Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Side 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Side 64
SUNNUDAGUR 3. MARS 2013 vodafone.is/godsamskipti H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Vodafone hefur trú á góðum samskiptum Þín ánægja er okkar markmið Það bætir lífið þegar við leggjum okkur fram um að eiga góð samskipti. Vodafone vill tala máli góðra samskipta í samfélaginu því þau eru grundvöllurinn að allri þjónustu sem við veitum. Magni Ásgeirsson mætti í söngstund Norðlingaskóla á fimmtu- dag og tók þar lagið með krökkunum sem sungu með. Þráinn árni Baldvinsson, tónlistarkennari skólans og gít- arleikari Skálmaldar, fékk Magna til að breyta aðeins til og er ekki annað hægt að segja en að börnin hafi tekið Magna opnum örmum. Tók hann meðal annars lagið um Emil, Stubbana og Lífið er yndislegt við góðar undirtektir. Fékk Magni börnin til að standa upp og hreyfa sig, hoppa og kannski það sem skiptir helst máli í söngstund, syngja mikið. Börnin í Norðlingaskóla syngja mikið og eru óhrædd við að taka undir. Þeim þótti greini- lega ekki verra að fá Magna til að leiða sönginn að þessu sinni. Þráinn Árni og Magni. Tveir rokkarar. SÖNGSTUND Í NORÐLINGASKÓLA Morgunstund með Magna Magni Ásgeirsson var í miklu stuði og börnin líka þegar hann tók lagið um Emil. „Þær heita Ísey og Skriða. Ísey er níu ára og er eldri. Ég skírði hana sjálf. Fannst passa vel við hana og nafnið finnst mér fallegt. Skriða er nýorðin fjögurra ára og fæddist undir Vatnajökli. Okkur fannst það passa henni vel og við héldum nafn- inu frá ræktandanum hennar,“ seg- ir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir at- hafnarkona en hún á tvo Siberian Husky hunda sem alls staðar vekja athygli – eins og eigandinn. Hún segir að hundarnir séu yndislegir í alla staði. „Það er aðeins meira en að segja það að eiga tvo Husky. En þeir eru svo yndislegir og þægilegir inni á heimilinu. Það kemur flestum á óvart að það fer ekkert fyrir þeim.“ Husky-hundurinn er mjög ná- lægt úlfinum í tegund og það eru ekki margir þekktir sjúkdómar í tegundinni. Hins vegar er stroku- eðli í þeim og því þarf að passa vel upp á dyr og annað sem hundarnir gætu hlaupið út um. „Við erum heppin að vera með afgirtan garð og þar hafa þær gott pláss. Í gamla daga voru þessir hundar notaðir til að hlýja börnunum og það er því í eðli þeirra að vera barngóðir.“ Sigrún segir að þau Reynir, mað- urinn hennar, sjái um að hundarnir fái mikla hreyfingu. Bæði nota þau tvo jafnfljóta og einnig hjól. „Husky eru vinnuhundar og finnst fátt betra en að púla. Þeirra eðli er að draga. Algjörlega yndisleg dýr.“ GÆLUDÝRIÐ MITT Yndislegar báðar tvær Sigrún Lilja ásamt þeim Íseyju og Skriðu. Ljósmynd/Kári Sverrisson ÞRÍFARAR VIKUNNAR Helgi Pétursson tónlistarmaður og faðir Heiðu er brosmildur maður. Heiða Kristín Helgadóttir stjórn- arformaður Bjartrar framtíðar. Anna Paquin leikkona er með frísk- legt og heilbrigt bros.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.