxa fal-
legt skegg, nota leður, feld
og stórar flíkur svo eitthvað
sé nefnt. Persónulega finnst
mér ég alltaf sjá fleiri og fleiri
stráka sem vita upp á hár hvað
þeir eru að gera hvað varðar
klæðnað,“ segir Helgi Ómarsson,
ljósmyndari og tískubloggari.
„Leðurermar skilja eftir sig stórt
klór í 2012, það tröllreið öllu núna í
ár. Mér finnst leðrið ótrúlega flott og
keypti mér sjálfur tvo ágætis jakka með
leðurermum. Derhúfur og svolítið stórar
peysur hafa einnig verið áberandi finnst mér.
Pönkið og „goth“ kom svolítið aftur.“
Helga finnst sem tískubloggin hafi náð að festa
sig í sessi í ár og þá segir hann miðbæinn blóm-
legan. „ATMO á Laugaveginum var frábær við-
bót við miðbæinn með íslenska hönnuði í aðal-
hlutverki.“
Ár leðurs og
sjálfsöryggis
Litið yfir tískuárið 2012
FJÓRIR ÁLITSGJAFAR SUNNUDAGSBLAÐS MORGUNBLAÐSINS KOMA ÚR ÝMSUM ÁTTUM, ERU FAGLÆRÐIR, ÁHUGAMENN
EÐA HAFA LANGA REYNSLU AF TÍSKUSKRIFUM. ÞEIR SEGJA MIKLA GRÓSKU VERA Í TÍSKUHEIMINUM, HÉRLENDIS SEM ER-
LENDIS OG SPENNANDI VERÐI AÐ FYLGJAST MEÐ ÞVÍ SEM FRAMUNDAN ER Á KOMANDI ÁRI.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Linda Björg minnist
Önnu Piaggi sem
lést á árinu.
Ragnheiður
Axel segir Sö-
ruh Burton
dæmi um valda-
mikla konu í
tískuheiminum
Hönnun Guðmundar Jörundssonar.
Fólk
íhaldssamt
Draumaflík
ársins að
mati Helga.
Derhúfur
komu sterkar
inn á árinu.
Helgi Ómarsson, ljós-
myndari og tískubloggari,
segist fylgjast með því
hvernig karlmenn verða æ
djarfari í klæðaburði.
HELGI ÓMARSSON
ELLA þykir eitt
vandaðasta ís-
lenska tísku-
merkið.