Morgunblaðið - 09.02.2013, Síða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013
STUTTAR FRÉTTIR
● Matsfyrirtækið Moody’s hefur breytt
horfunum á Baa3-lánshæfiseinkunn
ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöð-
ugar. Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Ís-
lands Baa3/P-3 fyrir langtíma- og
skammtímaskuldbindingar eru áfram
óbreyttar. Þetta kemur fram í frétt á vef
Seðlabanka Íslands.
Ákvörðun Moody‘s um að setja horf-
urnar aftur í stöðugar byggist á því að
dregið hefur úr þeirri áhættu sem fylgdi
úrskurði EFTA-dómstólsins í janúar. Sá
atburður leggst á sveif með öðrum já-
kvæðum þáttum í þróuninni á Íslandi
síðastliðna 12 mánuði að mati Moody’s.
Moody’s hefur breytt
horfunum í stöðugar
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Hrein eign lífeyrissjóðanna til út-
greiðslu lífeyris nam um 2.390 millj-
örðum króna í lok ársins 2012 sam-
kvæmt bráðabirgðatölum. Hrein
eign sjóðanna jókst um rúma 290
milljarða króna á árinu, eða um tæp
13%. Hagsjá Hagfræðideildar
Landsbankans fjallaði í gær um
eignastöðu lífeyrissjóðanna.
Mesti vöxtur síðan 2007
„Þessi vöxtur er sá mesti síðan á
árinu 2007, en vöxtur hreinnar eign-
ar á árinu 2011 var tæp 10%. Hér er
einungis litið til þróunar á hreinni
eign sjóðanna og ekki skilið á milli
inngreiðslna og ávöxtunar.
Ætla má að hrein eign lífeyrissjóð-
anna um síðustu áramót hafi verið
um 137% af vergri landsframleiðslu
(VLF) ársins 2012. Þetta er hæsta
hlutfall sem nokkurn tíma hefur
mælst. Stærð sjóðanna m.v. VLF var
svipuð í lok ársins 2011 og í lok árs-
ins 2007,“ segir orðrétt í Hagsjá.
Þar kemur fram að árið 2008 hafi
hrein eign lífeyrissjóðanna lækkað
úr því að vera 130% af vergri lands-
framleiðslu, niður í það að vera 108%
af VLF. Þá hafi hlutfallið verið kom-
ið niður í svipað hlutfall af VLF og
árið 2004. Stærð sjóðanna miðað við
VLF hefur aukist stöðugt síðan á
árinu 2007.
Hrein eign þrefaldast frá 1997
Hagsjá bendir á að landsfram-
leiðslan hafi fallið mikið í kjölfar
bankahrunsins og sé viðmiðun við
hana kannski ekki besti mælikvarð-
inn á stjórn sjóðanna. Sé hrein eign
þeirra miðuð við vísitölu neysluverðs
fáist dálítið önnur mynd: Hrein eign
sjóðanna hafi rúmlega þrefaldast að
raunvirði frá árinu 1997, eða um rúm
8% á ári.
Fram kemur að töluverðar breyt-
ingar hafi orðið á samsetningu eigna
lífeyrissjóðanna á undanförnum ár-
um. Stöðug aukning hafi orðið á
skuldabréfaeign þeirra og hluta-
bréfaeign þeirra hafi aukist mikið á
árunum 2002 til 2007, en hún hafi
fallið mikið í kjölfar hrunsins, en
aukist á ný undanfarin tvö ár. Um
síðustu áramót var hlutabréfaeign
sjóðanna um 8% af hreinni eign
þeirra.
Eftir hrun hafi reiðufé og banka-
innstæður verið mun stærri hluti
eigna en áður og það sýni vafalítið
breytingu í átt til meira öryggis.
Eignaaukning lífeyrissjóðanna á
undanförnum misserum hafi nær al-
farið verið í innlendum eignum. Eftir
að gjaldeyrishöftin voru sett á hafi
hlutfall erlendra eigna sjóðanna far-
ið nokkuð lækkandi.
Hrein eign lífeyrissjóðanna
jókst um 290 milljarða 2012
Eign sjóðanna til útgreiðslu lífeyris nam um 2.390 milljörðum króna
Stærð lífeyrissjóða
» Á árinu 2011 var íslenska líf-
eyrissjóðakerfið það næst-
stærsta innan OECD, eða um
129% af VLF.
» Einungis hollenska kerfið
var stærra, eða 138% af VLF.
» Ætla má að íslenska kerfið
hafi um áramót verið um 137%
af VLF.
» Innlend hlutabréfaeign sjóð-
anna nam tæpum 190 millj-
örðum króna um síðustu ára-
mót, sem nemur tæplega 8%
af hreinni eign lífeyrissjóð-
anna.
Hrein eign lífeyrissjóðanna sem hlutfall af VLF
140%
120%
100%
80%
60%
40%
20%
0%
19
97
19
98
19
99
20
00
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
20
11
20
12
Heimild: Seðlabanki Íslands, Hagstofa Íslands, Hagfræðideild.
