Morgunblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1. M A Í 2 0 1 3
Stofnað 1913 100. tölublað 101. árgangur
ÞORBJÖRG UPP
UM 30 SÆTI Á
HEIMSLISTANUM
GEFSTU
ALDREI
UPP
SIRKUSÞORP RÍS Í
VATNSMÝRINNI UM
MITT SUMAR
BARÁTTA 10 NORRÆNA HÚSIÐ 38SKYLMINGAR ÍÞRÓTTIR
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Ég hef ekki talað sjálfur við Sig-
mund og það er enginn fundur
ákveðinn með honum,“ sagði
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, í gærkvöldi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins,
ræddi við Árna Pál Árnason, for-
mann Samfylkingarinnar, og
Birgittu Jónsdóttur, kaptein Pír-
ata, í gær. Forseti Íslands fékk
Sigmundi Davíð umboð til stjórn-
armyndunar í gærmorgun.
Sigmundur Davíð ætlar að
hitta aðra formenn stjórnmála-
flokka í dag. Í framhaldi af því má
vænta ákvörðunar um við hvern
eða hverja hann hyggst hefja
Framsóknarflokkur og Sjálfstæð-
isflokkur, hefðu án frekari mála-
lenginga átt að láta reyna á
stjórnarsamstarf. Greinilegt væri
að Framsóknarflokkurinn vildi
nálgast málið með öðrum hætti og
því þyrfti Sjálfstæðisflokkurinn
að vera opinn fyrir öðrum mögu-
leikum enda Framsóknarflokkur-
inn ekki með einkaleyfi á viðræð-
um við aðra flokka.
„Ætli Framsóknarflokkurinn
að ræða við vinstri flokkana þá
gerir hann það og fær sinn tíma
til þess. Eitt er ljóst. Það eru þá
engar stjórnarmyndunarviðræð-
ur við Sjálfstæðisflokkinn á með-
an og hann getur skoðað aðra
möguleika,“ sagði Bjarni.
formlegar stjórnarmyndunarvið-
ræður, að sögn heimildarmanns í
Framsóknarflokknum.
Sigmundur Davíð og Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, höfðu ekki rætt
saman þegar haft var samband
við Bjarna í gærkvöldi.
Tveir þeir stærstu ættu að
láta reyna á samstarf
Að sögn Bjarna er ekki hægt að
eiga í stjórnarmyndunarviðræð-
um við marga flokka í einu eins og
Framsóknarflokkurinn virðist
ætla að gera nú. Sigmundur Dav-
íð tali meira að segja við þá flokka
sem hafi lýst því sérstaklega yfir
að þeir vilji ekki vera í ríkisstjórn.
Bjarni sagðist þeirrar skoðunar
að tveir stærstu flokkarnir, þ.e.
Ekki enn form-
legar viðræður
Bjarni segir Sjálfstæðisflokk geta skoðað aðra kosti
MByrjar á að ræða við alla »2
Þessar fiskverkakonur HB Granda verða eflaust á meðal þeirra sem
halda 1. maí, alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins, hátíðlegan í dag.
Þá er ærið tilefni til að minnast þeirra réttinda og kjarabóta sem
verkalýðsbarátta undanfarinnar aldar hefur skilað og verkafólk nýt-
ur góðs af enn þann dag í dag og halda baráttunni áfram fyrir bættum
kjörum. Hátíðarsamkomur og kaffisamsæti verða á að minnsta kosti
38 stöðum á landinu í tilefni dagsins en yfirskrift hans að þessu sinni
er „Kaupmáttur, atvinna, velferð“.
Morgunblaðið/Golli
Krefjast kaupmáttar, atvinnu og velferðar
Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur 1. maí
Niðurskurður í mennta-
kerfinu hefur bitnað á val-
möguleikum framhalds-
skólanema í
tungumálanámi. Þetta seg-
ir Linda Rós Mikaelsdóttir,
settur rektor Mennta-
skólans í Reykjavík.
Vigdís Finnbogadóttir
var í gær gerð verndari
fornmáladeildar skólans en
MR er eini skólinn sem býð-
ur upp á slíka námsbraut.
Linda veltir fyrir sér hvort starfsemi deild-
arinnar sé í hættu í ljósi þess að þegar nem-
endahópar verði fámennir sé kennsla í tungu-
málum felld niður. „Ég tel það skyldu okkar
að halda þessari deild úti og geta veitt þessa
þjónustu þeim sem hafa áhuga á henni,“ segir
hún. »6
Skylda að bjóða
fornmálanám
Vigdís Finn-
bogadóttir
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Seðlabanki Íslands gerir athugasemdir við
að Íbúðalánasjóður skuli hafa breytt skil-
greiningu sinni á mismun milli gangverðs
eigna og skulda á árinu 2011 með þeim afleið-
ingum að talan er nú neikvæð um 74 millj-
arða í stað 201
milljarðs kr.
Breytingin var
gerð í ársreikn-
ingi sjóðsins fyr-
ir árið 2012 og
liggur m.a. í því
að bætt er 0,5%
og 1,0% álagi of-
an á vexti íbúða-
bréfa við núvirð-
ingu
húsnæðisbréfa
og húsbréfa.
Höfundar
Fjármálastöðugleika, rits Seðlabanka Ís-
lands, gagnrýna breytinguna. „Hér er um
mjög mikla breytingu að ræða og verður að
teljast óheppilegt að breytt sé um að-
ferðafræði til að meta gangvirði eigna og
skulda sjóðsins í ársreikningi, á sama tíma og
rekstur og staða sjóðsins er í gagngerri skoð-
un,“ segir þeir.
Spurður hvort breytingin sé gerð til að
fegra bókhald ÍLS segir Sigurður Erlings-
son, forstjóri sjóðsins, að misskilnings gæti í
umfjöllun SÍ. „Þetta eru ekki bókhaldslegar
stærðir og hafa því ekkert með það að gera
hvað stendur í efnahags- og rekstrarreikn-
ingi. Það er því ekki verið að breyta reikn-
ingsskilunum. Það stendur óhaggað. Þarna
er um að ræða skýringu til nánari glöggv-
unar,“ segir hann.
Munar
127 millj-
örðum
SÍ gagnrýnir breytta
bókhaldsgerð hjá ÍLS
MSkulda orðið »16
Mismunur eigna
og skulda ÍLS í
árslok 2011
Tölur eru í milljörðum króna
Heimild: Seðlabanki Íslands
Fyrir
breytingu
Eftir
breytingu
-201
-74
Fjölmiðlar um allan heim hafa
fjallað um það að tónlistarhúsið
Harpa hlýtur hin virtu Mies van
der Rohe-byggingarlistarverðlaun
í ár. Hörpu er skipað í hóp frægra
bygginga sem hafa hreppt þessi
eftirsóttu verðlaun, með óperu-
húsinu Snöhetta í Osló, Neues
Museum í Berlín og Þjóð-
arbókhlöðunni í París. »41
Morgunblaðið/Júlíus
Verðlaun Hörpu
vekja heimsathygli
Bændur hafa áhyggjur af sauð-
burði á Norður- og Austurlandi
eftir langan vetur. Snjór er enn yf-
ir öllu víða þar og stefnir í hey- og
hýsingarskort. Í fyrrinótt var 18,5
stiga frost við Mývatn og 17,8 á
Staðarhóli. Áframhaldandi kulda-
tíð er í kortunum og engin hláka í
veðurspám. »4
Þungur vetur og
engin hláka í spám