Morgunblaðið - 09.02.2013, Qupperneq 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013
✝ Óskar JúlíusJónsson fædd-
ist í Skipagerði, V-
Landeyjum, 21. júlí
1935. Hann lést á
hjúkrunar-
heimilinu Lundi,
Hellu, 25. janúar
2013. Foreldrar
hans voru hjónin
Jón Gunnarsson,
fæddur 7. október
1895, d. 28. maí
1987, og Kristíana Þórð-
ardóttir, fædd 16. maí 1895, d.
18. apríl 1964. Alsystkini Ósk-
ars eru Ingunn Þóra, fædd 19.
október 1938, eiginmaður
hennar var Vilhjálmur E. Þór-
hallsson, hann er látinn. Friðrik
Ástvaldur, fæddur 22. júlí 1940,
giftur Bjarnfríði H. Gunn-
arsdóttur. Bræður hans sam-
mæðra voru Ársæll Eiríksson,
fæddur 29. september 1915,
hann er látinn, og Ágúst Guð-
jónsson, fæddur 2. ágúst 1923,
hann er látinn, ekkja hans er
Svanborg S. Gissurardóttir.
Eftirlifandi eiginkona Óskars
er Sólveig Guðmundsdóttir, for-
eldrar hennar voru Guðmundur
Júlíusson, f. 19. júlí 1885, d. 1.
janúar 1961, og Elísabet Krist-
jánsdóttir, f. 8. nóvember 1912.
Börn Óskars og Sólveigar eru:
eru Sara Jóhanna, f. 10. maí
2006, og Elín Fríða, f. 8. mars
2009, og Davíð soninn Óskar
Þór, f. 30. nóvember 1987, sam-
býliskona hans Hafdís Guðrún
Benidiktsdóttir, börn þeirra
eru Gabríel Snær, f. 16. mars
2008, Díana Lóa, f. 20. apríl
2009, og Sigrún Björk, f. 2.
september 2012. 4) Hjörtur
Már, f. 12. október 1972. Áður
átti Sólveig dótturina Þórdísi
Björk Sigurgestsdóttur, f. 27.
janúar 1963, gift Þorsteini Þor-
steinssyni, f. 28. mars 1967,
sonur Þórdísar er Sigurgestur
Jóhann Rúnarsson, f. 25. júlí
1983, og sambýliskona hans er
Aðalbjörg Silja Ólafsdóttir, f.
10. janúar 1983, og hennar
börn eru Ólafur Árni Dav-
íðsson, f. 28. desember 1999, og
Kristjana Íva Gautadóttir, f. 12.
nóvember 2004.
Óskar fór snemma að heiman
til vinnu, hann var m.a. vetr-
armaður á Lágfelli. Síðar var
hann handlangari hjá bróðir
sínum. Þá fór hann tvo vetur til
vinnu á vallarsvæðinu í Kefla-
vík. Síðar tók hann þá ákvörð-
un að taka við búinu í Skipa-
gerði, bjó þar fyrst með
foreldrum sínum og síðan með
eiginkonu og börnum. Óskar
vann ýmis störf auk hefðbund-
inna bústarfa. Seinustu starfs-
árin starfaði hann hjá
Skógræktarfélagi Rangæinga.
Óskar verður jarðsunginn
frá Akureyjarkirkju í dag, 9.
febrúar 2013, og hefst athöfnin
kl. 14.
1) Stefán, f. 21.
janúar 1964, giftur
Elínu Sigríði Ragn-
arsdóttur, f. 10.
febrúar 1963, son-
ur þeirra er Óskar
Már, f. 18. sept-
ember 1997, áður
átti Elín dótturina
Guðrúnu Axfjörð,
f. 27. desember
1984, sambýlis-
maður hennar er
Skúli Jón Kristinsson og dóttir
hennar er Snædís Birna, f. 14.
febrúar 2001. 2) Kristjana Mar-
grét, f. 10. febrúar 1965, í sam-
búð með Björgvini H. Guð-
mundssyni, f. 27. júní 1959,
börn þeirra eru a) Jón Óskar, f.
