Morgunblaðið - 12.04.2013, Side 26

Morgunblaðið - 12.04.2013, Side 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 Eyðimerkurmaraþonið Marathon des Sables, eða sand-maraþonið, er af mörgum talið erf- iðasta maraþon í heimi. Það stendur yfir í sjö daga en hlaupaleiðin telur 223,8 km og liggur um Sahara-eyðimörkina í Marokkó. Maraþonið er nú haldið í tuttugasta og áttunda sinn og eru keppendur alls 1.024, á aldrinum 20-76 ára og frá 45 þjóðlöndum. Þeir bera sjálfir allan búnað og matföng fyrir dagana sjö á bakinu. Sand-maraþonið erfiðasta maraþon í heimi AFP Hlaupa 223,8 kílómetra í eyðimörkinni Í yfirlýsingu sem send var út í gær, að loknum tveggja daga fundahöld- um utanríkisráðherra G8-ríkjanna í Lundúnum, fordæma ráðherrarnir stjórnvöld í Norður-Kóreu harðlega fyrir að halda kjarnorku- og flug- skeytaáætlunum sínum til streitu. William Hague, utanríkisráð- herra Bretlands, sagði ráðherrana hafa verið sammála um að grípa til frekari aðgerða ef stjórnvöld í Pyongyang gerðu fleiri kjarnorku- eða flugskeytatilraunir. Þá yrði lík- lega gripið til nýrra refsiaðgerða en þær yrðu háðar samþykki örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna. Hague viðurkenndi að ráðherr- unum hefði ekki orðið ágengt hvað varðaði átökin í Sýrlandi en sagði nauðsynlegt að halda áfram viðræð- um. „Heimsbyggðin hefur brugðist í ábyrgðarhlutverki sínu og heldur því áfram,“ sagði Hague. Hann sagði ástandið í Sýrlandi á góðri leið með að verða stærstu mann- úðar-hamfarir það sem af væri 21. öldinni. Í yfirlýsingu ráðherranna var hvergi minnst á vopn til handa upp- reisnarmönnum, líkt og leiðtogar þeirra höfðu farið fram á, en ráð- herrarnir hvöttu hins vegar ríki heims til að hámarka framlög sín til mannúðaraðstoðar í landinu. Hague sagði sterk rök fyrir því að Evrópusambandið annaðhvort léti vopnasölubann gagnvart Sýr- landi ganga úr gildi í júní eða gerði undanþágur vegna vopna til handa uppreisnarmönnum en margir eru uggandi yfir því hvar vopnin myndi daga uppi, ekki síst í ljósi þess að einn af öflugustu uppreisnarhópum landsins, Al-Nusra, lýsti yfir stuðn- ingi við al-Kaída-hryðjuverkasam- tökin á miðvikudag. holmfridur@mbl.is Hóta frekari aðgerðum  Utanríkisráðherrar G8-ríkjanna fordæma stjórnvöld í Norður-Kóreu harðlega  Varð ekki ágengt varðandi átökin í Sýrlandi  „Mannúðar-hamfarir,“ segir Hague Stjórnvöld í Bandaríkjunum verða að sýna fram á það, svo hafið sé yfir allan vafa, að Bradley Manning hafi vitandi vits hjálpað al-Kaída með því að leka leyniskjölum til Wiki- Leaks, til að fá hann dæmdan fyrir að hafa „aðstoðað óvininn.“ Um þetta úrskurðaði dómarinn Denise Lind á miðvikudag en hún komst einnig að þeirri niðurstöðu að saksóknari í málinu gegn Mann- ing mætti kalla til meðlim sér- sveitar bandaríska sjóhersins, til að bera vitni um að skjöl sem Manning lak til WikiLeaks hefðu fundist í bækistöð Osama bin Laden, þegar al-Kaída leiðtoginn var ráðinn af dögum í maí 2011. Manning á yfir höfði sér 20 ára fangelsi fyrir þá glæpi sem hann hefur játað, þ.á m. að hafa lekið skjölunum, en verði hann fundinn sekur um að hafa „aðstoðað óvin- inn“ bíður hans lífstíðarfangelsi. AFP Leki „Óbreyttur“ Bradley Manning. Hafi vitandi vits hjálpað al-Kaída BANDARÍKIN Tveir ferjuskip- stjórar, Chow Chi-wai, 56 ára, og Lai Sai-ming, 55 ára, hafa ver- ið ákærðir fyrir manndráp í Hong Kong en 39 létu lífið þegar ferjurnar sem þeir stjórnuðu rákust saman fyrir utan borgina í október í fyrra. Yfirvöld telja að slysið megi mögulega rekja til mannlegra mistaka en það var versta sjóslys í sögu borgarinnar í fjörutíu ár. Mennirnir eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Skipstjórar ákærðir fyrir 39 dauðsföll Chow Chi-wai HONG KONG Meirihluti öldungadeildar banda- ríska þingsins samþykkti í gær að hefja umræður um nýja og herta byssulöggjöf en meðal þeirra sem greiddu atkvæði með tillögunni voru sextán repúblikanar. Samþykktin markar tímamót þar sem repúblik- anar hafa í mörg ár barist ötullega gegn því að löggjöfin væri endur- skoðuð. Atkvæðagreiðslan fór fram í kjöl- far þess að Joe Manchin, þingmaður demókrata frá Vestur-Virginíu, og Pat Toomey, þingmaður repúblikana frá Pennsylvaníu, lögðu fram breyt- ingatillögu sem m.a. felur í sér að öll- um sem kaupa byssu á byssusýning- um eða í gegnum netið verður gert að undirgangast svokallaða bak- grunnsathugun. Tillagan er þó ekki eins róttæk og fyrirliggjandi frumvarp forsetans, Baracks Obama, þar sem hún gerir jafnframt ráð fyrir því að einstak- lingar muni áfram geta selt byssur sín á milli án eftirlits. Samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, NRA, sendu frá sér tilkynningu á miðvikudag þar sem þau sögðu m.a. að reglur um bak- grunnsathuganir á byssusýningum myndu ekki koma í veg fyrir næstu skotárás, væru ekki lausn gegn of- beldisfullum glæpum né myndu þær auka öryggi barna í skólum. Strangari reglur um bakgrunnsat- huganir njóta hins vegar sívaxandi stuðnings meðal almennings og kannanir sýna að níu af hverjum tíu Bandaríkjamönnum eru þeim fylgj- andi. Þær þykja líklegri til að ná fram að ganga en bann við árásar- vopnum og fjölskota magasínum. holmfridur@mbl.is Ný byssulöggjöf tekin til umræðu  16 repúblikanar greiddu atkvæði með tillögunni AFP Vopn Setja á strangari reglur um bakgrunnsathuganir. Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is Úrval - gæði - þjónusta Allt fyrir gluggana á einum stað Mælum, sérsmíðum og setjum upp

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.