Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaNotendur Meniga kerfisins kaupa mikið af áfengi fyrir jólin eða fyrir um 17 þúsund krónur hver
Um áramót er ekki óvanalegt að líta yfir farinn veg og lofa sjálfum sér og öðrum bót og betrun á ári komanda.Samt sem áður munu margir gera sér glaðan dag um áramótin og jafnvel hafa áfengi um hönd. Því er ekki úrvegi að skoða áfengiskaup hins dæmigerða Meniganotanda. En séu þau skoðuð sést að þeir notendur Meniga-
hagkerfisins sem kaupa áfengi versla að meðaltali fyrir um 17.000 krónur í desember einum. Í desember 2010 keypti
meðalnotandinn áfengi fyrir 15.700 og í desember 2011 fyrir 16.300.
Samdráttur í áfengiskaupum á föstu verðlagi
Það er áhugavert að skoða hvernig salan hefur breyst undanfarin ár og hvernig henni er
háttað innan árs. Áfengiskaup notenda í Menigahagkerfinu hafa ekki haldist í hendur við
verðlag frá árinu 2010. Þannig hefur almennt verðlag hækkað um tæp 13% á tímabilinu en
meðal upphæð til áfengiskaupa einungis um tæp 6%. Því er samdráttur í áfengisverslun
um 7% á föstu verðlagi frá 2010 til 2012.
Ef undanfarin ár eru skoðuð sést að áfengiskaup þátttakenda í Menigahagkerfinu árin
2010 og 2011 eru mest í júlí. Áfengiskaup dreifast meira yfir sumartímann í ár en und-
anfarin ár og ekki er eins mikill toppur í júlí. Undanfarin ár hafa áfengiskaup tekið stökk
frá nóvember til desember sem nemur 25%.
Hver og einn ver um 167 þúsundum í áfengi í ár
Í fyrra keyptu notendur Menigahagkerfisins áfengi fyrir 160.000 og ef reiknað er með svipaðri hlutfallsaukningu
áfengiskaupa frá nóvember til desember og undanfarin ár má gera ráð fyrir að hver einstaklingur í Menigahagkerf-
inu verji um 167.000 krónum til áfengiskaupa í ár. Það er ekkert svo lítið. Göngum því hægt um gleðinnar dyr!
Meniga hjálpar fólki að halda utan um fjármál heimilisins. Aldrei er unnið með persónugreinanleg gögn í Meniga-
hagkerfinu. Nánari upplýsingar má finna áwww.meniga.is.
Aurar og
krónur
GLEÐINNAR DYR Áfengiskaup eftir mánuðum
17.000
16.000
15.000
14.000
13.000
12.000
11.000
10.000
9.000
Jan
.
Fe
b.
M
ar
s
A
pr
.
M
aí
Jú
ní Jú
lí
Á
g.
Se
pt
.
O
kt
.
N
óv
.
D
es
.
2010 (þús. lítrar) 2011 (þús. lítrar) 2012 (þús. lítrar)
17.000*
*Áætlun
11.038
BREKI KARLSSON
Þ
egar kemur að því að huga að líkama og sál í upp-
hafi nýs árs er úr ýmsu að velja. Sund, skíði, skokk
og skak hvers konar getur sem kunnugt er allt
stuðlað að heilbrigðri sál í hraustum líkama og létt-
ari.
Árskort í sundlaugarnar geta verið handhægur kostur
fyrir ófáa enda alltaf gott að skella sér í laugarnar og taka
nokkrar ferðir. Sundlaugakortin verða að teljast fremur
hagkvæmur kostur þegar kemur að líkamsræktarkortum.
Árið 2013 kostar árskortið fyrir fullorðna í sundlaugar höf-
uðborgarsvæðisins 30.000 krónur, en það er tvö þúsund
króna hækkun frá fyrra ári. Á Akureyri lækkar árskortið
hins vegar um áramótin og fer niður í 32.500 krónur, en það
hefur verið heldur dýrara. Mismunandi var hvort árskort í
sund voru í boði á öðrum stöðum þegar Morgunblaðið gerði
á því óformlega könnun við vinnslu þessa blaðs. Nánari upp-
lýsingar um verð í öllum sundlaugum vítt og breitt um land-
ið má hins vegar nálgast á vefsíðunni: www.sundlaugar.is
Margir hugsa sér eflaust gott til glóðarinnar hvað skíða-
vertíðina framundan varðar.
Hjá skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins í Bláfjöllum og
Skálafelli kostar vetrarkortið þennan veturinn 27.500 krónur
fyrir fullorðna. Í Hlíðarfjalli á Akureyri kostar vetrarkortið í
ár 32.000 krónur fyrir fullorðinn skíðamann. Þar bjóðast
einnig ýmiskonar fjölskyldu- og vinapakkar, þar sem hægt
er að fá hagstæðara verð eftir því sem fleiri börn eiga hlut
að máli eða vinir í hópi taka sig saman og kaupa kort í
fjallið.
Hafi fólk hug á líkamsrækt sem útheimtir færri tæki og
tól skal bent á fjöldann allan af skokkhópum sem hleypur
reglulega um hin ýmsu bæjarfélög vítt og breitt um landið,
allan ársins hring og í öllum veðrum. Felst mestur kostn-
aðurinn við upphaf slíkra æfinga í kaupum á góðum skóm,
þótt ekki sé síðra að eiga einnig góð æfingaföt. Á vefsíðunni
www.hlaup.is er að finna ítarlegar upplýsingar um hlaup,
hlaupaþjálfun- og hópa.
Fyrir þá sem hugnast síður æfingar úti við eru líkams-
ræktarstöðvar landsins einnig með fjölda tilboða og nám-
skeið í upphafi nýs árs sem ávallt. Nokkrum þeirra fylgir
einnig aðgangur í sundlaugarnar sem ekki er síðra. Í öllu
falli er ljóst að ekki er ástæða til að láta nýársheitið falla í
valinn án góðrar tilraunar enda nóg í boði.
MISDÝR HEILSURÆKT Í UPPHAFI ÁRS
Tími nýársheitanna
ÓFÁIR STRENGJA ÞESS HEIT Í LOK ÁRS AÐ HUGA BETUR AÐ LÍKAMA OG SÁL Á NÝJA ÁRINU. GÓÐ KAUP GETA VERIÐ
Í KAUPUM Á ÁRS- EÐA VETRARKORTUM ÝMISKONAR Í UPPHAFI ÁRS, SVO SEM Í SUND EÐA Á SKÍÐI.
Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is
Morgunblaðið/Ernir