18. febrúar 1987, b) Guð-
mundur Hafþór, f. 21. janúar
1990, unnusta hans er Sandra
Sif Sigvarðsdóttir, c) Bjarki
Hafberg, f. 24. júní 1996, d)
Sævar Örn, f. 16. nóvember
2000, og e) Birkir Rúnar, f. 22.
júní 2007. 3) Davíð Þór, f. 4.
september 1967, giftur Elínu
Fríðu Sigurðardóttur, f. 11.
janúar 1966, sonur þeirra er
Sigurjón Þór, f. 1. október
1995, áður átti Elín dótturina
Hildi Þóru Þorvaldsdóttur, f.
23. mars 1986, gift Geir Sig-
urðssyni Waage, dætur þeirra
Blessuð sértu sveitin mín!
sumar, vetur, ár og daga.
Engið, fjöllin, áin þín
– yndislega sveitin mín! –
heilla mig og heim til sín
huga minn úr fjarlægð draga.
Blessuð sértu sveitin mín!
sumar, vetur, ár og daga.
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína,
þakkarklökkva kveðjugjörð,
kveð ég líf þitt, móðir jörð.
Móðir bæði mild og hörð,
mig þú tak í arma þína.
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína.
(Sigurður Jónsson)
Í dag kveð ég tengdaföður
minn, Óskar Jónsson frá Skipa-
gerði. Að vera fæddur, uppalinn
og búsettur í sama húsi alla sína
ævi telst fágætt nú til dags. En
líka lýsandi fyrir Óskar, hann
var heimakær og vildi helst ekki
dvelja annars staðar, og nýtinn;
óþarfi að kaupa nýtt ef hægt var
að laga það gamla. Þó svo að
hann væri svona mikill sveita-
karl tók hann vel á móti nútíma-
tækninni, farsíma, staðsetning-
artæki, tölvu og interneti. Hann
hafði gaman af „fésbókinni“ og
taldi hana vera sveitasíma nú-
tímans. Að sitja við eldhúsborðið
og ræða málin eða fara með vís-
ur eru stundir sem seint gleym-
ast. Alltaf hélt ég að við hefðum
nógan tíma til að skrifa niður
allar þessar vísur og gamanmál,
en tíminn er eitthvað sem við
stjórnum ekki.
Kæri Óskar, ég vil þakka þér
fyrir allar stundirnar sem við
höfum átt og ég set í minn-
ingabókina mína. Ég vona að þú
finnir garð til rækta á þeim stað
sem þú ert á núna og hafir ein-
hvern til að skrafa við.
Elín Fríða Sigurðardóttir.
Á fyrsta degi þorra, þegar
breyting birtu sólarinnar sem
hækkar sig nú smátt og smátt á
lofti var orðin merkjanleg,
kvaddi elskulegur afi minn þetta
líf eftir mikil veikindi. Þau voru
þung skrefin sem ég tók út af
sjúkrastofunni hans þegar
bóndadagur var kominn að
kvöldi en þessum skrefum fylgdi
líka léttir og ró og fullvissa um
að nú fyndi afi aldrei aftur til.
Afi var raunar stjúpafi minn en
aldrei fann ég annað en að ég
væri afastelpan hans afa, þó að
við kynntumst ekki fyrr en ég
var að verða 11 ára. Okkur afa
líkaði alltaf vel hvoru við annað
allt frá fyrstu kynnum en það
var ekki fyrr en sumarið 1999
sem við fundum hvað við áttum í
raun og veru vel saman. Þetta
sumar unnum við saman við
skógrækt og þegar ég lít til baka
er þetta besta sumar sem ég hef
átt. Við byrjuðum dagana á því
að hlusta á símahrekki í útvarp-
inu og hlógum bæði þegar okkur
fannst hrekkirnir hitta í mark.
