Morgunblaðið - 09.02.2013, Page 8

Morgunblaðið - 09.02.2013, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013 Í setningarræðu sinni á flokks-þingi Framsóknarflokksins benti Sigmundur Davíð Gunn- laugsson á að flokkur hans hefði ekki velt ríkis- stjórninni mikið upp úr Icesave- málinu eftir að niðurstaða lá fyrir. „Ég hef þó nefnt hvort ekki væri rétt að ríkisstjórnin bæðist afsökunar á framgöngu sinni, þó að ekki væri nema í ljósi þeirrar kröfu sem hún hefur gert til ann- arra um að axla ábyrgð,“ sagði Sigmundur.    Þetta væri vissulega eðlileg lág-markskrafa til ríkisstjórnar- innar eftir framgöngu hennar í málinu.    Réttast hefði þó vitaskuld veriðað hún hefði sagt af sér strax og þjóðin felldi Icesave-samninginn í fyrri atkvæðagreiðslunni.    Fyrst hún sat að því loknu hefðií það minnsta verið rétt af henni að segja af sér þegar hún var gerð afturreka öðru sinni.    Og að sjálfsögðu gafst henni aft-ur tækifæri til að hætta þegar dómur féll henni í óhag þrátt fyrir allar heimsendaspárnar og tilraun- irnar til að hengja hundraða millj- arða skuld á þjóðina.    Afsökunarbeiðni væri að sjálf-sögðu lágmark.    Þess í stað heldur ríkisstjórnináfram að réttlæta misgjörðir sínar og segist hafa haldið rétt á málinu allan tímann. Ef hún fengi tækifæri til mundi hún gera allt nákvæmlega eins öðru sinni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Ekki miklar líkur á afsökunarbeiðni STAKSTEINAR Veður víða um heim 8.2., kl. 18.00 Reykjavík 6 skýjað Bolungarvík 2 snjókoma Akureyri 1 skýjað Kirkjubæjarkl. 3 súld Vestmannaeyjar 6 skýjað Nuuk -6 léttskýjað Þórshöfn 3 alskýjað Ósló -6 léttskýjað Kaupmannahöfn 1 skýjað Stokkhólmur -2 snjókoma Helsinki -2 snjókoma Lúxemborg 0 skýjað Brussel 2 þrumuveður Dublin 7 skýjað Glasgow 6 léttskýjað London 5 léttskýjað París 5 skýjað Amsterdam 2 léttskýjað Hamborg 0 snjókoma Berlín 0 skýjað Vín 2 léttskýjað Moskva -1 frostrigning Algarve 17 heiðskírt Madríd 8 skýjað Barcelona 10 léttskýjað Mallorca 11 skýjað Róm 8 léttskýjað Aþena 12 skýjað Winnipeg -12 upplýsingar bárust ek Montreal -15 snjókoma New York 1 snjókoma Chicago -2 snjókoma Orlando 22 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:42 17:43 ÍSAFJÖRÐUR 9:59 17:35 SIGLUFJÖRÐUR 9:43 17:18 DJÚPIVOGUR 9:15 17:09 Samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi stjórnmála- flokkanna myndu 19,5% þeirra sem tóku afstöðu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga í dag. Könnunin var framkvæmd dagana 31. janúar til 6. febrúar sl., eða í kjölfar úrskurðar EFTA- dómstólsins í Icesave-málinu. Fylgi Framsóknar- flokksins eykst töluvert frá síðustu könnun sem gerð var 15.-20. janúar þegar 14,8% sögðust ætla að kjósa flokkinn. Björt framtíð bætir við sig og 17,8% þeirra sem tóku afstöðu styðja flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi frá því í desember en 33% svarenda sögðust ætla að kjósa flokkinn. Ríkis- stjórnarflokkarnir hafa tapað fylgi það sem af er árinu, Samfylkingin mælist með 16,2% og VG með 8,6%. Stuðningur almennings við ríkis- stjórnina eykst örlítið frá síðustu könnun, 30,1% svarenda sagðist styðja hana. Framsókn sækir á í kjölfar Iceasave-dóms- ins samkvæmt fylgiskönnun hjá MMR Guðni Einarsson gudni@mbl.is Verklagi verður breytt í Héraðs- dómi Reykjavíkur í ljósi dóms Hæstaréttar í skattahluta Baugs- málsins sem kveðinn var upp í