Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Side 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Side 38
*Föt og fylgihlutir Fatahönnuðurinn Ingvar Helgason er hluti af einu heitasta hönnunarteymi tískuheimsins »40 Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Ég myndi segja að fatastíllinn minn væri frekar klassískur og stílhreinn en með áhættuívafi. Hver eru bestu fatakaupin þín? Ein bestu kaup sem ég hef gert er Andersen & Lauth prjónavesti sem ég nota mikið yfir yf- irhafnir, t.d. svarta leðurjakkann minn. Þetta er þriðji veturinn sem nota vestið alveg ótæpi- lega. Svo er ég mikil töskufrík og á það til að kaupa mér of mikið af þeim. Mín bestu tösku- kaup myndi ég segja að væri Louis Vuitton taskan mín. Ég nota hana mjög mikið. Svo nældi ég mér í Michael Kors tösku á góðu verði um daginn sem ég hef á tilfinningunni að muni koma að góðum notum. En þau verstu? Þar er af mörgu að taka, ég geri yfirleitt mín verstu kaup þegar ég er á hlaupum á milli búða erlendis og ætla einmitt að gera svo mikil kjarakaup á spottprís! Þá eru skyndiákvarð- anir teknar og flest sem ég hef keypt á svona hlaupum hangir enn með verðmiðann inni í skáp. Í næstu ferð erlendis hef ég ákveðið að stressa ekki sjálfa mig upp í „hlaupkaup“ og kaupa þá t.d. frekar eina dýrari flík. Allra verstu kaupin held ég hins vegar að sé jakki með strútaskinnsmynstri sem ég keypti í Noi þegar ég var ca. 18 ára. Hann var húðlitaður og úr plasti. Alveg hrikalegur í alla staði! Hverju er mest af í fataskápnum? Ég held ég verði að segja að það séu töskur. Ég er farin að hengja töskurnar á herðatré inn í fataskáp vegna plássleysis. Ég á líka orðið ansi mikið af alls kyns klútum og treflum. Hvar kaupir þú helst föt? Ég kaupi langmest í Zöru. Hönnuðirnir hjá Zöru eru alveg með puttann á púlsinum þessi misserin. Ég fatta stundum að hver einasta flík sem ég er í þá stundina er frá Zöru. Annars er ég líka veik fyrir GK, Evu og Kronkron hérna heima. Erlendis eiga H&M og Monki eflaust vinninginn þegar kemur að fatakaupum. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Alexander Wang er uppáhaldshönnuðurinn þessa stundina. Svo eru Celine og Acne að gera frá- bæra hluti. Bara ef peningar yxu á trjám! Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Kate Bosworth, Olivia Palermo og Nicole Ric- hie eru með óskeikulan fatastíl. Þær klikka aldrei. Svo eru margar flott klæddar hérna á Ís- landi, mér finnst t.d. Anna Lilja Johansen, Frið- rika Hjördís og Ása Ninna í GK með mjög flottan stíl. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Ég er gjörn á að fá leið á fötunum mínum og hef tekið þá stefnu að kaupa mér frek- ar dýrari fylgihluti sem ég get notað endalaust og kaupi þá frekar ódýrari flíkur sem ég get þá leyft mér að end- urnýja oftar. Og já, sleppa öllum „hlaupkaupum“ erlendis. Hvert er þitt eftirlætis tískutímabil? Mér finnst tímabilið um og eftir 1960 hafa komið best út í heildina. Stíllinn var dömulegur og skemmtilegur. Audrey Hepburn var brautryðjandi í mínum huga. Annars finnst mér stíllinn í dag flottur, það er einhvern veginn allt leyfilegt. Morgunblaðið/Styrmir Kári KAUPIR DÝRA FYLGIHLUTI EN ÓDÝRARI FÖT Verstu kaupin gerð á hlaupum TINNA GILBERTSDÓTTIR, SÖLUSTJÓRI HJÁ ICELAND SEAFOOD, ER VEIK FYRIR TÖSKUM EN SEGIST GERA SLÆM KAUP EF HÚN ER Á HLAUPUM Í ÚTLÖNDUM. SÉR HAFI REYNST BETUR AÐ KAUPA EINA VANDAÐA FLÍK EN MARGAR ÓDÝRARI. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Louis Vuitton taskan er fyrir löngu orðin klassísk. Tinna segir tösku frá merkinu vera bestu kaupin þótt hún hafi sannarlega kostað sitt. Fyrirsætan Olivia Palermo kann að klæða sig. Leikkonan Kate Bosworth er með skemmtilegan stíl. AFP Alexander Wang er eitt af stóru nöfnunum í tískuheiminum. Tinna væri alveg til í flíkur eftir hann ef peningar yxu á trjánum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.