Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Side 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2013 Ferðalög og flakk Íslenski arabinn, Konráð Ragnar Konráðsson, horfir á sólsetur í Sahara-eyðimörkinni. Í Marokkó eru fjöll, eyðimerkur og strendur og við töldum að það hlyti að vera bæði fjölbreytt og skemmtilegt að ferðast þangað sem það líka var,“ segir Sara Bjarney Jónsdóttir læknir sem nýlega fór í ævintýralegt ferðalag ásamt kærasta sínum, Konráði Ragnari Konráðssyni. Þegar fríið var skipulagt komust þau að þeirri niðurstöðu að þau vildu kynnast framandi menningu en ekki ferðast of langt til þess. „Okkur fannst Marokkó alveg vera málið. Við byrjuðum á því að fara til Marrakesh sem er mikil stórborg og þar er mikið um að vera. Þar er mikið af mörkuðum (med- ina) í þröngum götum og maður horfir á fólk búa til vöruna og selja hana, menn eru að sauma kjóla úr silki á miðri götu og kryddin eru mulin fyrir framan mann.“ Sara segir að þó að upplifunin hafi verið mikil hafi áreiti heimamanna verið heldur truflandi og iðulega verið barist um að ná athygli þeirra. „Við vorum svo túristaleg. Það tóku allir eftir okkur og reyndu að fá okkur að sínum sölustað. Við vorum svo hvít með myndavélina á lofti. Það var kall- að á okkur og fólk kom til okkar og leiddi okkur í ákveðnar áttir.“ Sara og Konráð kíktu líka á Jamaa el Fna sem er gífurlega stórt markaðstorg og margir segja að það sé ástæðan fyrir heimsfrægð borgarinnar. „Þar var mikið um apa og slöngur og heimamenn voru svolítið duglegir við að henda á okkur dýr- unum án þess að spyrja okkur og rukkuðu svo fyrir það eftir á. Maður vissi aldrei hvað kom næst. Við reyndum bara að halda okkar striki og vera ekki mikið að horfa til fólks og gefa af okkur. Það var samt frekar leiðinlegt af því að við vorum komin í þetta land og okkur þótti við verða vera kurteis. En einhvern vegin gat maður ekki gefið mikið af sér og brosað mikið til fólks því að þá var það svo fljótt að grípa mann.“ Sara og Konráð voru aftur á móti laus við áreitið þegar þau héldu í þriggja daga ferð í Sahara-eyðimörkina. „Við vorum einn dag á kameldýri og fórum upp á sandhólana og horfðum bæði á sólina setj- ast og rísa, það var hápunktur ferðarinnar. Það var einn ungur strákur sem leiddi kameldýrin áfram og með okkur hring í eyðimörkinni. Kameldýrin eru svo þolinmóð og góð dýr að það var ekkert erfitt að ferðast á þeim, það var bara upplifun. Eitt- hvað sem maður verður að prófa.“ Að eyði- merkurupplifuninni lokinni náðu þau að hvílast í nokkra daga í litlum sjávarbæ sem heitir Essaouira áður en þau héldu aftur til Íslands. „Þessi ferð vakti hjá okkur áhuga að fara að kíkja á fleiri lönd. Við vitum ekki hvort við förum endilega til Marokkó aftur. Það er svo margt sem okkur langar til að sjá í heiminum en ef maður vill allt öðruvísi menningarheim er tilvalið að fara til Marokkó. Það er mjög mikið ævintýri að fara þangað.“ ÆVINTÝRAFERÐ TIL MAROKKÓ Sólsetur í Sahara ÞAU SARA BJARNEY JÓNSDÓTTIR OG KONRÁÐ RAGNAR KONRÁÐSSON VILDU KYNNAST FRAMANDI SLÓÐUM EN EKKI FERÐAST OF LANGT TIL ÞESS. NIÐURSTAÐAN VARÐ ÞVÍ FERÐALAG TIL MAROKKÓ EN ÞAU SEGJA ÞAÐ HAFA VERIÐ MIKIÐ ÆVINTÝRI AÐ KOMA ÞANGAÐ. Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is * „Kameldýrin eru svoþolinmóð og góð dýrað það var ekkert erfitt að ferðast á þeim, það var bara upplifun.“ Útsýnið ofan af kamelbaki í Sahara-eyðimörkinni. Frábært verð í sólina í sumar! Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu * Innifalið: Flug báðar leiðir, flugvallaskattar, gisting og íslensk fararstjórn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.