fyrradag. Ingi- mundur Ein- arsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, sagði ljóst af dómi Hæsta- réttar að ekki eigi að leyfa að mál séu teygð með þeim hætti sem raunin varð í umræddu máli. „Ég tel að allir dómarar sem lesa þetta sjái að í þessu felst gagnrýni á störf dómarans. Þetta kallar á breytt verklag og breyttar áherslur,“ sagði Ingimundur. Hann sagði ljóst af lestri hæstaréttar- dómsins að í umræddu dómsmáli hafi ákæruvaldið og eins verjendur komist upp með of mikið við með- ferð málsins fyrir héraðsdómi. Einnig hafi komið fram frávís- unarkröfur sem þurfti að taka af- stöðu til og því hafi teygst á málinu. Hæstiréttur átelur málsmeðferð- ina fyrir héraðsdómi harðlega. Hún er sögð vera veigamikil skýring á þeim mikla drætti sem varð á rekstri málsins fyrir héraðsdómi. Litið var til þess langa tíma sem málsmeðferðin tók við ákvörðun refsinga fyrir brot ákærðu. Málið var höfðað með ákæru þann 18. desember 2008 og þingfest 25. febrúar 2009. Dómur var kveð- inn upp 9. desember 2011 eða um þremur árum eftir málshöfðun. Í dómi Hæstaréttar er rakið hvernig lagðar voru fram bókanir verjenda ákærðu og var þar m.a. krafist frá- vísunar málsins frá dómi. Við með- ferð málsins var ákæruvaldinu og hverjum ákærða fyrir sig leyft að skila fjórum greinargerðum auk bókana. Hæstiréttur segir það hafa farið „gróflega í bága“ við ákvæði laga um meðferð sakamála. Segir Hæstiréttur að ekki sé hægt að skýra 165 gr. laga um meðferð sakamála (88/2008) þannig að heim- ilt sé samkvæmt lögum að verj- endur eða ákærðir leggi fram fleiri en eina greinargerð. Ekki sé heldur að finna í lögunum heimild til að veita ákæruvaldinu kost á því að leggja fram sérstaka greinargerð af sinni hálfu. Ljóst er að dómstólanna bíður á næstunni að taka til meðferðar erfið dómsmál þar sem búast má við framlagningu greinargerða á báða bóga, ef að líkum lætur. Hvernig verður brugðist við því? „Þetta er skýrt fordæmi og Hæstiréttur kveður upp úr um það að þetta sé alls ekki heimilt,“ sagði Ingimundur. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Viðar Már Matthíasson, Benedikt Bogason, Greta Baldurs- dóttir og Helgi I. Jónsson og Ing- veldur Einarsdóttir, settur hæsta- réttardómari. Þrjú síðasttöldu störf- uðu áður við Héraðsdóm Reykja- víkur og var Helgi dómstjóri. Dómurinn kallar á breytt verklag  Héraðsdómur Rvk. breytir verklagi Morgunblaðið/Þorkell Héraðsdómur Hæstiréttur gagn- rýndi seinagang málsmeðferðar. Ingimundur Einarsson Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu VM, www.vm.is, þar sem nálgast má umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar. Sjóðurinn veitir tvennskonar styrki n Til rannsóknarverkefna sem tengjast vinnu-umhverfi eða aðbúnaði félagsmanna VM og þróun námsefnis og kennsluaðferða til menntunar þeirra. n Til ýmiss konar brautryðjenda- og þróunarstarfs sem hefur samfélagslegt gildi, menningarstarfsemi eða listsköpunar. n Einstaklingar, fyrirtæki, rannsókna- og menntastofnanir geta sótt um styrk úr sjóðnum. Umsóknir berist Akki, Styrktar- og menningar- sjóði VM, eigi síðar en 9. mars 2013. Umsóknir sem berast eftir þann tíma koma ekki til greina. AU G LÝ S I R E F T I R U M S Ó K N U M U M S T Y R K I Ú R S J Ó Ð N U M VM-FÉLAG VÉLSTJÓRA OG MÁLMTÆKNIMANNA Stórhöfða 25 - 110 Reykjavík - 575 9800 - www.vm.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.