Morgunblaðið - 09.02.2013, Side 16

Morgunblaðið - 09.02.2013, Side 16
BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Hingað til hafa fyrstu og síðustu mánuðir ársins verið rólegur tími hjá Útlendingastofnun. Árið 2011 sótti til dæmis enginn um hæli í jan- úar og sex sóttu um hæli í janúar í fyrra. Álagið hefur verið á sumrin en í ágúst í fyrra, þegar 20 sóttu um hæli, þótti mönnum reyndar sem nýjum hæðum væri náð. Nú blasir allt önnur staða við. Í janúarmánuði 2013 hefur 31 sótt um hæli hér á landi og alls eru umsókn- irnar orðnar 41. Nú er staðan sú að yfir 170 manns dvelja hér á landi og bíða svara frá stjórnvöldum um hvort þeir fái hæli hér á landi, af þeim njóta 144 aðstoðar hjá félags- þjónustunni í Reykjanesbæ, sam- kvæmt samningi við ríkið. Rauði krossinn hefur áhyggjur af því að aukið álag á Útlendinga- stofnun muni leiða til þess að lengri tíma taki að afgreiða málin sem komi sér afar illa fyrir hælisleit- endur. Engin skýring á fjölgun Mesta athygli vekur mikill fjöldi umsókna frá Króötum en eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær liggja 29 hælisumsóknir frá Króöt- um fyrir hjá Útlendingaeftirlitinu, 22 voru lagðar fram á þessu ári en sjö sóttu um hæli undir lok síðasta árs. Stofnunin hefur ekki áður feng- ið svo margar umsóknir frá ríkis- borgurum sama lands. Í ljósi fjöldans má leiða að því líkur að reynt verði að hraða umfjöllun um mál þeirra. Engin skýring hefur fengist á þessum skyndilega straumi frá Króatíu eða þeirri aukn- ingu sem orðið hefur á umsóknum frá ríkisborgurum annarra landa. Hugsanlega er skýringarinnar ein- faldlega að leita í auknu framboði ódýrum flugsætum til Íslands. Biðtíminn reynist fólki erfiður Sólveig Ólafsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Rauða krossins, segir að það blasi við að fjölgun umsókna valdi því að fjölga þurfi starfsmönnum hjá Útlendingastofnun eigi að kom- ast hjá því að biðtími eftir úrskurði stofnunarinnar lengist. „Langur biðtími fer ótrúlega illa með fólk,“ segir Sólveig. Hælisleit- endur séu undir miklu álagi og lang- ur afgreiðslutími geri ekkert annað en að draga álagið á langinn. Fólkið fái ekki háar fjárhæðir til fram- færslu og hafi lítið við að vera með- an umsóknin er til meðferðar hjá yf- irvöldum. Fái kost á að búa víðar Í Morgunblaðinu í gær kom fram að félagsþjónustan í Reykjanesbæ telur að fjöldi hælisleitenda sé orð- inn svo mikill að fleiri sveitarfélög verði að koma að þjónustu við þá. Sólveig bendir einnig á að það sé ekki endilega heppilegt að hýsa svo marga hælisleitendur á sama svæð- inu, m.a. vegna þess að erfiðara sé fyrir hælisleitendur að falla inn í hópinn í smærri bæjarfélögum held- ur en í þeim stærri. Janúar ekki lengur rólegur mánuður  Engin umsókn um hæli í janúar 2011 en 31 í janúar 2013 Morgunblaðið/RAX Heimili Um 20 hælisleitendur dvelja á gistiheimilinu Fit í Reykjanesbæ. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013 „Stúdentar vilja finna áþreifanlegar niðurstöður af vinnu Stúdentaráðs í daglegu lífi sínu í Háskólanum,“ seg- ir Jórunn Pála Jónasdóttir, formað- ur Vöku, en Vaka fékk 77% greiddra atkvæða í kosningum til Stúdenta ráðs HÍ á fimmtudag. Iðunn Garð- arsdóttir, formaður Röskvu, segir úrslitin vonbrigði en að Röskva hafi fengið mann inn í öll sviðsráð, sem skipti miklu máli. Hringingar skila atkvæðum Iðunn telur að áhugaleysi stúd- enta á hagsmunabaráttunni geti að nokkru leyti útskýrt þennan mikla mun milli fylkinganna í niður- stöðum kosninganna: „Við í Röskvu lögðum mikla áherslu á sterka mál- efnaskrá frekar en að keyra á kynn- ingarmálin eins og til dæmis út- hringingar til stúdenta dagana fyrir kosningar.