Því næst þurftum við að hlusta á
fréttirnar og taka veðrið. Svona
leið sumarið og ef frá eru taldir
nokkrir dagar þar sem hellirign-
ing gerði okkur gramt í geði,
voru dagarnir allir bjartir, stutt-
ir og sólríkir. Uppáhaldssagan
okkar afa frá þessu sumri er
sagan af því hvernig ég lærði að
drekka kaffið mitt svart. Ég tók
alltaf með mér mjólk á flösku til
að nota í kaffið. Eins og gefur að
skilja verður mjólk lítt girnileg
eftir því sem líður á daginn þeg-
ar hún fær að bíða í flösku inni í
bíl í sumarhitanum. Eitthvert
skiptið var ég eitthvað að kvarta
yfir því að mjólkin væri orðin
ógeðsleg og ég gæti því ekki
fengið mér kaffibolla. Þá sagði
afi við mig um leið og hann benti
á flöskuna sem ég hélt á: „Nú
hefurðu um tvennt að velja.
Annað hvort hellirðu þessu út í
kaffið þitt eða þú lærir að
drekka kaffið þitt eins og full-
orðið fólk.“ Í lok sumars vildi ég
kaffið mitt ekki öðruvísi en svart
og hef drukkið það þannig síðan.
Við afi rifjuðum þessa sögu
margoft upp og aldrei án þess að
hann skellti upp úr. En það að
drekka kaffi eins og fullorðið
fólk var ekki það eina sem afi
kenndi mér. Afi var fróður um
svo ótal margt og eftir sumar
hins svarta kaffis uppgötvaði ég
sífellt fleiri hliðar á afa, þessum
þögla manni sem lét ekki mikið
yfir sér en leyndi á sér svo um
munaði. Eftir því sem árin liðu
breyttist val okkar á umræðu-
efnum, við hættum að hlusta á
símahrekki en ýmis málefni,
bæði veraldleg og andleg, hlutu
sinn sess í samræðunum. Þá
skipti engu hvort umræðuefnið
var Heklugos, sagnfræði eða
trúmál, alltaf var afi tilbúinn að
ræða það við mig og alltaf hafði
hann margt til málanna að
leggja. Nú þegar ég rita þessa
hinstu kveðju til afa míns, finnst
mér ég ekkert sérstaklega stór
þó að ég sé orðin fullorðin og
bollinn með svarta kaffinu
standi á borðinu. Mér finnst ég
lítil í söknuði mínum, söknuði
eftir símtali frá afa, fróðleiknum
hans og söknuði eftir því að
skoða með honum nýjustu græj-
urnar hans. Fyrst og fremst er
ég þó þakklát fyrir árin sem við
áttum saman, allt sem hann
kenndi mér og það að hafa feng-
ið að eiga hann sem afa í þessi
rúmu sextán ár.
Guðrún (Gulla).
Margt er okkur hulið úr for-
tíðinni, eða eins og Jón Helga-
son orðar það svo snilldarlega:
„Aldirnar leifðu skörðu …“ Al-
múgi fyrri alda skildi ekki alltaf
eftir sig mörg spor. Þannig var
því farið með hann langafa minn,
hann Ásbjörn Ólafsson, sem átti
rætur sínar að rekja í Ölfusið.
Hann átti með langömmu minni
tvö börn, Ólaf og Ingveldi, en
síðan skildu leiðir. Þau systk-
inin, Ingveldur amma mín, sem
varð níutíu ára gömul, og Ólafur
bróðir hennar, sem varð 81 árs,
lifðu bæði sína löngu ævi án þess
að hafa hugmynd um að þau
ættu hálfbróður, Gunnar Ás-
björnsson, sem var aðeins
nokkrum árum yngri en þau.
