Morgunblaðið - 30.01.2013, Side 2

Morgunblaðið - 30.01.2013, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Bíttu í Þorragráðaostinn, áður en hann bítur í þig. Sterkur, bragðmikill og sómir sér vel á þorrahlaðborðinu. Þorragráðaosturinn er konungur gráðaostanna og fæst núna tímabundið í verslunum. Þorragráðaostur H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Egill Ólafsson, Hjörtur J. Guðmunds- son og Sigurður Aðalsteinsson Óvissustigi vegna snjóflóða var lýst yfir á Austurlandi í gær í kjölfar mik- illar snjókomu undanfarna daga. Ófærð af sökum hennar varð til þess að björgunarsveitarmenn úr Björg- unarsveitinni Gerpi á Norðfirði þurftu að flytja þrjá sjúklinga af Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað í Norðfirði til Eskifjarðar yfir Oddsskarð á tveimur torfærubílum síðdegis í gær. Þar voru þrír aðrir sjúklingar teknir og fluttir til Norðfjarðar, þar á meðal kona sem komin var á steypir- inn en þar er eina fæðingardeildin á Austurlandi. Kolófært hefur verið yf- ir Oddsskarð frá því síðdegis á sunnu- dag og fór snjómoksturstæki, snjó- blásari og bíll með plóg á undan björgunarsveitarbílunum. Nokkrir aðrir bílar komust yfir skarðið í kjöl- farið en vegurinn lokaðist strax á eft- ir og verður hann ekki opnaður fyrr en veðrið gengur niður. Föst á Seyðisfirði Fjarðarheiði hefur einnig verið ófær frá því á laugardag og hefur fólk á Seyðisfirði því verið þar innilokað í þrjá daga. Fólk sem vinnur vakta- vinnu í álverinu á Reyðarfirði hefur ekki komist til vinnu og framhalds- skólanemar sem stunda nám á Egils- stöðum hafa ekki komist í skólann. Þá hafa um fimmtíu gestir og hljómsveit sem tróð upp á fjölmennu þorrablóti í bænum um helgina setið þar föst að sögn Arnbjargar Sveinsdóttur, for- seta bæjarstjórnar á Seyðisfirði. Fljúgandi þök á Siglufirði Mikið hvassviðri hefur verið á Norðurlandi undanfarna daga og hef- ur talsvert tjón orðið á þökum húsa í Siglufirði af völdum þess. Þannig var þakið á húsnæði Ljóða- seturs Íslands við Túngötu farið að losna í heilu lagi og þá varð húsið á Suðurgötu 46 einnig fyrir töluverðum skemmdum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Siglufirði eiga flest húsin það sameiginlegt að vera frekar göm- ul. Engin slys hafa hins vegar orðið á fólki. Sjúklingar fluttir með torfærubílum  Fólk innlyksa á Seyðisfirði og eignatjón á Siglufirði  Óvissustig lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Austurlandi Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Sjúkraflutningar Bílar Björgunarsveitarinnar Gerpis á Norðfirði við Heilsugæslustöðina á Eskifirði þar sem fólk var flutt milli bíla áður en aftur var haldið heim á leið yfir Oddsskarð á sjúkrahúsið í Neskaupstað. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Foktjón Þök á nokkrum húsum á Siglufirði tóku að losna í hvassviðrinu, m.a. við Suðurgötu og Túngötu. Engin slys urðu á fólki. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Stjórnvöld þurfa að leggja til tals- vert meira fé til þess að hjúkrunar- fræðingar geti fallist á tilboð um nýj- an stofnunarsamning. Það þarf um 1,3-1,5 milljarða króna til þess að jafna muninn á launum hjúkrunar- fræðinga og annarra háskólamennt- aðra stétta hjá ríkinu. Þetta segir Elsa B. Friðfinnsdótt- ir, formaður Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga. „Stjórnvöld hafa boðið fram til- tekna fjárhæð sem er nokkur hundr- uð milljónir og það eru vissulega miklir peningar. En þegar henni er skipt á milli þeirra 1.348 hjúkrunar- fræðinga sem starfa á Landspítalan- um, þá er lítið handa hverjum og ein- um. Það er vandinn sem við stöndum frammi fyrir,“ segir hún. Munar 95.000 krónum Ekki hefur enn verið boðaður nýr fundur í kjaradeilu hjúkrunarfræð- inga en viðræðum þeirra var slitið á mánudagskvöld. Í pistli á heimasíðu félagsins spyr Elsa hvort stjórnvöld hafi kjark til þess að jafna kynbundinn launamun opinberra stétta. Þá ber hún saman laun hjúkrunarfræðinga og annarra háskólamenntaðra starfsmanna rík- isins. „Meðaldagvinnulaun hjúkrunar- fræðinga í sept. 2012 voru 381.466 kr. á mánuði, en meðaldagvinnulaun háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins voru á sama tíma 463.202 og meðalmánaðarlaun við- skipta og hagfræðinga hjá ríkinu, en þeirra grunnnám er einu ári styttra en nám hjúkrunarfræðinga, eru 476.871. Munurinn á meðaldag- vinnulaunum þessara stétta er 95.000 á mánuði.“ Þarf meira fé til að eyða launamuninum  Hjúkrunarfræðingar án fundarboðs Morgunblaðið/Styrmir Kári Deila Hjúkrunarfræðingar á Land- spítalanum vilja fá kjarabætur. Sjúklingar liggja víða á göngum Landspítalans þessa dagana og mik- ið álag er á starfsfólki. Óvissustig er enn í gildi á spítalanum vegna flensu og plássleysis. Spítalinn hefur ákveðið að draga enn frekar úr valstarfsemi og setja fram áætlun um að fjölga sjúkra- rýmum og auka mönnun til þess að mæta áframhaldandi þörf fyrir hana. Þegar hefur verið hætt við fjölda aðgerða þar. Staðan á sjúkrahúsinu er end- urmetin daglega og verður það gert í hádeginu í dag. Enn dregið úr valstarf- semi á Landspítalanum Morgunblaðið/Árni Sæberg Fullt Á fjórða tug sjúklinga var í einangrun á Landspítalanum í byrjun viku og þarf fjöldi sjúklinga að dveljast á göngunum sökum plássleysis.  Staðan metin á ný í hádeginu Fleiri geislafræðingar á Landspítal- anum hafa sagt upp störfum á spít- alanum undanfarið og er hljóðið í þeim að þyngjast. Á þriðja tug þeirra, sem starfa í Fossvogi, hefur áður sagt upp störfum vegna óánægju með breytingar á vaktaskipulagi. „Ég hef heyrt af því að fleiri hafi sagt upp en ég er ekki með neinar ná- kvæmar tölur um það. Tónninn er að breytast í fólki, það hefur ekki trú á að stofnanasamningurinn verði end- urskoðaður. Fólk er ósátt við að það sé ekkert að gerast,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga, um uppsagnir fé- lagsmanna á Landspítalanum. Engar viðræður hafa átt sér stað á milli geislafræðinga og stjórnenda Landspítalans frá því í desember en þá lagði félag þeirra fyrrnefndu fram drög að nýjum stofnanasamningi. Þá voru haldnir tveir fundir en síðan hef- ur ekkert frekar gerst. „Það hefur ekki þótt ástæða til þess að boða ann- an fund. Við höfum núna sent inn ósk um fund en ekki ennþá fengið svar,“ segir Katrín. kjartan@mbl.is Geislafræðingar ósáttir við stöðuna  Hafa óskað eftir fundi við stjórnendur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.