Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Page 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Page 27
3.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 smáratorgi 522 7860 • korputorgi 522 7870 • glerártorgi 522 7880 spegill lampar Og ljós 8.990 Skartskápar ver-d Frá 29.900 Fyrir Ferminguna 6.990 590Kertastjakar 5.690 H jónin Snæbjörn Stef- ánsson og Róshildur Jónsdóttir reka saman hönnunarfyrirtækið Hugdettu. Vinnustofan þeirra heitir Grettisborg og þar hafa þau aðsetur ásamt Aðalsteini, bróður Stefáns. Grettisborg er líka heitið á íbúða- hóteli sem hjónin reka sem er við hliðina á vinnustofunni. Ennfremur búa þau í næsta húsi svo það er óhætt að segja að líf þeirra fari fram að stórum hluta við Grettisgöt- una. Vinnustofan hefur verið til frá út- skrift Snæbjörns og Rósu úr vöru- hönnunarnámi frá LHÍ árið 2006 en í fyrstu sameinuðust fleiri úr ár- ganginum með þeim um reksturinn. Snæbjörn segir að þau hjónin séu ólík og það sé gott að vinna saman upp á að fá viðbrögð við verkum sínum á vinnslustigi. En hvaðan sprettur sköp- unarþörfin og hvernig leitar hann að nýjum verkefnum? „Þetta sprett- ur upp úr forvitni og því að hugsa um hvernig hlutir virka, reyna að betrumbæta þá, að gera hluti með sínu fingrafari. Fólk vill upplifa eitt- hvað nýtt,“ segir hann og bætir við að nýir stólar hafi jafn mikinn rétt á sér og ný lög. Nýjasta verkefni hans er hilla úr íslenskum efniviði. „Ég er að end- urgera þessar gömlu stásshillur. Fólk hafði hillu fyrir þá hluti sem því fannst virkilega verðmætir,“ seg- ir hann en efniviðurinn er íslenskt lerki og steyptir álhlutir. „Þetta eru tvö ólík íslensk efni en það er vatnið sem drífur bæði áfram.“ Snæbjörn prjónaði þennan þjóðlega lampaskerm. Stílhreinir og fallegir snagar frá Hugdettu. Þau smíðuðu eldhúsinnréttinguna og skrifborðin í vinnustofunni. Rósa er þekkt fyrir fiskibeinamódel sín og verður með sýningu í Spark við Klapparstíg á Hönnunarmars. Rósa gerði þetta borðstofuborð og stólana úr íslensku birki. * „Þetta spretturupp úr forvitniog því að hugsa um hvernig hlutir virka, reyna að betrum- bæta þá, að gera hluti með sínu fingrafari.“ Aðalsteinn er þekktur fyrir ljósakrónu sína sem heitir Ornametrica en hann vinnur að nýju ljósi og hefur fengið innblástur frá hreindýrahornum. INNLIT Á VINNUSTOFUNA GRETTISBORG Ný upplifun VÖRUHÖNNUÐIRNIR SNÆBJÖRN STEFÁNSSON OG RÓSHILDUR JÓNSDÓTTIR REKA SAM- AN HÖNNUNARFYRIRTÆKIÐ HUGDETTU. ÞAU ERU LÍKA HJÓN OG DEILA VINNUSTOFU. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.