Það var ekki fyrr en með til-
komu Íslendingabókar sem ég
uppgötvaði þessi sannindi. Eftir
undrun og vangaveltur varð for-
vitnin öllu yfirsterkari og ég leit-
aði uppi þetta nýfundna frænd-
fólk mitt. Þarna stóð ég allt í
einu andspænis fólki sem var
þremenningar við mig og það
var eins og fortíðin kæmi til mín
færandi hendi. Það var ekki síst
hann Óskar frændi minn í
Skipagerði sem leiddi mig á vit
fortíðarinnar. Hann var bæði í
framkomu og útliti nákvæmlega
eins og öðlingurinn hann Ólafur,
ömmubróðir minn, sem hafði
passað mig litla og alltaf átt
greiðan aðgang að hjarta mínu.
Þannig varð það líka með Óskar,
við fundum bæði strauma for-
feðranna hríslast um okkur,
fundum skyldleikann og nutum
þess að spjalla og spyrja, ekki
síst til þess að reyna að ráða í þá
fortíð sem okkur báðum var hul-
in, en var þó svo skammt undan.
Stundirnar urðu ekki margar
en allar voru þær góðar. Að
heimsækja þau Sólveigu var
bæði skemmtilegt og fróðlegt og
gestrisnin engu lík. Síðasta
skiptið sem við komum í ynd-
islega, gamla húsið þeirra í
Skipagerði, þar sem sagan ang-
ar úr hverri fjöl, og snyrti-
mennskan ræður ríkjum, sýndu
þau okkur litlu eplatrén í fallega
garðinum sínum og Óskar fór á
kostum í tölvunni sinni við eld-
húsborðið, svo traustur og nota-
legur, með Sólveigu sína káta og
glaða allt um kring stjanandi við
okkur.
Þannig vil ég minnast hans
Óskars frænda míns sem for-
sjónin leiddi mig til allt of seint
á lífsleiðinni. En hver stund sem
við áttum saman var gefandi
gleðistund.
Far þú í friði, góði frændi
minn.
Guðfinna Ragnarsdóttir.
Elsku Óskar minn. Nú ertu
farinn frá okkur, þetta hafa ver-
ið skrýtnir dagar undanfarið. Nú
sit ég og rifja upp góðar minn-
ingar um yndislegan mann. Þú
varst svo barngóður, góður í alla
staði. Þegar fór að vora hlakkaði
ég alltaf til, og taldi niður dag-
ana, þangað til ég færi í sveitina
mína.
Það var svo gaman og gott að
vera hjá ykkur, bæði svo ynd-
isleg í alla staði. Ég man svo vel
þegar við stelpurnar vorum að
drullumalla og þú tókst vídeó af
okkur. Eins og alltaf, svo góður
með krökkunum. Þú varst alltaf
til staðar fyrir okkur krakkana
og duglegur með myndavélina.
Alltaf varstu tilbúinn að taka
myndir og vídeóupptökur.
Börnum okkar var tekið með
sannri ást og alúð. Hjónin í
Skipagerði hafa ávallt verið köll-
uð afi og amma í sveitinni sem
enn er við lýði. Hjarta okkar og
hugur blæs um Skipagerði og
þessi heiðursmaður mun ávallt
vera í okkar hjörtum.
Elsku Sólveig mín, börn og
aðrir aðstandendur, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð. Megi
góður Guð vera með ykkur á
þessum erfiðu tímum.
Þín sveitastelpa,
María Sigurðardóttir og
Magnús Friðriksson.
Óskar Júlíus
Jónsson
✝ Gynda MaríaDavidsen
(María Davíðs-
dóttir), fæddist 26.
