Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2012
Græjur og tækni
Græjur ársins
FARSÍMAR VORU Í AÐALHLUTVERKI Á ÁRINU OG HÖRÐ BARÁTTA MILLI SAMSUNG OG
APPLE. ÞAÐ VAR ÞÓ LÍKA ÝMISLEGT AÐ GERAST Á ÖÐRUM TÆKNISVIÐUM, EKKI SÍST Í
SPJALDTÖLVUMÁLUM, Á LEIKJATÖLVUSVIÐINU OG Í MYNDAVÉLAHÖNNUN.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Fyrst fyrirtækja til að skáka Apple
á farsímamarkaði, og reyndar eina
fyrirtækið sem hefur náð því hing-
að til, var Samsung og trompið
Samsung Galaxy SIII sem varð
fljótlega eftirsóttasti sími heims.
Stendur og vel undir því að vera
krýndur sími ársins, enda komst
enginn sími með tærnar þar sem
hann hafði hælana fyrr en iPhone
5 kom út.
Galaxy SIII er engin smásmíði,
skjárinn er 4,8" með upplausnina
1280x720 dílar, og hreint út sagt
frábær með magnaða litadýpt.
Hann er líka þrælöflugur og
sprækur með fjögurra kjarna 1,4
GHz ARM örgjörva sem gerir
kleift að keyra fleiri en eitt forrit í
einu á skjánum svo dæmi sé tekið.
Myndavélin í honum er líka fram-
úrskarandi.
Wii U er kærkomin og vel heppnuð uppfærsla á
Wii, leikjatölvu sem orðin er vel við aldur enda
eru sex ár langur tími í tölvuleikjaheiminum.
Stórtíðindin eru aftur á móti stýripinninn eða
stjórntölvan sem fylgir, enda er hún með 6,2"
snertiskjá, myndavél, hljóðnema og hátalara svo
fátt eitt sé talið. Með henni er hægt að stýra leikj-
um á sjónvarpsskjánum, nema hvað, en leikir sem
skrifaðir eru fyrir Wii U nota báða skjáina og
sumir bæta við ótrúlega skemmtilegri vídd í
leikjaspilun, enda eru innbyggðir í hana hraða-
mælir, jafnvægismælir og fleiri skynjarar.
Canon EOS M er fyrsta atvinnu-
amatöravélin sem fyrirtækið sendir
frá sér sem er spegillaus en getur
þó nýtt þau hundruð af fjölbreyti-
legum linsum sem finna má í EOS-
línu Canon. Gefur augaleið að þeir
sem eiga Canon EOS-græjur og/
eða linsur fyrir ættu að kynna sér
vélina, en hún hentar fyrir alla þá
sem áhuga hafa á að færa sig frá
imbavélum í meiri myndgæði og
möguleika.
Einfaldleikinn ræður ríkjum á
boddíinu á vélinni, en þegar
skyggnst er undir yfirborðið skort-
ir ekki stillingar. Skjárinn á bakinu
er snertiskjár og sáraeinfalt að
breyta öllum stillingum enda er
EOS M sannkölluð hátæknimynda-
vél í felubúningi.
Samsung velti Nokia úr sessi sem helsti far-
símaframleiðandi heims á árinu, en Lumia
920, sem notar Windows f-rsíma-
stýrikerfið, er til marks um að Nokia-menn
eiga heilmikið eftir. Þótt ekki sé Lumia 920
besti sími ársins, er hann sá tæknilegasti að
mörgu leyti og með bestu farsímamyndavél
sem ég hef séð - 8,7 Mdíla myndavél með
Carl Zeiss linsu, hristivörn og tveimur
LED-leifturljósum. Hönnunin á símanum er
líka til fyrirmyndar og hann vekur hvar-
vetna eftirtekt fyrir útlitið.
Samsung Galaxy III
Canon EOS M
Nokia Lumia 920
Wii U