“ Þetta sé því spurning um markaðssetningu og kynningu. Hún telur að skemmtanalíf og dæg- urmál höfði eflaust betur til stúd- enta heldur en hagsmunabaráttan sjálf: „Þau málefni eru oft svo fjar- læg hinum almenna stúdent á með- an hann tekur frekar eftir því sem er að gerast í daglegu lífi í Háskól- anum.“ Nýtt fyrirkomulag jákvætt Nú kjósa stúdentar einstaklinga í sviðsráð sem í sameiningu mynda Stúdentaráð HÍ. Jórunn telur að nýtt fyrirkomulag sé jákvætt og muni skila sér í öflugra starfi Stúd- entaráðs. Þó sé ekki komin næg reynsla til að meta hvort kerfið geti valdið ýktum niðurstöðunum: „Vaka hefur átt mikilli velgengni að fagna í stjórn Stúdentaráðs síðustu tvö ár. Við eigum stuðninginn skilinn og er- um mjög þakklát,“ segir Jórunn. Iðunn veltir fyrir sér hvort kosn- ingakerfið hafi áhrif: „Ég er ekki á því að Röskva hafi tapað svo miklu fylgi. Kynning skiptir greinilega meira máli nú en áður og við lærum af reynslu þessa árs.“ mli1@hi.is Skemmtanalíf á kostnað hagsmuna  Mikill munur milli fylkinga í HÍ Jórunn Pála Jónasdóttir Iðunn Garðars- dóttir „Það er nýtt ævintýri á hverju upp- boði,“ segir Björn Halldórsson, loð- dýrabóndi í Vopnafirði og formaður Sambands íslenskra loðdýrarækt- enda. Minkaskinn sem seld voru á uppboði í Kaupmannahöfn í vikunni hækkuðu að meðaltali um 6% í dönsk- um krónum. Íslenskir minkabændur selja skinn sín á uppboðshúsi Kopenhagen Fur. Áætlað er að um 30 þúsund skinn hafi farið héðan á febrúaruppboð en alls voru seldar 5,7 milljónir skinna. Hvert skinn seldist að meðaltali fyrir 614 danskar krónur og er verðið því komið upp fyrir 14 þúsund ís- lenskar. Minkaskinn hafa verið í góðu verði undanfarin ár, til dæmis hækk- aði verðið um 24% á síðasta sölutíma- bili, en þó er verðið sem nú fékkst nýtt met. Kaupendur frá Kína og Hong Kong halda verðinu uppi. Kaupmáttur er að aukast þar í landi. Þá lagðist vetur snemma yfir þar og einnig hefur verið kalt í Rússlandi. Verð á loðskinnum er sveiflukennt og alltaf má búast við niðursveiflu þegar hæstu hæðum er náð. „Það eina sem við vitum er að einhvern tímann kemur að því, en við fáum ekki hroll- inn fyrr en að því kemur,“ segir Björn en tekur fram að engin merki séu á markaðnum um að það gerist alveg á næstunni. Ef verðið helst út sölutímabilið tel- ur Björn að útflutningsverðmæti minkaskinna verði nálægt tveimur milljörðum króna. Það hefur þá tvö- faldast á rúmum tveimur árum. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Minkur Fjórir bændur eru að hefja framleiðslu auk þess sem einhverjir af þeim sem fyrir eru hafa fjölgað dýrum. Ásettum dýrum fjölgar um 8-9%. Nýtt ævintýri á hverju uppboði  Minkaskinnin seldust á 14 þúsund kr. Evonia stuðlar að auknum hárvexti með því að færa hárrótunum styrk til vaxtar. Evonia er þrungið bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Evonia www.birkiaska.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.