ágúst 1923 í Hald-
arsvík í Færeyjum.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Vestmannaeyja 28.
janúar 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Gutti
Martin Davidsen,
d. 1974 og Maren Katrína Dav-
idsen (Andreasen), d. 1966, frá
Haldarsvík Færeyjum. Systkini
Natalja, gift Robert Charles
James Osburn, og Alexandra
Sharon. 2) Guðrún Sigurbjörg,
gift Birgi Rögnvaldssyni, börn
þeirra eru Anna María og
Bergþór Ingi. Gynda María
ólst upp í Haldarsvík í Fær-
eyjum og stundaði þar ýmis
störf. Hún fór á vertíð til Vest-
mannaeyja árið 1958 og kynnt-
ist manni sínum þar. Hófu þau
búskap að Hásteinsvegi 51 árið
1959 og hélt hún þar heimili
með myndarskap alveg þar til
þau fluttust á Hraunbúðir árið
2006. Gynda stundaði ýmis
störf meðfram heimilishaldi
bæði á leikskóla og við fisk-
vinnslu.
Útför Gyndu Maríu fer fram
frá Landakirkju í Vestmanna-
eyjum í dag, 9. febrúar 2013,
og hefst athöfnin kl. 14.
Gyndu voru Jó-
hanna Sofía Joen-
sen, d. 2009, og
tvíburasystirin
Brynhild Pálína
Súsanna Hansen, f.
1923.
Hinn 26.9. 1959
giftist Gynda
Bergþóri Guðjóns-
syni frá Vest-
mannaeyjum, f. 28.
ágúst 1925, d.
18.11. 2007. Börn þeirra eru:
1) Sólrún, gift Róbert Hugo
Blanco, börn þeirra eru Eva
Elskuleg móðir okkar er fallin
frá eftir langa og gæfuríka ævi.
Við minnumst hennar með
hlýju og söknuði og erum þakk-
látar fyrir að hafa átt hana að svo
lengi. Hlýja og vinsemd ein-
kenndi mömmu alla tíð og fengum
við að njóta þess í uppvextinum í
ómældum mæli. Hún var alltaf til
staðar fyrir okkur og bjó okkur
gott heimili ásamt pabba. Heim-
ilið var hennar ríki þar sem allt
var hreint og fínt, skreytt með
hennar fallegu hannyrðum og
blómum, og ilmi af færeyskri og
íslenskri matargerð. Yfir þessu
hvíldi svo kærleiksríkt samband
mömmu og pabba sem einkennd-
ist af mikilli ást og virðingu. Það
var því mömmu mikill harmur
þegar pabbi féll frá árið 2007 og
saknaði hún hans mikið. Mamma
var í góðu sambandi við systkini
sín og ættingja í Færeyjum og
fórum við reglulega í heimsókn
þangað ásamt pabba sem elskaði
allt sem færeyskt var. Við eigum
afskaplega ljúfar minningar af
heimsóknum og kynnum okkar af
ættingjum okkar þar og teljum
við það forréttindi að hafa fengið
að tengjast svo vel hennar heim-
kynnum. Við erum þakklátar fyr-
ir að hafa borið gæfu til að nýta
þann tíma sem okkur var gefinn
með mömmu. Við minnumst
góðra stunda á Hraunbúðum og
fjölskyldustunda í Stóragerðinu.
Í dag kveðjum við mömmu í
hinsta sinn. Blessuð sé minning
hennar.
Sólrún og Guðrún.
Elsku Gynda María Davíðsen,
amma okkar. Hinn 28. janúar síð-
astliðinn kvaddir þú þennan heim.
Mikið munum við sakna allra
yndislegu stundanna sem við
deildum með þér. Þú varst svo
góð amma og elskaðir okkur svo
heitt. Þú fylltir líf okkar af gleði,
hlátri og færeyskum frösum og
síðast en ekki síst, þá gafst þú og
afi okkur fallega og góða fjöl-
skyldu. Við munum seint gleyma
þeim stundum sem við eyddum
með þér og afa.
Jólin eru sá tími sem er okkur
sem minnisstæðastur, en hefðin
var sú að eyða öllum hátíðardög-
unum hjá ykkur.