Heimsmarkaðs-
verð á olíu
hækkaði talsvert
í gær eftir að
stjórnvöld í Íran
höfnuðu við-
ræðum við
Bandaríkjamenn
um kjarnorku-
vopnafram-
leiðslu. Eins
höfðu jákvæðar
fregnir af kínversku efnahagslífi
áhrif.
Verð á Brent Norðursjávarolíu
til afhendingar í mars fór í gær
hæst í 117,94 Bandaríkjadali tunn-
an, en lækkaði lítillega aftur og hef-
ur ekki verið hærra síðan 14. sept-
ember í fyrra.
Olíuverð
aftur á
uppleið
Olíuverð Fór hæst
í 117,94 dali.
Tunnan í 118 dali
Kópavogsbær hefur gert sam-
komulag við Lánasjóð sveitarfélaga
um að fá lán upp á fimm milljarða
króna til að endurfjármagna lán
upp á 35 milljónir evra, sex millj-
arða króna, hjá Dexia Local Crédit,
sem er á gjalddaga í maí. Mismun-
inn mun bærinn greiða með hand-
bæru fé.
Kópavogsbær hefur að undan-
förnu einnig unnið að skammtíma-
framlengingu og/eða fjármögnun á
hluta af Dexia-láninu til að dreifa
kaupum á gjaldeyri fram á haust
2013, samkvæmt tilkynningu til
Kauphallarinnar.
Fær 5 millj-
arða króna lán
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./0
,11.22
+,-.32
,,.2,+
,4.++
+2.52+
+42.12
+.4-52
+2/.00
+-+.14
+,-.50
,1+.05
+,5.13
,,.255
,4.+-5
+2.202
+42.05
+.45,2
+23.1,
+-+./+
,4,.5/,0
+,5.+0
,1+.2-
+,5.04
,4.1//
,4.,03
,1.11-
+42.5-
+.4532
+23.3
+-+.22
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Útboð á óverðtryggðum ríkisbréfum,
RIKB 14 0314 og RIKB 22 10 26 fór
fram hjá Lánamálum ríkisins í gær. Út-
boðinu var þannig háttað að öll sam-
þykkt tilboð buðust á sama verði.
Lægsta samþykkta verð (hæsta ávöxt-
unarkrafa) ákvarðaði söluverðið.
Alls bárust 5 gild tilboð í fyrri flokk-
inn að fjárhæð 1.200 m.kr. að nafnverði.
5 tilboðum var tekið fyrir 1.200 m.kr. að
nafnverði á söluverðinu 101,775 (3,05%
ávöxtunarkröfu).
Alls bárust 18 gild tilboð í síðari
flokkinn að fjárhæð 4.120 m.kr. að
nafnverði. 16 tilboðum var tekið fyrir
3.920 m.kr. að nafnverði á söluverðinu
105,350 (6,48% ávöxtunarkröfu).
Tilboðum í ríksbréf
tekið fyrir 5,1 milljarð
Markaðsverð íbúðarhúsnæðis á
landinu hækkaði um 4,5% á síðasta
ári.
Þetta er heldur minni hækkun
en á árinu 2011 þegar markaðs-
verð húsnæðis á Íslandi hækkaði
um 8%.
Þetta kemur fram í tölum frá
Hagstofu Íslands. Hækkun fast-
eignaverðs á síðasta ári var ein-
göngu á höfuðborgarsvæðinu, en
markaðsverð húsnæðis á lands-
byggðinni lækkaði á síðasta ári.
Fasteignaverð á landsbyggðinni
hækkaði óvenjulega mikið á árinu
2011 eða um 10,3%, en sú hækkun
gekk að nokkru leyti til baka í
fyrra, samkvæmt tölum Hagstof-
unnar.
Markaðsverð fjölbýlishúsa á höf-
uðborgarsvæðinu hækkaði um
7,5% í fyrra, en markaðsverð ein-
býlishúsa á höfuðborgarsvæðinu
hækkaði um 4,2% í fyrra.
Fasteignaverð 2012
hækkaði um 4,5%
Morgunblaðið/Ómar
Reykjavík Hækkun fasteignaverðs
var einungis á höfuðborgarsvæðinu.
Mest hækkun á höfuðborgarsvæðinu
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is
Eðlileg gagnvirkni
– heyrnartækin sem virka fyrirhafnarlaust
Komdu í
greiningu hjá
faglærðum
heyrnarfræðingi
Hugsaðu þér að þú getir auðveldlega fylgst með sérhverju samtali,
skynjað á réttan hátt hljóðin í kring um þig og getir án óþæginda verið í mjög mismunandi hávaða.
Eða með öðrum orðum getir á eðlilegan hátt hlustað á það sem þú vilt heyra.
Þetta er allt mögulegt með Verso, sem eru nýjustu og fullkomnustu heyrnartækin frá ReSound.