Morgunblaðið - 01.05.2013, Side 16

Morgunblaðið - 01.05.2013, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013 LifunHeimili og hönnun Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Heimili og hönnun föstudaginn 10. maí Í blaðinu verða kynntir geysimargir möguleikar og sniðugar lausnir fyrir heimilin. Skoðuð verða húsgögn í stofu, hjónaherbergi, barnaherbergi og innréttingar bæði í eldhús og bað. SÉRBLAÐ Heimili & hönnun –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 6.maí. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skuldir einstaklinga sem hlutfall af heildareignum og árstekjum hafa stóraukist frá árinu 1995 og er nú svo komið að mikill fjöldi fólks er farinn að skulda meira en árstekjur snemma á þrítugsaldri. Bendir þó margt til að hlutfallið hafi náð hámarki og sé farið að ganga til baka. Vikið er að þessari þróun í nýjasta hefi Fjármálastöðugleika, rits Seðla- banka Íslands. Er graf sem sýnir þessa þróun í ritinu endurgert hér að ofan með leyfi Seðlabanka Íslands. Spurð út í þessa þróun segir Sigríð- ur Benediktsdóttir, framkvæmda- stjóri Fjármálastöðugleika hjá SÍ, að mikil umskipti hafi orðið frá árinu 1995. Skuldir einstaklinga sem hlut- fall af árstekjum hafi aukist mikið og til dæmis orðið sú breyting að á ár- unum fyrir efnahagshrunið skulduðu aðeins 15-20% framteljanda 95% eða meira af heildareignum, hlutfall sem hafi verið komið upp í um 33% eftir hrunið. „Við erum enn með mjög hátt hlut- fall skuldsettra framteljenda. Því miður,“ segir Sigríður sem telur að skuldabyrðin muni hafa víðtæk áhrif í hagkerfinu. „Þetta torveldar einstaklingum að taka ýmsar ákvarðanir, eins og að skipta um húsnæði. Þá er mjög óhag- kvæmt fyrir hagkerfið að fjölskyld- urnar séu mjög skuldsettar. Það hef- ur slæm félagsleg áhrif.“ Hlutfallið lækkaði milli ára Sigríður bendir á að hlutfall skulda af heildareignum einstaklinga hafi lækkað milli 2010 og 2011. Það sé þvert á þróunina frá 1995. „Það er athyglisvert að nettó- eignastaðan árið 1995 var nokkuð jöfn meðal aldurshópa. Það sem hefur síð- an breyst er að þorri fólks undir fimmtugu er kominn með nettó- eignastöðu sem er mun verri og jafn- vel neikvæð hjá vissum aldurshópum. Hjá fólki yfir fimmtugu er nettó- eignastaðan hins vegar betri en 1995. Nettó-eignastaða milli aldurshópa fór því úr því að vera nokkuð jöfn í það að vera mun ójafnari.“ Spurð hvort það kunni að teljast hluti af nútímavæðingu hagkerfisins að skuldir sem hlutfall af tekjum auk- ist, m.a. vegna aukins framboðs af lánsfé, segir hún svarið við því ekki einfalt. Hins vegar megi benda á að Íslendingar séu að byggja upp eignir í lífeyrissjóðum. Þá heyri skömmtun lánsfjár liðinni tíð. „Það má þó segja að lánshlutfallið hafi hækkað ansi hratt miðað við önnur lönd.“ Skulda orðið marg- faldar árstekjur  Skuldabyrði Íslendinga hefur aukist mikið frá árinu 1995 Skuldir sem hlutfall af árstekjum og heildareignum eftir aldri 1995, 2004, 2010 og 2011* * Allir tekjuhópar. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands % 400 350 300 250 200 150 100 50 0 Fjöldi 24.000 21.000 18.000 15.000 12.000 9.000 6.000 3.000 0 15 -2 0 ár a 20 -2 5 ár a 25 -3 0 ár a 30 -3 5 ár a 35 -4 0 ár a 40 -4 5 ár a 45 -5 0 ár a 50 -5 5 ár a 55 -6 0 ár a 60 -6 5 ár a 65 -7 0 ár a 70 -7 5 ár a 75 -8 0 ár a 80 -8 5 ár a 85 -9 0 ár a 90 -9 5 ár a Skuldir/ eignir: 1995 2004 2010 2011 Fjöldi: 1995 2011 Skuldir/ tekjur: 1995 2004 2010 2011 Skuldir heimila sem hlutfall af VLF 4. ársfj. 2003 - 4. ársfj. 2012 Verðtryggð lán Gengisbundin lán Óverðtryggð lán Yfirdráttarlán Eignaleigusamningar Heimild: Seðlabanki Íslands % af VLF 140 120 100 80 60 40 20 0 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 „Þetta er skýring í ársreikningi sem er ekki hluti af efnahagsreikn- ingi Íbúðalánasjóðs. Henni er ætl- að að sýna á hvaða verði eignir og skuldir væru yfirteknar ef það yrði gerð tillaga um að einhver tæki við rekstri Íbúðalánasjóðs undir nýrri kennitölu og færði við það skuldir og eignir úr sjóðnum. Þessi breytta framsetning er í samræmi við reikniskilastaðla,“ segir Sig- urður Erlingsson, forstjóri Íbúða- lánasjóðs, spurður um at- hugasemdir Seðlabanka Íslands við breytingu á skýringu í árs- reikningi sjóðsins á árinu 2012. Athugasemdin er sett fram í nýjasta hefti Fjármálastöðugleika, rits Seðlabanka Íslands, en þar gagnrýnir bankinn breytt mat ÍLS á mismun á gangvirði eigna og skulda í ársreikningi 2012 en við það lækkar mismunurinn úr 201 milljarði króna í árslok 2011 í 74 milljarða króna. Spurður hvort breytingin sé gerð til að láta bókhald ÍLS líta betur út segir Sigurður að mis- skilnings gæti í umfjöllun SÍ. „Þetta eru ekki bókhaldslegar stærðir og hafa því ekkert með það að gera hvað stendur í efna- hags- og rekstrarreikningi. Það er því ekki verið að breyta reiknings- skilunum. Það stendur óhaggað. Þarna er um að ræða skýringu til nánari glöggvunar. Nú er markaðs- krafan notuð bæði eigna- og skuldamegin sem er réttari framsetning. Þessu var áfátt í þessari skýringu áður.“ Í sama riti SÍ segir einnig að vandi sjóðsins sé mikill og hafi aukist nokkuð í fyrra. Tapið í fyrra hafi verið 7,8 milljarðar og sam- anlagt tap frá 2008 verið um 52 milljarðar við lok síðasta árs. Á sama tímabili hafi ríkið lagt sjóðn- um til 46 milljarða til að styrkja eiginfjárstöðuna. Vanskil hjá sjóðnum hafa aukist verulega. Þau voru 13,2% hjá ein- staklingum í lok mars 2013 og 22,8% hjá lögaðilum. Til saman- burðar voru vanskil hjá sjóðnum innan við 2% í ársbyrjun 2008. Alls námu lán til einstaklinga í vanskilum og frystingu 88 millj- örðum króna í lok mars og lán til lögaðila alls 34 milljörðum króna. Samanlagt eru það 122 millj- arðar króna, eða um 379.000 krónur á hvern Íslending, miðað við íbúafjöldann 1. janúar sl. Forstjóri ÍLS svarar SÍ VANSKIL OG FRYSTINGAR ÍLS ERU 380.000 Á HVERN ÍSLENDING Sigurður Erlingsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.