Eitt skiptið stakk mamma upp
á því að færa hátíðarhöldin heim
til okkar, ólíkt ykkur, að stóru
eldhúsi með glænýrri uppvöskun-
arvél. Þetta tókum við ekki í mál
þar sem engin jól voru í okkar
huga nema á Hásteinsveginum
hjá þér og afa. Og hvers vegna að
breyta þessari hefð, enda eins og
þú amma bentir á hver einustu
jól, þá fannst honum pabba hvort
sem er svo skemmtilegt að vaska
upp.
Svo voru það sunnudagarnir
eftir kirkju þegar við kíktum í
heimsókn til ykkar.
Þetta voru bestu dagar vikunn-
ar sem enduðu yfirleitt á ljúffeng-
um pönnukökum með sykri og
nokkrum kóngabrjóstsykursmol-
um sem afi átti til að lauma að
okkur.
Ekki má svo gleyma öllum
sápuóperunum sem við horfðum á
saman. Með mér voru það Ná-
grannar en þú og Natalja eydduð
mörgum stundum yfir Leiðar-
ljósi. Þú varst farin að missa sjón
og oftar en ekki þurftum við að út-
skýra fyrir þér hvað var að gerast
í hverjum þætti. Ég get enn heyrt
í huga mér viðbrögðin yfir öllum
hneykslismálunum sem við lýst-
um fyrir þér úr hverri Löðurserí-
unni: „Er thad? Nei, ekki gjerdi
hún thad?“ sagðir þú á þinni
bestu blöndu af færeysku og ís-
lensku.
Sunnudagskaffið færðist síðar
meir heim til okkar í Stóragerðið
þegar þú og afi fluttuð á Hraun-
búðir.
Mamma tók upp þá hefð að
hafa heitan mat í hádeginu og á
hverjum sunnudegi í mörg ár,
komuð þið til okkar og snædduð
lambalæri. Síðar meir þegar afi
var farinn hélst þú áfram að koma
til okkar. Svona var hefðin mikil
og fjölskylduböndin sterk.
Með árunum urðum við Na-
talja eldri og fórum á vit ferða-
lagsins frá Vestmannaeyjum. Na-
talja elti stóru ástina til Kanada
og ég fór og dvaldist með þeim um
ársbil.
Það ár var þitt síðasta með afa,
árið 2007.
Stuttu eftir flutti ég aftur til Ís-
lands og minnist þess mjög
hversu ánægð þú varst að sjá mig.
Á sunnudagseftirmiðsdegi sát-
um við saman á Hraunbúðum og
ég sagði þér sögur frá Kanada. Þú
varst svo stolt af mér að hafa farið
í þetta langa ferðalag og stolt af
Natalju yfir öllu því sem hún hafði
áorkað í lífinu.
Síðustu jólin með þér munu
ávallt vera mér dýrmæt. Þökk sé
tækninni þá gátum við sett upp
netspjall á aðfangadag með þér
og Natalju í Kanada.
Þú varst alltaf jafn glöð og
ánægð að heyra í henni.
Dagurinn var fylltur af gleði og
hlátri, góðum mat, og góðum fé-
lagsskap. Þú varst umvafin fjöl-
skyldu þinni allt til endaloka.
En nú ertu farin, og þó svo að
sorgin sé mikil þá gleðjumst við
jafnframt yfir því að nú ertu aftur
komin til Begga afa sem þú sakn-
aðir svo heitt.
Við elskum þig, amma. Hvíl í
friði.
Alexandra Sharon Ró-
bertsdóttir og Eva Na-
talja Róbertsdóttir.
Gynda María
Davidsen
HINSTA KVEÐJA
Elsku Gunda, núna ert
þú komin til Begga sem þú
saknaðir svo mikið.
Börnum þínum og
barnabörnum sendi ég mín-
ar samúðarkveðjur.
Guð verði með þeim.
Edith.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn