Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2013 Ekki er sjálfgefið að maður komi oftar en einu sinni á Austurvöllum dagana, að minnsta kosti ekki ef maður er útlendingur, og þvíbetra að bregða myndavél og/eða símum á loft við það tækifæri.Ekki þurfti að segja þessum ágætum gestum okkar Íslendinga það tvisvar en einbeitingin skein úr hverju andliti þegar Kjartan Þorbjörnsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, gekk fram á hópinn í vikunni. Ofmælt væri að segja að gleðin hafi verið við völd en ugglaust hefur gestunum verið kunnugt um að Austurvöllur hafi verið vettvangur búsáhaldabyltingarinnar um árið og þá var engum manni hlátur í hug. Konan á bleiku kápunni er bersýnilega að sækja sér upplýsingar í sím- anum, mögulega hefur hún verið að gúgla Jón forseta. Mikið hefur rignt í höfuðborginni síðustu daga en ferðamennirnir létu það ekki slá sig út af laginu enda búnir til að standa undir fáeinum drop- um, hið minnsta. Fjölbreytnin í litavali á regnstökkum þeirra er til eft- irbreytni, enginn þeirra er eins. Óskandi er að enginn í hópnum hafi óvænt farið úr yfirhöfninni og þar með „týnst“, eins og aumingja konan sem var hér á ferð á liðnu ári og tók tímunum saman þátt í „leitinni“ að sjálfri sér. AUSTURVÖLLUR Í RIGNINGUNNI Festur á filmu AUSTURVÖLLUR ER EINN AF HELSTU STÖÐUM REYKJAVÍK- UR OG LEIÐSÖGUMÖNNUM LJÚFT OG SKYLT AÐ BRUNA ÞANGAÐ MEÐ FERÐAMENN Í BLÍÐVIÐRI SEM BLEYTU. Óttar Snædal borgar félaga sínum fyrir kaffi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.