Morgunblaðið - 12.04.2013, Síða 17

Morgunblaðið - 12.04.2013, Síða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 FRAMÚRSKARANDI Þú veist það strax og þú sérð hann. Það er eitthvað sérstakt við Range Rover Evoque. Hönnunin togar í þig um leið. Útlitið hvíslar að þér einhverju um ævintýri, þægindi og óbeislaða upplifun. Búnaðurinn er á heimsmælikvarða, hvort sem um ræðir aksturseiginleika, fjöðrunarbúnað, drifkerfi eða afl. Leyfðu honum að heilla þig. Komdu og reynsluaktu Evoque. Hafðu samband í síma 525 8000 eða komdu í heimsókn. Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is www.landrover.is E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 5 10 *Miðað við uppgefnar viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. NÝR RANGE ROVER EVOQUE – VERÐ FRÁ 8.790.000 KR. 4x4 - TD4 2,2 dísil - Eyðsla 6,5 l/100 km.* OPIÐ LAUGARDAG FRÁ 12-16 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Hvaða þýðingu hefur saga? Maður hefur fyrst og fremst áhuga á því að vita hvernig sagan gerðist. Sagan um Raspútín hefur verið sveipuð dulúð en nú eru komin fram gögn svo hægt er að segja hann á sannferðugri hátt en áður,“ segir Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur og lektor við Háskól- ann á Bifröst. Guðmundur heldur fyrirlestur í Snorrastofu nk. þriðjudagskvöld um munkinn dularfulla, Grígorí Raspút- in, og hrun rússneska keisaradæm- isins. Fyrirlesturinn er haldinn til minningar um Harald Blöndal hrl. sem var mikill áhugamaður um sögu og vel að sér um aðalsættir í Evrópu. „Ég var við nám í Sankti Péturs- borg sem þá hét reyndar Leníngrad. Fyrsta borgin sem maður kemur til sem ungur maður hefur áhrif á mann,“ segir Guðmundur um áhuga sinn á sögu Rússlands og hinnar sögufrægu borgar, St. Pétursborgar, sérstaklega. Hann hefur haldið fyr- irlestra í karlaklúbbum og fyrir rúss- neskunema við Háskóla Íslands. „Þetta hefur verið að malla í mér. Svo var það fyrir áeggjan Óskars Guðmundssonar sagnfræðings að farið var að ræða um Raspútín. Það er nokkuð um liðið en við erum svo heppnir að síðan hafa komið fram nýjar upplýsingar um Raspútín og hvernig dauða hans bar að.“ Flestir sem fjallað hafa um sögu Rússlands hafa litið svo á að komm- únisminn hafi verið fyrsta skrefið í örlögum þjóðarinnar. Guðmundur segist alltaf hafa verið öðruvísi stemmdur. Byltingin hafi verið loka- atriði í hörmulegri þróun. „Raspútín er góð táknmynd fyrir þá skelfilegu þróun sem varð. Keisaraættin varð ófær um að taka á nútímanum. Í upp- hafi 20. aldarinnar var Rússland orð- ið iðnveldi en 80% íbúanna voru ómenntaðir bændur sem bjuggu við lénsveldi. Það fer ekki saman.“ Grígorí Raspútín var munkur austan úr Síberíu og kom sér í mjúk- inn hjá keisarafjölskyldunni en Nikulás II. Rússlandskeisari og Alexandra Fjodorovna keisaraynja höfðu bæði áhuga á kukli og dul- speki. Raspútín læknaði Alexei erfðaprins af köstum vegna dreyra- sýki og þau litu eftir það á hann sem lífgjafa Rómanovættarinnar og keis- araveldisins. Hann var sérstaklega innundir hjá keisaraynjunni sem hafði sterk tök á keisaranum. Ras- pútín fór að ráðskast með heims- veldið, réð og rak ráðherra. Guð- mundur tekur fram í þessu sambandi að Nikulás II hafi verið álitinn góður einstaklingur en ekki vel fallinn til að stjórna ríkinu. Vildu bjarga Rússlandi Keisaraynjan var þýsk og tor- tryggð þegar Þjóðverjar og Rússar tókust á í heimsstyrjöldinni fyrri og það jók ekki á vinsældirnar að Ras- pútín var tengdur skrítnum sér- trúarsöfnuðum rússnesku rétttrún- aðarkirkjunnar þar sem kynlífsorgíur voru meðal helgisiða. Eignaðist Raspútín marga valda- mikla óvini sem töldu nauðsynlegt að drepa hann til að bjarga Rússlandi. Þeim tókst það en ekki náðust mark- miðin. Keisarinn sagði af sér, stofnuð var bráðabirgðabyltingarstjórn og fjölskyldan tekin af lífi. Guðmundur ber saman frönsku byltinguna og þá rússnesku. Í þeirri fyrrnefndu er talið að 20 þúsund menn hafi verið drepnir en í bylt- ingu kommúnista í Rússlandi er talið að 20 milljónir manna hafi fallið, áður en Stalín tók til við sín- ar hreinsanir. „Þessi sam- anburður er ótrúlegur. Ég hef verið að velta fyrir mér ástæðum þessarar miklu grimmdar. Að hluta til er hennar að leita í því hvað keisaraættin og aðallinn hafði gert en einnig að það var dauðasök í hug- myndaheimi kommúnistanna að vera á annarri skoðun.“ Greiðist úr dulúðinni um Raspútín  Guðmundur Ólafsson segir frá munknum dularfulla og hruni rússneska keisaradæmisins  Hreifst ungur af hinni sögufrægu borg, Santi Pétursborg, sögu hennar og Rússlands Ljósmynd/Guðlaugur Óskarsson Söguáhugi Guðmundur Ólafsson hagfræðingur heima í Breiðagerði. „Ég fór að kenna á Bifröst fyrir fimmtán árum og keypti mér hús í Reykholtsdal. Ég hef verið heimilisfastur hér síðan um 2000,“ segir Guð- mundur. Hann tekur fram að hann hafi verið tengdur hér- aðinu mun lengur, eða frá því hann var í sveit í Deildar- tungu sem unglingur og í landsprófi í Reykholtsskóla. Guðmundur býr í Breiða- gerði sem er hús rétt hjá Reykholti. „Séra Geir Waage og Snorrastofa eru í lat- ínuhverfinu en þar sem ég bý eru verkstæði og sjoppa og ég bý því í „City“, fjármálahverf- inu,“ segir Guð- mundur. Auk þess að starfa sem lektor við Háskólann á Bifröst stjórnar Guðmundur þættinum Bubbi og Lobbi á sjón- varpsstöðinni ÍNN, með Sigurði G. Tóm- assyni blaðamanni. Býr í „fjár- málahverfinu“ TENGDUR BORGARFIRÐI Grígorí Jefemóvíts Raspútín

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.