Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Page 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Page 23
30.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 2009 fóru þær á námskeið á Ak- ureyri til að læra á mónóskíði og hafa þær ekki hætt síðan. „Fyrst þegar ég slasaðist var möguleikinn á mónóskíði nefndur við mig en ég ætlaði aldrei að prófa það. Ég ætl- aði bara að fara á mín skíði aftur. Nú er ég mjög fegin að Kristín fékk mig til að koma með sér. Ég ætlaði samt bara að byrja að skíða aftur eins og ég var vön en ég var algjör byrjandi. Ég gat ekki neitt í fyrstu. Þetta er allt öðruvísi en að vera á venjulegum skíðum en mér finnst þetta samt rosa gaman.“ Hjólamennskan í uppáhaldi Af öllum þeim íþróttagreinum sem Arna Sigríður stundar er hjólið hennar eftirlæti. Hún fór í haust- maraþon hjá Félagi maraþonhlaup- ara og hefur nú þegar lokið einu maraþoni og þremur hálf- maraþonum. „Mig langar til að ná betri tíma í þessum vegalengdum. Ég var samt alveg búin í hönd- unum eftir maraþonið. Þetta er örugglega svipuð tilfinning fyrir mig í höndunum og aðrir finna fyr- ir í fótunum eftir svona hlaup. Þetta er samt örugglega léttara en að hlaupa af því að maður rennur en ég er nokkuð viss um að það er erfiðara fyrir mig að fara upp brekkur.“ Hún var 1:15 klst. að fara hálft maraþon og 2:46 klst. að fara heilt. Arna Sigríður segir mik- ið frelsi fylgja hjólinu en hún kemst miklu víðar á því en hjóla- stólnum. Bolvíkingurinn Benedikt Sigurðsson synti 10 km maraþon- sund árið 2010 í þeim tilgangi að safna fyrir hjólinu hennar Örnu Sigríðar. „Eftir að ég fékk hjólið breyttist rosalega mikið hjá mér. Það var svo erfitt fyrir mig að fá úthaldsþjálfun af því að það sem ég geri aðallega á æfingum er styrktarþjálfun. Þótt að ég sé nátt- úrulega alltaf að ýta mér á stólnum er það eiginlega meiri styrktaræf- ing en úthaldsæfing.“ Langar að halda utan til að keppa Arna Sigríður á sér þann draum að halda utan til að keppa en sam- keppnina segir hún ekki vera neina hér á landi. „Ég held að ég myndi læra mikið á því að fara út og hitta aðra hjólara. Við vorum þrjú sem erum með mænuskaða sem fórum í sumar á námskeið í Svíþjóð en þar halda Samtök mænuskaðaðra úti sumarbúðum fyrir félagsmenn. Þá opnaðist ákveðinn heimur fyrir mér. Þar voru um 60 krakkar á okkar aldri en það eru bara um 100 með mænuskaða á öllu Íslandi. Þar fengum við að prófa svo mikið af íþróttagreinum sem við fáum aldrei tækifæri til að prófa hér af því að við erum svo fá. Það er al- veg skiljanlegt að það sé ekki mik- ið í boði hér á landi en þarna gerð- um við hluti sem mér hefði aldrei dottið í hug að gera eins og til dæmis að fara á sjóskíði og sigla skútu. Mér fannst allir þarna vera svo sjálfstæðir og það var svo gott að hitta jafnaldra sína sem eru í sömu sporum og ég. Ég væri ekk- ert á móti því að flytja út en það væri auðvitað svolítið erfitt af því að öll fjölskyldan mín er hér.“ Bindur vonir við að lækning finnist Arna Sigríður bindur vonir við tæknivæðingu og framfarir í heil- brigðisgeiranum og á sér draum um að lækning við mænuskaða finnist fyrr en seinna. „Ég hugsa það þannig að ég eigi ekki alltaf eftir að vera í hjólastól. Það er eitthvað svo óþægilegt að hugsa til þess að maður eigi eftir að vera alla sína ævi með mænuskaða. Það er alltaf verið að gera fullt af rann- sóknum og ég vona alltaf að það finnist lækning. Ég hef það alveg ágætt núna og ég get gert alveg fullt af hlutum en það þarf svo lítið til að það stoppi allt hjá mér. Ef að axlirnar fara að gefa sig þá er svo lítið sem ég get gert. Ég hef það alveg fínt en þetta er samt auðvit- að alveg hellings vesen. Mér finnst líka bara þægilegra að hugsa þann- ig um framtíðina.“ Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Arna Sigríður nýtir hvert tækifæri sem hún getur til að fara á skíði. Arna Sigríður hefur þegar klárað eitt maraþon og þrjú hálfmaraþon. Hér er hún að taka þátt í Óshlíðarhlaupinu. *„Ég hugsaþað þannigað ég eigi ekki alltaf eftir að vera í hjólastól. Það er eitthvað svo óþægilegt að hugsa til þess að maður eigi eftir að vera alla sína ævi með mænu- skaða.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.